Sjonni Brink í Eurovision í Litháen Freyr Bjarnason skrifar 31. janúar 2015 09:00 Sigurjón Brink kemur við sögu í undankeppni Eurovision í Litháen. Lag sem Sigurjón Brink söng skömmu áður en hann lést tekur núna þátt í undankeppni Eurovision í Litháen. Íris Hólm og Daði Georgsson sendu fyrir nokkru lagið Sound of Colors inn í keppnina. Það er komið í gegnum tvær undankeppnir og brátt kemur í ljós hvort það tekur þátt í lokakeppninni. Enn eru níu lög eftir í pottinum. „Það er magnað að þremur árum eftir að hann lést sé hann enn þá að flytja lag í Eurovision,“ segir Daði, sem samdi lagið ásamt Írisi og dönskum og sænskum meðhöfundum. Demóútgáfa Sjonna var fyrst notuð í keppninni en svo tóku aðrir flytjendur frá Litháen við keflinu og sungu lagið. Á næstu dögum kemur í ljós hvort lagið kemst lengra í keppninni. Reglurnar í hinu litháíska Eurovision eru óhefðbundnar þar sem flytjendur keppa annars vegar og lögin hins vegar. Daði og Íris sendu lagið fyrst inn í íslensku og dönsku undankeppni Eurovision árið 2009 en það komst ekki að. „Útgáfan sem við sendum fyrst var sungin af Írisi. Svo fékk ég Sjonna til að syngja það síðar og þá varð það allt annað. Íris er frábær söngkona en það passaði Sjonna miklu betur,“ segir Daði. Skömmu eftir að Sjonni hljóðritaði lagið fór hann heim til sín og kláraði lagið Aftur heim, sem vann Eurovision á Íslandi 2011.Hér er hægt að taka þátt í netkosningu í undankeppninni í Litháen. Eurovision Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Lag sem Sigurjón Brink söng skömmu áður en hann lést tekur núna þátt í undankeppni Eurovision í Litháen. Íris Hólm og Daði Georgsson sendu fyrir nokkru lagið Sound of Colors inn í keppnina. Það er komið í gegnum tvær undankeppnir og brátt kemur í ljós hvort það tekur þátt í lokakeppninni. Enn eru níu lög eftir í pottinum. „Það er magnað að þremur árum eftir að hann lést sé hann enn þá að flytja lag í Eurovision,“ segir Daði, sem samdi lagið ásamt Írisi og dönskum og sænskum meðhöfundum. Demóútgáfa Sjonna var fyrst notuð í keppninni en svo tóku aðrir flytjendur frá Litháen við keflinu og sungu lagið. Á næstu dögum kemur í ljós hvort lagið kemst lengra í keppninni. Reglurnar í hinu litháíska Eurovision eru óhefðbundnar þar sem flytjendur keppa annars vegar og lögin hins vegar. Daði og Íris sendu lagið fyrst inn í íslensku og dönsku undankeppni Eurovision árið 2009 en það komst ekki að. „Útgáfan sem við sendum fyrst var sungin af Írisi. Svo fékk ég Sjonna til að syngja það síðar og þá varð það allt annað. Íris er frábær söngkona en það passaði Sjonna miklu betur,“ segir Daði. Skömmu eftir að Sjonni hljóðritaði lagið fór hann heim til sín og kláraði lagið Aftur heim, sem vann Eurovision á Íslandi 2011.Hér er hægt að taka þátt í netkosningu í undankeppninni í Litháen.
Eurovision Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“