Lögreglumaður vill lögbann á vændissíður Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. desember 2015 07:00 Mestu skiptir að ná til þeirra sem stunda vændi, segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/anton brink „Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur haft samband við konur og karla sem hafa boðið sig til sölu á vefsíðum, veitt þeim ráðgjöf og kynnt þeim þau úrræði sem þeim standa til boða. Nýverið var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að tæplega hundrað konur sem segjast vera staðsettar á Íslandi eru skráðar á alþjóðlega vefsíðu fyrir fylgdarþjónustu. Á síðunni kemur fram að auðvelt sé að verða sér úti um fylgdarkonu í Reykjavík. Snorri segir síðurnar fleiri. „Við höfum reynt að ná til þeirra karla og kvenna sem hafa boðið sig til sölu á þessum síðum. Þótt margar konur séu skráðar á þessum síðum þá eru aðeins átta til tólf konur sem við vitum að eru virkar hverju sinni og einn karlmaður, síðurnar eru fleiri en ein. Varðandi það að ná til þeirra sem stunda vændi þá eiga málin ekki að snúast um hve marga kaupendur hægt er að kæra. Þessi mál eiga að snúast fyrst og fremst um að ná til þolenda og veita þeim aðstoð. Engin 12 ára stúlka eða strákur ákveður þegar staðið er fyrir framan spegil að vændi verði ævistarfið. Þetta eru í sumum tilfellum aðstæður sem hafa skapast fyrir þann sem selur sig vegna utanaðkomandi ógnar,“ segir hann. Snorri veltir því upp hvort ekki sé hægt að setja lögbann á síður sem auglýsa vændi. „Við höfum lokað síðum sem selja ólöglegt erlent niðurhal, getum við ekki líka lokað síðum sem auglýsa vændi og manneskjur til sölu? Ég velti því fyrir mér af hverju það hefur ekki verið sett fram lögbannskrafa á síður sem þessar, rétt eins og gert var með síðuna deildu.net.“ Snorri vísar í kröfu STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, um lögbann á síðuna deildu.net árið 2014. Krafan varð til þess að íslenskum fjarskiptafyrirtækjum var gert að loka á vefsíður vegna höfundarréttar. „Ég myndi vilja sjá lögbann verða að veruleika, það er komið ákveðið fordæmi í þessum efnum.“ Snorri segir dæmi um að þau sem bjóða þjónustu sína hér á landi í gegnum vefsíðurnar hafi viðurkennt að fá aðeins hluta ágóðans af sölu á kynlífi, þannig séu þau með stöðu þolenda mansals þótt þau hafi ekki óskað eftir aðstoð vegna þess. Lögreglan hafi rannsakað slík mál en ekki tekist að sanna mansal. Mansal í Vík Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
„Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur haft samband við konur og karla sem hafa boðið sig til sölu á vefsíðum, veitt þeim ráðgjöf og kynnt þeim þau úrræði sem þeim standa til boða. Nýverið var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að tæplega hundrað konur sem segjast vera staðsettar á Íslandi eru skráðar á alþjóðlega vefsíðu fyrir fylgdarþjónustu. Á síðunni kemur fram að auðvelt sé að verða sér úti um fylgdarkonu í Reykjavík. Snorri segir síðurnar fleiri. „Við höfum reynt að ná til þeirra karla og kvenna sem hafa boðið sig til sölu á þessum síðum. Þótt margar konur séu skráðar á þessum síðum þá eru aðeins átta til tólf konur sem við vitum að eru virkar hverju sinni og einn karlmaður, síðurnar eru fleiri en ein. Varðandi það að ná til þeirra sem stunda vændi þá eiga málin ekki að snúast um hve marga kaupendur hægt er að kæra. Þessi mál eiga að snúast fyrst og fremst um að ná til þolenda og veita þeim aðstoð. Engin 12 ára stúlka eða strákur ákveður þegar staðið er fyrir framan spegil að vændi verði ævistarfið. Þetta eru í sumum tilfellum aðstæður sem hafa skapast fyrir þann sem selur sig vegna utanaðkomandi ógnar,“ segir hann. Snorri veltir því upp hvort ekki sé hægt að setja lögbann á síður sem auglýsa vændi. „Við höfum lokað síðum sem selja ólöglegt erlent niðurhal, getum við ekki líka lokað síðum sem auglýsa vændi og manneskjur til sölu? Ég velti því fyrir mér af hverju það hefur ekki verið sett fram lögbannskrafa á síður sem þessar, rétt eins og gert var með síðuna deildu.net.“ Snorri vísar í kröfu STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, um lögbann á síðuna deildu.net árið 2014. Krafan varð til þess að íslenskum fjarskiptafyrirtækjum var gert að loka á vefsíður vegna höfundarréttar. „Ég myndi vilja sjá lögbann verða að veruleika, það er komið ákveðið fordæmi í þessum efnum.“ Snorri segir dæmi um að þau sem bjóða þjónustu sína hér á landi í gegnum vefsíðurnar hafi viðurkennt að fá aðeins hluta ágóðans af sölu á kynlífi, þannig séu þau með stöðu þolenda mansals þótt þau hafi ekki óskað eftir aðstoð vegna þess. Lögreglan hafi rannsakað slík mál en ekki tekist að sanna mansal.
Mansal í Vík Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira