Flytjum inn milljarða virði af grænmeti sem rækta mætti hér Svavar Hávarðsson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Íslensk jarðarber eru aðeins um 10% af markaðnum – en eru rifin úr hillunum. fréttablaðið/vilhelm Verðmæti innflutts grænmetis og berja sem hægt væri að framleiða á Íslandi með tiltölulega einföldum hætti er metið á 2,1 til 2,4 milljarða króna árin 2012 og 2013. Þetta er niðurstaða útreikninga Bjarna Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka garðyrkjubænda. „Margt af þessu gætum við að kalla framleitt á morgun. Það eru tegundir eins og tómatar og paprika – þessar stóru tegundir í ylræktinni. Við höfum þekkinguna og alla burði til þess,“ segir Bjarni sem bætir við, spurður hvað standi í veginum, að bændur tregist við fjárfestingar vegna gríðarlegs orkukostnaðar. Menn telja sig einfaldlega ekki hafa hag af því að auka fjármagnskostnað sinn við núverandi aðstæður í rekstri. Bjarni segist hugsi yfir þeim hagrænu hvötum sem auðvelt væri að virkja. „Gefum okkur að ef stjórnvöld ákveða, t.d. af því þau vilja efna þann hluta stjórnarsáttmála sem er um heilbrigði, að raforkukostnaður verði lækkaður um 25% þegar 25% af rekstarkostnaði er rafmagn, þá þýðir sú ráðstöfun um 6% lækkun heildarkostnaðar.“ Bjarni segir það deginum ljósara að þegar hvatar hafa verið til staðar í rekstrarumhverfi garðyrkjunnar hafi svörunin verið á einn veg. Framleiðsla eykst og neyslan eykst. Allar rannsóknir sýni þess utan að með aukinni neyslu grænmetis eykst heilbrigði fólks. Það minnkar álag á heilbrigðiskerfið – til langs tíma með tilheyrandi sparnaði. Barátta garðyrkjubænda fyrir lægra orkuverði hefur staðið áratugum saman. Hins vegar segir Bjarni það standa eftir í augnablikinu að RARIK, sem hefur einkarétt á dreifingu á rafmagni, ákvað að hækka gjaldskrá sína strax eftir hrun. Í byrjun árs 2009 hækkaði gjaldskrá til garðyrkjunnar um 15%. „RARIK hefur haldið uppteknum hætti síðan þá og hefur hækkað gjaldskrá sína langt umfram verðlagsvísitölu,“ segir Bjarni. Stjórnvöld juku einnig kostnað bænda þegar hlutdeild þeirra í kostnaði við dreifingu rafmagns var aukin verulega árið 2009. Raforkuverð til garðyrkjubænda var síðast til umfjöllunar á Alþingi í nóvember síðastliðnum, en málshefjandi var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Þar svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, því til að hún og Helgi væru sammála um að „gera gangskör að því“ að því að bæta umhverfi garðyrkjunnar – og það væri ætlun ríkisstjórnarinnar. Sjálfum okkur nóg um 75% af grænmeti Hlutfall innlendrar framleiðslu á grænmeti hefur undanfarin ár verið á milli 70-75% af markaðnum. Framleiðslan er um 18.500 tonn og innflutningur um 6.500 tonn nema 2013 er innlend framleiðsla var um 12.000 tonn [uppskerubrestur í kartöflum]. Án kartöfluuppskeru hvers árs hefur hlutdeild íslensks grænmetis á móti innfluttu verið 47 til 51%. Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Verðmæti innflutts grænmetis og berja sem hægt væri að framleiða á Íslandi með tiltölulega einföldum hætti er metið á 2,1 til 2,4 milljarða króna árin 2012 og 2013. Þetta er niðurstaða útreikninga Bjarna Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka garðyrkjubænda. „Margt af þessu gætum við að kalla framleitt á morgun. Það eru tegundir eins og tómatar og paprika – þessar stóru tegundir í ylræktinni. Við höfum þekkinguna og alla burði til þess,“ segir Bjarni sem bætir við, spurður hvað standi í veginum, að bændur tregist við fjárfestingar vegna gríðarlegs orkukostnaðar. Menn telja sig einfaldlega ekki hafa hag af því að auka fjármagnskostnað sinn við núverandi aðstæður í rekstri. Bjarni segist hugsi yfir þeim hagrænu hvötum sem auðvelt væri að virkja. „Gefum okkur að ef stjórnvöld ákveða, t.d. af því þau vilja efna þann hluta stjórnarsáttmála sem er um heilbrigði, að raforkukostnaður verði lækkaður um 25% þegar 25% af rekstarkostnaði er rafmagn, þá þýðir sú ráðstöfun um 6% lækkun heildarkostnaðar.“ Bjarni segir það deginum ljósara að þegar hvatar hafa verið til staðar í rekstrarumhverfi garðyrkjunnar hafi svörunin verið á einn veg. Framleiðsla eykst og neyslan eykst. Allar rannsóknir sýni þess utan að með aukinni neyslu grænmetis eykst heilbrigði fólks. Það minnkar álag á heilbrigðiskerfið – til langs tíma með tilheyrandi sparnaði. Barátta garðyrkjubænda fyrir lægra orkuverði hefur staðið áratugum saman. Hins vegar segir Bjarni það standa eftir í augnablikinu að RARIK, sem hefur einkarétt á dreifingu á rafmagni, ákvað að hækka gjaldskrá sína strax eftir hrun. Í byrjun árs 2009 hækkaði gjaldskrá til garðyrkjunnar um 15%. „RARIK hefur haldið uppteknum hætti síðan þá og hefur hækkað gjaldskrá sína langt umfram verðlagsvísitölu,“ segir Bjarni. Stjórnvöld juku einnig kostnað bænda þegar hlutdeild þeirra í kostnaði við dreifingu rafmagns var aukin verulega árið 2009. Raforkuverð til garðyrkjubænda var síðast til umfjöllunar á Alþingi í nóvember síðastliðnum, en málshefjandi var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Þar svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, því til að hún og Helgi væru sammála um að „gera gangskör að því“ að því að bæta umhverfi garðyrkjunnar – og það væri ætlun ríkisstjórnarinnar. Sjálfum okkur nóg um 75% af grænmeti Hlutfall innlendrar framleiðslu á grænmeti hefur undanfarin ár verið á milli 70-75% af markaðnum. Framleiðslan er um 18.500 tonn og innflutningur um 6.500 tonn nema 2013 er innlend framleiðsla var um 12.000 tonn [uppskerubrestur í kartöflum]. Án kartöfluuppskeru hvers árs hefur hlutdeild íslensks grænmetis á móti innfluttu verið 47 til 51%.
Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira