Í hönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2015 12:00 Elísabet Karlsdóttir. Vísir/GVA Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður tekur þátt í fatahönnunarkeppninni REMIX, sem haldin er á Ítalíu af The International Fur Federation í samstafi við Vogue Talents. „Þetta er sem sagt feldhönnunarkeppni, þar sem fatnaðurinn verður að vera með feld. Ég sendi inn mína hugmynd og var valin ásamt ellefu öðrum úr hópi 44 umsækjenda,“ segir Elísabet, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt. Elísabet sendi inn eitt „look“ og þarf að undirbúa tvö önnur fyrir sýninguna sem verður í mars. „Jakkinn sem ég gerði er úr selskinni, rauðref frá Kanada og bísamfeldi. Svo gerði ég kjól sem er með tíbetlambskinni neðst,“ segir Elísabet. Meðal dómara í keppninni er Franca Sozzani, tískudrottning og ritstjóri ítalska Vogue. „Ég geri nú alveg ráð fyrir að hitta hana, þar sem við hittum dómnefndina. Ég þarf svo að gera kynningarmyndband þegar ég kem út, en keppnin verður svo haldin á ráðstefnu þann 4. mars,“ segir hún.En hvað gerist ef þú sigrar í keppninni? „Ég er ekki alveg viss, það eru engin verðlaun sem slík, held ég. Það er mjög vel staðið að þessari keppni og þarna verður mikið af flottu fólki úr tískuheiminum. Ég ætla að nýta tækifærið og byggja mér upp gott tengslanet,“ segir Elísabet. Eins og gefur að skilja er hráefni í svona hönnun mjög dýrt og hefur Elísabet verið einstaklega heppin og fengið góða aðstoð. „Skinna Icelandic Fur Trade Association hefur hjálpað mér mikið. Að auki er ég að vinna hjá Eggerti feldskera og þau hafa hjálpað mér gríðarlega mikið.“ Elísabet útskrifaðist frá LHÍ árið 2013. Hún hefur unnið mikið með feld og notaði hann meðal annars í útskriftarverkefnið sitt. „Ég fór á námskeið í Danmörku þar sem ég lærði ákveðna tækni við að vinna feldinn sem ég hef getað nýtt mér. Mér finnst mjög gaman að vinna með náttúruefni eins og feld og leður, en með feldinn þá er það þessi sérhæfing í tískubransanum sem er svo skemmtileg,“ segir Elísabet. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður tekur þátt í fatahönnunarkeppninni REMIX, sem haldin er á Ítalíu af The International Fur Federation í samstafi við Vogue Talents. „Þetta er sem sagt feldhönnunarkeppni, þar sem fatnaðurinn verður að vera með feld. Ég sendi inn mína hugmynd og var valin ásamt ellefu öðrum úr hópi 44 umsækjenda,“ segir Elísabet, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt. Elísabet sendi inn eitt „look“ og þarf að undirbúa tvö önnur fyrir sýninguna sem verður í mars. „Jakkinn sem ég gerði er úr selskinni, rauðref frá Kanada og bísamfeldi. Svo gerði ég kjól sem er með tíbetlambskinni neðst,“ segir Elísabet. Meðal dómara í keppninni er Franca Sozzani, tískudrottning og ritstjóri ítalska Vogue. „Ég geri nú alveg ráð fyrir að hitta hana, þar sem við hittum dómnefndina. Ég þarf svo að gera kynningarmyndband þegar ég kem út, en keppnin verður svo haldin á ráðstefnu þann 4. mars,“ segir hún.En hvað gerist ef þú sigrar í keppninni? „Ég er ekki alveg viss, það eru engin verðlaun sem slík, held ég. Það er mjög vel staðið að þessari keppni og þarna verður mikið af flottu fólki úr tískuheiminum. Ég ætla að nýta tækifærið og byggja mér upp gott tengslanet,“ segir Elísabet. Eins og gefur að skilja er hráefni í svona hönnun mjög dýrt og hefur Elísabet verið einstaklega heppin og fengið góða aðstoð. „Skinna Icelandic Fur Trade Association hefur hjálpað mér mikið. Að auki er ég að vinna hjá Eggerti feldskera og þau hafa hjálpað mér gríðarlega mikið.“ Elísabet útskrifaðist frá LHÍ árið 2013. Hún hefur unnið mikið með feld og notaði hann meðal annars í útskriftarverkefnið sitt. „Ég fór á námskeið í Danmörku þar sem ég lærði ákveðna tækni við að vinna feldinn sem ég hef getað nýtt mér. Mér finnst mjög gaman að vinna með náttúruefni eins og feld og leður, en með feldinn þá er það þessi sérhæfing í tískubransanum sem er svo skemmtileg,“ segir Elísabet.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira