Ef þær standa sig í kvöld þá gætu þær fengið farseðil í sólina Tóams Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2015 06:30 Glódís Perla Viggósdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir spiluðu báðar leikinn gegn Skotum 2012 og voru í A-liðinu 2013. Vísir/Stefán Ísland fær sjaldgæfan en vel þeginn vináttulandsleik fyrir U23 ára landslið kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Póllandi í Kórnum í Kópavogi klukkan 18.00. Pólland mætir með A-landsliðið sitt þannig að um frábært verkefni fyrir stelpurnar er að ræða. Ísland spilaði sinn fyrsta U23 ára landsleik fyrir hálfu þriðja ári síðan þegar leikið var gegn Skotum ytra sumarið 2012. Næsta ár voru spilaðir þrír leikir en ekkert verkefni var fyrir liðið á síðasta ári. „Knattspyrnusamband Evrópu styrkir þennan aldurshóp svo lítið. Þess vegna eru svona fá verkefni. Ég er að taka pening af A-landsliðinu hjá mér fyrir þetta verkefni, en það verður auðvitað að eyða í framtíðina. Það þarf alltaf að hugsa þrjú ár fram í tímann. Ég þarf stelpur sem eiga að vera klárar fyrir undankeppnina 2017,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið.Fimm skiluðu sér Ekkert millistig er í kvennaknattspyrnunni eins og hjá strákunum á milli U19 ára liðsins og A-liðsins. Þegar stelpur eru orðnar tvítugar verða þær að vera klárar í A-landsliðið. „Sumum leikmönnum finnst of langt þarna á milli og það þarf fleiri verkefni til að undirbúa leikmenn betur,“ segir Freyr. Það má segja að U23 ára verkefni hafi reynst vel í fyrstu tilraun, en fimm leikmenn sem spiluðu fyrsta leikinn gegn Skotum árið 2012 voru á leikskýrslu í stórleiknum gegn Dönum í undankeppni HM 2015 síðasta sumar. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Dagný hafði verið viðloðandi landsliðið áður og allavega voru þær Glódís alltaf líklegar til að spila A-landsleik, en að fá að kynnast umhverfinu hjálpaði þeim mikið. „Hefðu þær fengið fleiri leiki hefðu þær verið enn betur undirbúnar. Það tekur alltaf tíma að aðlagast landsliðsumhverfi og landsleikjum. Fyrir mér er þetta mjög mikilvægt,“ segir Freyr.Notaði of marga leikmenn Landsliðsþjálfarinn hefur undirbúið leikinn vel, en hann valdi æfingahópa fyrst í lok síðasta árs sem lokahópurinn var svo valinn úr. „Ég ákvað að einbeita mér núna að þessum aldurshópi og þess vegna er ég búinn að sigta út þessa leikmenn. Ég spilaði á alltof mörgum leikmönnum í síðustu undankeppni því ég var að skoða leikmenn líka, en nú er það ekki í boði lengur. Því flýtti ég fyrir skoðunarferlinu með þessu,“ segir Freyr sem er spenntur fyrir leiknum og því sem stelpurnar ætla að sýna honum í leiknum gegn þeim pólsku í Kórnum í kvöld. „Það eru leikmenn þarna sem voru ekki innarlega á radarnum hjá mér sem hafa komið skemmtilega á óvart. Aftur á móti eru svo leikmenn í hærri gæðaflokki sem þurfa að sýna betri frammistöðu en þeir hafa gert undanfarið.“ Næsta stóra verkefni er hið sterka æfingamót á Algarve í mars þar sem Ísland mætir nokkrum af bestu liðum heims. Þær sem standa sig í Kórnum í kvöld gætu fengið farseðil í sólina. „Það er alveg mögulegt. Ég vonast í raun eftir því að leikmenn sýni þannig frammistöðu. Ég vil sjá leikmenn sem eru tilbúnir að taka þátt í næstu undankeppni. Nýliðunin á að vera það sterk að þarna eiga að koma fram þannig leikmenn,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Ísland fær sjaldgæfan en vel þeginn vináttulandsleik fyrir U23 ára landslið kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Póllandi í Kórnum í Kópavogi klukkan 18.00. Pólland mætir með A-landsliðið sitt þannig að um frábært verkefni fyrir stelpurnar er að ræða. Ísland spilaði sinn fyrsta U23 ára landsleik fyrir hálfu þriðja ári síðan þegar leikið var gegn Skotum ytra sumarið 2012. Næsta ár voru spilaðir þrír leikir en ekkert verkefni var fyrir liðið á síðasta ári. „Knattspyrnusamband Evrópu styrkir þennan aldurshóp svo lítið. Þess vegna eru svona fá verkefni. Ég er að taka pening af A-landsliðinu hjá mér fyrir þetta verkefni, en það verður auðvitað að eyða í framtíðina. Það þarf alltaf að hugsa þrjú ár fram í tímann. Ég þarf stelpur sem eiga að vera klárar fyrir undankeppnina 2017,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið.Fimm skiluðu sér Ekkert millistig er í kvennaknattspyrnunni eins og hjá strákunum á milli U19 ára liðsins og A-liðsins. Þegar stelpur eru orðnar tvítugar verða þær að vera klárar í A-landsliðið. „Sumum leikmönnum finnst of langt þarna á milli og það þarf fleiri verkefni til að undirbúa leikmenn betur,“ segir Freyr. Það má segja að U23 ára verkefni hafi reynst vel í fyrstu tilraun, en fimm leikmenn sem spiluðu fyrsta leikinn gegn Skotum árið 2012 voru á leikskýrslu í stórleiknum gegn Dönum í undankeppni HM 2015 síðasta sumar. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Dagný hafði verið viðloðandi landsliðið áður og allavega voru þær Glódís alltaf líklegar til að spila A-landsleik, en að fá að kynnast umhverfinu hjálpaði þeim mikið. „Hefðu þær fengið fleiri leiki hefðu þær verið enn betur undirbúnar. Það tekur alltaf tíma að aðlagast landsliðsumhverfi og landsleikjum. Fyrir mér er þetta mjög mikilvægt,“ segir Freyr.Notaði of marga leikmenn Landsliðsþjálfarinn hefur undirbúið leikinn vel, en hann valdi æfingahópa fyrst í lok síðasta árs sem lokahópurinn var svo valinn úr. „Ég ákvað að einbeita mér núna að þessum aldurshópi og þess vegna er ég búinn að sigta út þessa leikmenn. Ég spilaði á alltof mörgum leikmönnum í síðustu undankeppni því ég var að skoða leikmenn líka, en nú er það ekki í boði lengur. Því flýtti ég fyrir skoðunarferlinu með þessu,“ segir Freyr sem er spenntur fyrir leiknum og því sem stelpurnar ætla að sýna honum í leiknum gegn þeim pólsku í Kórnum í kvöld. „Það eru leikmenn þarna sem voru ekki innarlega á radarnum hjá mér sem hafa komið skemmtilega á óvart. Aftur á móti eru svo leikmenn í hærri gæðaflokki sem þurfa að sýna betri frammistöðu en þeir hafa gert undanfarið.“ Næsta stóra verkefni er hið sterka æfingamót á Algarve í mars þar sem Ísland mætir nokkrum af bestu liðum heims. Þær sem standa sig í Kórnum í kvöld gætu fengið farseðil í sólina. „Það er alveg mögulegt. Ég vonast í raun eftir því að leikmenn sýni þannig frammistöðu. Ég vil sjá leikmenn sem eru tilbúnir að taka þátt í næstu undankeppni. Nýliðunin á að vera það sterk að þarna eiga að koma fram þannig leikmenn,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira