Sekkjapípuleikari kemur fram á skoskri menningarhátíð Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2015 16:30 Hanna Tuulikki kemur fram á skosku menningarhátíðinni. Í dag hefst hin árlega skoska menningarhátíð á Kexi Hosteli, en hátíðin er nú haldin í fjórða sinn í samstarfi við Edinborgarfélagið á Íslandi og Icelandair. Í Skotlandi er árlega haldið upp á afmælisdag skáldsins Roberts Burns og afmæli hans fagnað með skoskum mat, drykk, tónlist og ljóðlist Burns. Skáldjöfurinn var fæddur þann 25. janúar árið 1759 og er víða litið á hann sem þjóðarskáld Skota. Skoski sekkjapípuleikarinn Mr. Russell Mechan kemur fram og sér til þess að hátíðarhöldin fari fram í samræmi við hefðir og reglur, en einnig munu hljómsveitirnar Two Wings, Ben Reynolds & Guests og tónlistarkonan Hanna Tuulikki koma fram. Veitingastaður Kex Hostels, Sæmundur í sparifötunum, mun bjóða upp á sérstakan matseðil vegna hátíðarinnar. Boðið verður upp á haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og viskísósu. Haggis, sem lýsa má sem skoskri útgáfu sláturs, er nátengt Burns en hann samdi ljóðið Address to a Haggis árið 1786 og er skoska slátrið órjúfanlegur hluti hátíðarhalda í tengslum við afmæli skáldsins. Skoska menningarhátíðin hefst í kvöld klukkan sjö á Kexi Hosteli við Skúlagötu og stendur til 24. janúar næstkomandi. Dagskrána er hægt að nálgast á vefsíðunni Kexland.is Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag hefst hin árlega skoska menningarhátíð á Kexi Hosteli, en hátíðin er nú haldin í fjórða sinn í samstarfi við Edinborgarfélagið á Íslandi og Icelandair. Í Skotlandi er árlega haldið upp á afmælisdag skáldsins Roberts Burns og afmæli hans fagnað með skoskum mat, drykk, tónlist og ljóðlist Burns. Skáldjöfurinn var fæddur þann 25. janúar árið 1759 og er víða litið á hann sem þjóðarskáld Skota. Skoski sekkjapípuleikarinn Mr. Russell Mechan kemur fram og sér til þess að hátíðarhöldin fari fram í samræmi við hefðir og reglur, en einnig munu hljómsveitirnar Two Wings, Ben Reynolds & Guests og tónlistarkonan Hanna Tuulikki koma fram. Veitingastaður Kex Hostels, Sæmundur í sparifötunum, mun bjóða upp á sérstakan matseðil vegna hátíðarinnar. Boðið verður upp á haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og viskísósu. Haggis, sem lýsa má sem skoskri útgáfu sláturs, er nátengt Burns en hann samdi ljóðið Address to a Haggis árið 1786 og er skoska slátrið órjúfanlegur hluti hátíðarhalda í tengslum við afmæli skáldsins. Skoska menningarhátíðin hefst í kvöld klukkan sjö á Kexi Hosteli við Skúlagötu og stendur til 24. janúar næstkomandi. Dagskrána er hægt að nálgast á vefsíðunni Kexland.is
Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira