Segja útgáfuna kraftaverk Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. janúar 2015 07:00 Renald Luzier og Patrick Pelloux sýna nýjasta hefti skopmyndablaðsins Charlie Hebdo, sem í þetta sinn er gefið út í milljónum eintaka. nordicphotos/AFP Franskir fjölmiðlar birtu margir í gær nýjustu forsíðu skoptímaritsins Charlie Hebdo, sem formlega kemur þó ekki út fyrr en í dag. Eftirlifandi ritstjórn blaðsins efndi svo til tilfinningaþrungins blaðamannafundar til að kynna nýja heftið, sem gefið er út á sex tungumálum og í metupplagi, þremur milljónum eintaka. Á forsíðunni er mynd af Múhameð spámanni, sem grætur og heldur á skilti sem á stendur: Ég er Charlie. Fjöldi manns hefur undanfarna daga tekið upp skilti af þessu tagi til að sýna samstöðu með ritstjórn blaðsins, sem öfgamúslimar réðust á með grimmilegum hætti í síðustu viku þannig að tíu manns lágu í valnum, auk þess sem tveir lögreglumenn voru myrtir fyrir utan húsakynni blaðsins. Fyrir ofan myndina af Múhameð standa svo sáttarorð tímaritsins: Allt er fyrirgefið. Inni í blaðinu eru svo fleiri skopmyndir af Múhameð spámanni. „Mér þykir leitt að við höfum teiknað hann einu sinni enn,“ sagði teiknarinn Renald Luzier, sem svaf yfir sig og var því ekki á staðnum þegar ofbeldismennirnir réðust inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku: „En sá Múhameð sem við höfum teiknað er bara lítill náungi sem grætur.“FranÇois Hollande Frakklandsforseti tekur í höndina á Malek Merabet, bróður lögreglumannsins Ahmet Merabet sem myrtur var í síðustu viku. fréttablaðið/APÍ leiðara blaðsins er haldið uppi eindreginni vörn fyrir rétt þess til að gera grín að trúarbrögðum og trúarleiðtogum: „Undanfarna viku hefur Charlie, blaði trúleysingja, hlotnast fleiri kraftaverk en allir dýrlingar og spámenn til samans. Við erum stoltust af því kraftaverki að þú hafir nú í höndum þínum þetta sama blað sem við höfum alltaf sent frá okkur.“ Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að herða varnir sínar, senda tíu þúsund hermenn út á götur og lýsa yfir stríði við hryðjuverkamenn. François Hollande Frakklandsforseti hét því að Frakkland muni ekki sýna neina miskunn gagnvart andgyðinglegum eða andíslömskum voðaverkum og hvergi vægja gagnvart „þeim sem verja eða fremja hryðjuverk, einkum og sér í lagi stríðsmenn sem fara til Íraks og Sýrlands“. Hollande flutti einnig ávarp við útför lögreglumannsins Ahmed Merabet, sem féll fyrir byssukúlum á gangstéttinni fyrir utan ritstjórn Charlie Hebdo í síðustu viku, og sagði þar: „Ahmet Merabet vissi betur en nokkur annar að róttækt íslam hefur ekkert með íslam að gera og að öfgamenn drepa múslima.“ Í Þýskalandi héldu múslimar út á götur Berlínar til að mótmæla hryðjuverkum. Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti tóku þátt í mótælunum og sýndu þýskum múslimum eindreginn stuðning. „Það sem við þurfum að gera núna er að nota öll þau ráð sem okkur standa til boða til þess að berjast gegn umburðarleysi og ofbeldi,“ sagði Merkel. „Hatur ykkar hvetur okkur til dáða,“ sagði Gauck við ódæðismennina. „Við ætlum ekki að gefa ykkur ótta okkar.“ Charlie Hebdo Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Franskir fjölmiðlar birtu margir í gær nýjustu forsíðu skoptímaritsins Charlie Hebdo, sem formlega kemur þó ekki út fyrr en í dag. Eftirlifandi ritstjórn blaðsins efndi svo til tilfinningaþrungins blaðamannafundar til að kynna nýja heftið, sem gefið er út á sex tungumálum og í metupplagi, þremur milljónum eintaka. Á forsíðunni er mynd af Múhameð spámanni, sem grætur og heldur á skilti sem á stendur: Ég er Charlie. Fjöldi manns hefur undanfarna daga tekið upp skilti af þessu tagi til að sýna samstöðu með ritstjórn blaðsins, sem öfgamúslimar réðust á með grimmilegum hætti í síðustu viku þannig að tíu manns lágu í valnum, auk þess sem tveir lögreglumenn voru myrtir fyrir utan húsakynni blaðsins. Fyrir ofan myndina af Múhameð standa svo sáttarorð tímaritsins: Allt er fyrirgefið. Inni í blaðinu eru svo fleiri skopmyndir af Múhameð spámanni. „Mér þykir leitt að við höfum teiknað hann einu sinni enn,“ sagði teiknarinn Renald Luzier, sem svaf yfir sig og var því ekki á staðnum þegar ofbeldismennirnir réðust inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku: „En sá Múhameð sem við höfum teiknað er bara lítill náungi sem grætur.“FranÇois Hollande Frakklandsforseti tekur í höndina á Malek Merabet, bróður lögreglumannsins Ahmet Merabet sem myrtur var í síðustu viku. fréttablaðið/APÍ leiðara blaðsins er haldið uppi eindreginni vörn fyrir rétt þess til að gera grín að trúarbrögðum og trúarleiðtogum: „Undanfarna viku hefur Charlie, blaði trúleysingja, hlotnast fleiri kraftaverk en allir dýrlingar og spámenn til samans. Við erum stoltust af því kraftaverki að þú hafir nú í höndum þínum þetta sama blað sem við höfum alltaf sent frá okkur.“ Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að herða varnir sínar, senda tíu þúsund hermenn út á götur og lýsa yfir stríði við hryðjuverkamenn. François Hollande Frakklandsforseti hét því að Frakkland muni ekki sýna neina miskunn gagnvart andgyðinglegum eða andíslömskum voðaverkum og hvergi vægja gagnvart „þeim sem verja eða fremja hryðjuverk, einkum og sér í lagi stríðsmenn sem fara til Íraks og Sýrlands“. Hollande flutti einnig ávarp við útför lögreglumannsins Ahmed Merabet, sem féll fyrir byssukúlum á gangstéttinni fyrir utan ritstjórn Charlie Hebdo í síðustu viku, og sagði þar: „Ahmet Merabet vissi betur en nokkur annar að róttækt íslam hefur ekkert með íslam að gera og að öfgamenn drepa múslima.“ Í Þýskalandi héldu múslimar út á götur Berlínar til að mótmæla hryðjuverkum. Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti tóku þátt í mótælunum og sýndu þýskum múslimum eindreginn stuðning. „Það sem við þurfum að gera núna er að nota öll þau ráð sem okkur standa til boða til þess að berjast gegn umburðarleysi og ofbeldi,“ sagði Merkel. „Hatur ykkar hvetur okkur til dáða,“ sagði Gauck við ódæðismennina. „Við ætlum ekki að gefa ykkur ótta okkar.“
Charlie Hebdo Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira