Sjonni Brink í Eurovision í Litháen Freyr Bjarnason skrifar 31. janúar 2015 09:00 Sigurjón Brink kemur við sögu í undankeppni Eurovision í Litháen. Lag sem Sigurjón Brink söng skömmu áður en hann lést tekur núna þátt í undankeppni Eurovision í Litháen. Íris Hólm og Daði Georgsson sendu fyrir nokkru lagið Sound of Colors inn í keppnina. Það er komið í gegnum tvær undankeppnir og brátt kemur í ljós hvort það tekur þátt í lokakeppninni. Enn eru níu lög eftir í pottinum. „Það er magnað að þremur árum eftir að hann lést sé hann enn þá að flytja lag í Eurovision,“ segir Daði, sem samdi lagið ásamt Írisi og dönskum og sænskum meðhöfundum. Demóútgáfa Sjonna var fyrst notuð í keppninni en svo tóku aðrir flytjendur frá Litháen við keflinu og sungu lagið. Á næstu dögum kemur í ljós hvort lagið kemst lengra í keppninni. Reglurnar í hinu litháíska Eurovision eru óhefðbundnar þar sem flytjendur keppa annars vegar og lögin hins vegar. Daði og Íris sendu lagið fyrst inn í íslensku og dönsku undankeppni Eurovision árið 2009 en það komst ekki að. „Útgáfan sem við sendum fyrst var sungin af Írisi. Svo fékk ég Sjonna til að syngja það síðar og þá varð það allt annað. Íris er frábær söngkona en það passaði Sjonna miklu betur,“ segir Daði. Skömmu eftir að Sjonni hljóðritaði lagið fór hann heim til sín og kláraði lagið Aftur heim, sem vann Eurovision á Íslandi 2011.Hér er hægt að taka þátt í netkosningu í undankeppninni í Litháen. Eurovision Tónlist Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Lag sem Sigurjón Brink söng skömmu áður en hann lést tekur núna þátt í undankeppni Eurovision í Litháen. Íris Hólm og Daði Georgsson sendu fyrir nokkru lagið Sound of Colors inn í keppnina. Það er komið í gegnum tvær undankeppnir og brátt kemur í ljós hvort það tekur þátt í lokakeppninni. Enn eru níu lög eftir í pottinum. „Það er magnað að þremur árum eftir að hann lést sé hann enn þá að flytja lag í Eurovision,“ segir Daði, sem samdi lagið ásamt Írisi og dönskum og sænskum meðhöfundum. Demóútgáfa Sjonna var fyrst notuð í keppninni en svo tóku aðrir flytjendur frá Litháen við keflinu og sungu lagið. Á næstu dögum kemur í ljós hvort lagið kemst lengra í keppninni. Reglurnar í hinu litháíska Eurovision eru óhefðbundnar þar sem flytjendur keppa annars vegar og lögin hins vegar. Daði og Íris sendu lagið fyrst inn í íslensku og dönsku undankeppni Eurovision árið 2009 en það komst ekki að. „Útgáfan sem við sendum fyrst var sungin af Írisi. Svo fékk ég Sjonna til að syngja það síðar og þá varð það allt annað. Íris er frábær söngkona en það passaði Sjonna miklu betur,“ segir Daði. Skömmu eftir að Sjonni hljóðritaði lagið fór hann heim til sín og kláraði lagið Aftur heim, sem vann Eurovision á Íslandi 2011.Hér er hægt að taka þátt í netkosningu í undankeppninni í Litháen.
Eurovision Tónlist Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira