Jólaraunir Berglind Pétursdóttir skrifar 21. desember 2015 00:00 Ég er í sambúð með manni sem er svo yndislegur og góður en einn galla hefur hann. Hann er nefnilega þannig gerður að þegar hann langar í eða vantar eitthvað spænir hann af stað med det samme og kaupir það sjálfur. Þetta er hreinasta helvíti fyrir velgjörðarfólk hans, mig og mína vönduðu tengdamóður, þegar líða fer að jólum og allir hafa verið krossaðir af gjafalistum nema hann. Ég hef trekk í trekk þurft að brjóta í tengdó hjartað með fréttum um að okkar maður hafi alveg brjálast á Amazon og eigi nú fyrir það sem hún keypti. Hún hefur ekki undan að skila og skipta góðum gjöfum, hugur minn er því hjá tengdamóður minni þessi jólin. Ég fann ágætis lausn á þessu mín megin. Ég valdi mér það flottasta sem ég fann, keypti það sjálf og bað impúls-kaupandann að gera það sama fyrir sjálfan sig, með kærri jólakveðju frá mér. Þetta gekk prýðilega. En svo dundu ósköpin yfir. Kjóllinn sem hann gaf mér entist í nákvæmlega hálft jólahlaðborð, þangað til fjörugur kjötbiti tók heljarstökk af gafflinum og skildi eftir sig ljótan blett í silkinu. Ég skautaði beint í efnalaug þar sem íbyggnir starfsmenn tóku á móti mér. Þeir hnöppuðust saman í kringum kjólinn og töluðu lágt sín á milli. Ég hef sjaldan séð jafn alvarlega efnahreinsitækna. „Kjóllinn var gjöf frá kærastanum mínum,“ kjökraði ég. Og í sömu andrá upplifði ég jólin. Starfmaður efnalaugarinnar lagði hönd sína á mína, horfði í tárvot augu mín og sagði: „Við munum gera okkar besta til að bjarga honum, hafðu ekki áhyggjur.“ Og í smástund leið okkur báðum eins og hann væri skurðlæknir sem bjarga myndi jólunum. Desember er sannarlega dramatískur tími. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Ég er í sambúð með manni sem er svo yndislegur og góður en einn galla hefur hann. Hann er nefnilega þannig gerður að þegar hann langar í eða vantar eitthvað spænir hann af stað med det samme og kaupir það sjálfur. Þetta er hreinasta helvíti fyrir velgjörðarfólk hans, mig og mína vönduðu tengdamóður, þegar líða fer að jólum og allir hafa verið krossaðir af gjafalistum nema hann. Ég hef trekk í trekk þurft að brjóta í tengdó hjartað með fréttum um að okkar maður hafi alveg brjálast á Amazon og eigi nú fyrir það sem hún keypti. Hún hefur ekki undan að skila og skipta góðum gjöfum, hugur minn er því hjá tengdamóður minni þessi jólin. Ég fann ágætis lausn á þessu mín megin. Ég valdi mér það flottasta sem ég fann, keypti það sjálf og bað impúls-kaupandann að gera það sama fyrir sjálfan sig, með kærri jólakveðju frá mér. Þetta gekk prýðilega. En svo dundu ósköpin yfir. Kjóllinn sem hann gaf mér entist í nákvæmlega hálft jólahlaðborð, þangað til fjörugur kjötbiti tók heljarstökk af gafflinum og skildi eftir sig ljótan blett í silkinu. Ég skautaði beint í efnalaug þar sem íbyggnir starfsmenn tóku á móti mér. Þeir hnöppuðust saman í kringum kjólinn og töluðu lágt sín á milli. Ég hef sjaldan séð jafn alvarlega efnahreinsitækna. „Kjóllinn var gjöf frá kærastanum mínum,“ kjökraði ég. Og í sömu andrá upplifði ég jólin. Starfmaður efnalaugarinnar lagði hönd sína á mína, horfði í tárvot augu mín og sagði: „Við munum gera okkar besta til að bjarga honum, hafðu ekki áhyggjur.“ Og í smástund leið okkur báðum eins og hann væri skurðlæknir sem bjarga myndi jólunum. Desember er sannarlega dramatískur tími.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun