Sekkjapípuleikari kemur fram á skoskri menningarhátíð Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2015 16:30 Hanna Tuulikki kemur fram á skosku menningarhátíðinni. Í dag hefst hin árlega skoska menningarhátíð á Kexi Hosteli, en hátíðin er nú haldin í fjórða sinn í samstarfi við Edinborgarfélagið á Íslandi og Icelandair. Í Skotlandi er árlega haldið upp á afmælisdag skáldsins Roberts Burns og afmæli hans fagnað með skoskum mat, drykk, tónlist og ljóðlist Burns. Skáldjöfurinn var fæddur þann 25. janúar árið 1759 og er víða litið á hann sem þjóðarskáld Skota. Skoski sekkjapípuleikarinn Mr. Russell Mechan kemur fram og sér til þess að hátíðarhöldin fari fram í samræmi við hefðir og reglur, en einnig munu hljómsveitirnar Two Wings, Ben Reynolds & Guests og tónlistarkonan Hanna Tuulikki koma fram. Veitingastaður Kex Hostels, Sæmundur í sparifötunum, mun bjóða upp á sérstakan matseðil vegna hátíðarinnar. Boðið verður upp á haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og viskísósu. Haggis, sem lýsa má sem skoskri útgáfu sláturs, er nátengt Burns en hann samdi ljóðið Address to a Haggis árið 1786 og er skoska slátrið órjúfanlegur hluti hátíðarhalda í tengslum við afmæli skáldsins. Skoska menningarhátíðin hefst í kvöld klukkan sjö á Kexi Hosteli við Skúlagötu og stendur til 24. janúar næstkomandi. Dagskrána er hægt að nálgast á vefsíðunni Kexland.is Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í dag hefst hin árlega skoska menningarhátíð á Kexi Hosteli, en hátíðin er nú haldin í fjórða sinn í samstarfi við Edinborgarfélagið á Íslandi og Icelandair. Í Skotlandi er árlega haldið upp á afmælisdag skáldsins Roberts Burns og afmæli hans fagnað með skoskum mat, drykk, tónlist og ljóðlist Burns. Skáldjöfurinn var fæddur þann 25. janúar árið 1759 og er víða litið á hann sem þjóðarskáld Skota. Skoski sekkjapípuleikarinn Mr. Russell Mechan kemur fram og sér til þess að hátíðarhöldin fari fram í samræmi við hefðir og reglur, en einnig munu hljómsveitirnar Two Wings, Ben Reynolds & Guests og tónlistarkonan Hanna Tuulikki koma fram. Veitingastaður Kex Hostels, Sæmundur í sparifötunum, mun bjóða upp á sérstakan matseðil vegna hátíðarinnar. Boðið verður upp á haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og viskísósu. Haggis, sem lýsa má sem skoskri útgáfu sláturs, er nátengt Burns en hann samdi ljóðið Address to a Haggis árið 1786 og er skoska slátrið órjúfanlegur hluti hátíðarhalda í tengslum við afmæli skáldsins. Skoska menningarhátíðin hefst í kvöld klukkan sjö á Kexi Hosteli við Skúlagötu og stendur til 24. janúar næstkomandi. Dagskrána er hægt að nálgast á vefsíðunni Kexland.is
Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira