Þessi bragðgóði og bráðholli þeytingur er tilvalinn í blandarann um helgina og sem oftast. Hann er stútfullur af næringarefnum og heldur þér söddum vel og lengi.
Heilsuþeytingur
1 grænt epli, skorið í bita og kjarnhreinsað
Safi úr 1 sítrónu
Handfylli af grænkáli
1 sellerístöngull
1 msk. steinselja eða kóríander
1 msk. möluð hörfræ
¼ tsk. kanilduft
250 ml kalt vatn
Blandið öllu saman í blandara og drekkið ískalt.