Kraftaverk Lars Lagerbäck eitt af 24 stærstu íþróttafréttunum í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 10:00 Landsliðsþjálfaranir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson fagna hér EM-sætinu á Laugardalsvellinum í september. Vísir/Vilhelm Sænska blaðið Dagens Nyheter hefur verið að gera upp íþróttaárið í sérstöku jóladagatali þar sem menn þar á bæ taka fyrir 24 eftirminnilegustu íþróttafréttir ársins. Afrek Svíans Lars Lagerbäck á Laugardalsvellinum 6. september síðastliðinn kemst á blað sem eitt af 24 stærstu íþróttafréttum ársins í Svíþjóð. Svíarnir tala þar um kraftaverk Lagerbäck. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér þá sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn í sögunni. Hollendingar töpuðu 3-0 á móti Tyrkjum fyrr um daginn og þess vegna nægði íslenska liðinu jafntefli á móti Kasakstan. Markalausu jafntefli var því fagnað gríðarlega af leikmönnum jafnt sem áhorfendum þetta fallega sunnudagskvöld í september. Sænska þjóðin fylgdist líka vel með en íslenska landsliðið var langt á undan því sænska að tryggja sér EM-sætið. Svíar komust loksins sjálfir eftir sigur í umspilsleikjum á móti Dönum tveimur mánuðum síðar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komust á stórmót og menn þurfa alltaf að læra að spila á slíkum mótum en ég tel að við getum komið á óvart og unnið einhver lið á EM. Þetta lið er eitt það best skipulagðasta í dag og þessa vegna eigum við möguleika á sigri á móti bestu liðum heims. Við eigum kannski ekki mikla möguleika en möguleika engu að síður," sagði Lars Lagerbäck í viðtali við Aftonbladet eftir að EM-sætið var í höfn. Blaðamaður Dagens Nyheter rifjar það upp að íslenska landsliðið var í 131. sæti á FIFA-listanum þegar Lagerbäck tók við liðinu. Í dag er íslenska landsliðið í 36. sæti á heimslistanum og þetta hefur því verið mikil ævintýraferð á þessum fjórum árum og allt annað en sjálfgefið að 323 þúsund manna þjóð geti náð svo langt í vinsælustu íþrótt heims. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira
Sænska blaðið Dagens Nyheter hefur verið að gera upp íþróttaárið í sérstöku jóladagatali þar sem menn þar á bæ taka fyrir 24 eftirminnilegustu íþróttafréttir ársins. Afrek Svíans Lars Lagerbäck á Laugardalsvellinum 6. september síðastliðinn kemst á blað sem eitt af 24 stærstu íþróttafréttum ársins í Svíþjóð. Svíarnir tala þar um kraftaverk Lagerbäck. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér þá sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn í sögunni. Hollendingar töpuðu 3-0 á móti Tyrkjum fyrr um daginn og þess vegna nægði íslenska liðinu jafntefli á móti Kasakstan. Markalausu jafntefli var því fagnað gríðarlega af leikmönnum jafnt sem áhorfendum þetta fallega sunnudagskvöld í september. Sænska þjóðin fylgdist líka vel með en íslenska landsliðið var langt á undan því sænska að tryggja sér EM-sætið. Svíar komust loksins sjálfir eftir sigur í umspilsleikjum á móti Dönum tveimur mánuðum síðar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komust á stórmót og menn þurfa alltaf að læra að spila á slíkum mótum en ég tel að við getum komið á óvart og unnið einhver lið á EM. Þetta lið er eitt það best skipulagðasta í dag og þessa vegna eigum við möguleika á sigri á móti bestu liðum heims. Við eigum kannski ekki mikla möguleika en möguleika engu að síður," sagði Lars Lagerbäck í viðtali við Aftonbladet eftir að EM-sætið var í höfn. Blaðamaður Dagens Nyheter rifjar það upp að íslenska landsliðið var í 131. sæti á FIFA-listanum þegar Lagerbäck tók við liðinu. Í dag er íslenska landsliðið í 36. sæti á heimslistanum og þetta hefur því verið mikil ævintýraferð á þessum fjórum árum og allt annað en sjálfgefið að 323 þúsund manna þjóð geti náð svo langt í vinsælustu íþrótt heims.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira