Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 09:00 Sepp Blatter og Michel Platini. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og var endurkjörinn í maí en var búinn að tilkynna það að hann muni hætta í febrúar á næsta ári. Það benti allt til þess að hinn sextugi Michel Platini yrði framtíðarleiðtogi fótboltans og hafði sjálfur stefnt á það að taka við forsetastólnum af Blatter. Platini var þrisvar sinnum valinn besti knattspyrnumaður Evrópu á sínum tíma og var fyrirliði Evrópumeistaraliðs Frakka frá 1984. Hann hefur verið forseti UEFA frá árinu 2007. Þeir félagar eru dæmdir fyrir það að Blatter greiddi Platini 1,3 milljón punda eingreiðslu árið 2011 rétt áður en Blatter var endurkjörinn sem forseti FIFA í þriðja sinn. Báðir héldu því fram að Blatter hafi þarna verið að efna samkomulag þeirra félaganna frá 1998 og greiða fyrir vinnu Michel Platini frá 1998 til 2002 þegar Frakkinn starfaði sem tæknilegur ráðgjafi Sepp Blatter. Samningurinn var hvergi til skriflegur en Blatter og Platini nefndu báðir munnlegt samkomulag þeirra í milli. Slíkur samningur er tekinn gildur í Sviss en siðanefndin tók þessa málsvörn Blatter og Platini ekki gilda. Blatter og Platini eru meðal annars dæmdir fyrir hagsmunarárekstur, falskt bókhald og ósamvinnuþýði á meðan rannsókninni stóð. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM. 7. desember 2015 10:15 Risatap á rekstri FIFA Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum. 3. desember 2015 09:15 Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA Svo gæti farið að Michel Platini verði dæmdur í lífstíðarbann á föstudaginn. 16. desember 2015 16:45 Blatter neitaði sök Sepp Blatter varðist ásökunum um spillingu fyrir siðanefnd FIFA í gær. 18. desember 2015 11:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og var endurkjörinn í maí en var búinn að tilkynna það að hann muni hætta í febrúar á næsta ári. Það benti allt til þess að hinn sextugi Michel Platini yrði framtíðarleiðtogi fótboltans og hafði sjálfur stefnt á það að taka við forsetastólnum af Blatter. Platini var þrisvar sinnum valinn besti knattspyrnumaður Evrópu á sínum tíma og var fyrirliði Evrópumeistaraliðs Frakka frá 1984. Hann hefur verið forseti UEFA frá árinu 2007. Þeir félagar eru dæmdir fyrir það að Blatter greiddi Platini 1,3 milljón punda eingreiðslu árið 2011 rétt áður en Blatter var endurkjörinn sem forseti FIFA í þriðja sinn. Báðir héldu því fram að Blatter hafi þarna verið að efna samkomulag þeirra félaganna frá 1998 og greiða fyrir vinnu Michel Platini frá 1998 til 2002 þegar Frakkinn starfaði sem tæknilegur ráðgjafi Sepp Blatter. Samningurinn var hvergi til skriflegur en Blatter og Platini nefndu báðir munnlegt samkomulag þeirra í milli. Slíkur samningur er tekinn gildur í Sviss en siðanefndin tók þessa málsvörn Blatter og Platini ekki gilda. Blatter og Platini eru meðal annars dæmdir fyrir hagsmunarárekstur, falskt bókhald og ósamvinnuþýði á meðan rannsókninni stóð.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM. 7. desember 2015 10:15 Risatap á rekstri FIFA Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum. 3. desember 2015 09:15 Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA Svo gæti farið að Michel Platini verði dæmdur í lífstíðarbann á föstudaginn. 16. desember 2015 16:45 Blatter neitaði sök Sepp Blatter varðist ásökunum um spillingu fyrir siðanefnd FIFA í gær. 18. desember 2015 11:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM. 7. desember 2015 10:15
Risatap á rekstri FIFA Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum. 3. desember 2015 09:15
Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA Svo gæti farið að Michel Platini verði dæmdur í lífstíðarbann á föstudaginn. 16. desember 2015 16:45
Blatter neitaði sök Sepp Blatter varðist ásökunum um spillingu fyrir siðanefnd FIFA í gær. 18. desember 2015 11:00