Engin Bermúdaskál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2015 12:00 Á sunnudaginn munu Bandaríkjamenn borða og borða og svo borða aðeins meira. Meira en á jólunum, meira en á gamlárskvöld og meira en á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 4. júlí. Raunar eru margir vestanhafs sem líta á fyrsta sunnudag í febrúar sem hinn eina sanna þjóðhátíðardag. Dömur mínar og herrar, það er komið að Superbowl Sunday. Sem fyrrverandi tengdasonur Bandaríkjanna bíð ég spenntur eftir sunnudeginum og ekki spillir fyrir að strákarnir mínir í Seattle Seahawks, sem eru ríkjandi meistarar, verða í eldlínunni í Phoenix. Seahawks komst einmitt í úrslit Superbowl í fyrsta sinn árið 2006, fyrsta árið sem ég bjó í Seattle, og var magnað að upplifa þá stemningu sem myndaðist í borginni vikurnar á undan þegar liðið náði hverjum áfanganum á fætur öðrum. Ólíkt flestum öðrum íþróttaviðburðum í sjónvarpi mæta allir í partí óháð íþróttaáhuga. Fjórir tímar af fótbolta, kræsingum, félagsskap og auglýsingum. Auglýsingar brjóta nefnilega upp amerískar íþróttir, og reyndar annað sjónvarpsefni í tíma og ótíma, sem skemmtir fæstum. Nema í tilfelli Superbowl. Barist er um auglýsingapláss og fyrir vikið leggja fyrirtæki mikið á sig að gera sem flottastar auglýsingar sem yfirleitt eru um leið þrælskemmtilegar. Sjálfur mun ég eðlilega klæða mig í Seahawks-treyjuna, henda í kjúklingavængi með alls konar sósum, sötra úrvalsbjór og troða í mig Skittles til heiðurs Marshawn Lynch, einni af hetjum Seahawks í skrautlegri kantinum. Sá svaraði öllum spurningum á opnum fundi með blaðamönnum í vikunni á sama veg: „Ég er bara hérna svo ég verði ekki sektaður.“ NFL-deildin krefst þess að leikmenn hitti blaðamenn í aðdraganda leiksins. Það eru ekki síst hetjusögurnar sem gera amerískar íþróttir svo skemmtilegar. Mennirnir sem aldrei þóttu sérstaklega líklegir en ná svo hæstu hæðum. Það verður tilfellið hvort sem Tom Brady eða Russell Wilson, sem báðir komu bakdyramegin inn í leiðtogahlutverk sín á sínum tíma, leiða sveit sína til sigurs á sunnudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Á sunnudaginn munu Bandaríkjamenn borða og borða og svo borða aðeins meira. Meira en á jólunum, meira en á gamlárskvöld og meira en á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 4. júlí. Raunar eru margir vestanhafs sem líta á fyrsta sunnudag í febrúar sem hinn eina sanna þjóðhátíðardag. Dömur mínar og herrar, það er komið að Superbowl Sunday. Sem fyrrverandi tengdasonur Bandaríkjanna bíð ég spenntur eftir sunnudeginum og ekki spillir fyrir að strákarnir mínir í Seattle Seahawks, sem eru ríkjandi meistarar, verða í eldlínunni í Phoenix. Seahawks komst einmitt í úrslit Superbowl í fyrsta sinn árið 2006, fyrsta árið sem ég bjó í Seattle, og var magnað að upplifa þá stemningu sem myndaðist í borginni vikurnar á undan þegar liðið náði hverjum áfanganum á fætur öðrum. Ólíkt flestum öðrum íþróttaviðburðum í sjónvarpi mæta allir í partí óháð íþróttaáhuga. Fjórir tímar af fótbolta, kræsingum, félagsskap og auglýsingum. Auglýsingar brjóta nefnilega upp amerískar íþróttir, og reyndar annað sjónvarpsefni í tíma og ótíma, sem skemmtir fæstum. Nema í tilfelli Superbowl. Barist er um auglýsingapláss og fyrir vikið leggja fyrirtæki mikið á sig að gera sem flottastar auglýsingar sem yfirleitt eru um leið þrælskemmtilegar. Sjálfur mun ég eðlilega klæða mig í Seahawks-treyjuna, henda í kjúklingavængi með alls konar sósum, sötra úrvalsbjór og troða í mig Skittles til heiðurs Marshawn Lynch, einni af hetjum Seahawks í skrautlegri kantinum. Sá svaraði öllum spurningum á opnum fundi með blaðamönnum í vikunni á sama veg: „Ég er bara hérna svo ég verði ekki sektaður.“ NFL-deildin krefst þess að leikmenn hitti blaðamenn í aðdraganda leiksins. Það eru ekki síst hetjusögurnar sem gera amerískar íþróttir svo skemmtilegar. Mennirnir sem aldrei þóttu sérstaklega líklegir en ná svo hæstu hæðum. Það verður tilfellið hvort sem Tom Brady eða Russell Wilson, sem báðir komu bakdyramegin inn í leiðtogahlutverk sín á sínum tíma, leiða sveit sína til sigurs á sunnudaginn.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun