Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 09:00 Sepp Blatter og Michel Platini. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og var endurkjörinn í maí en var búinn að tilkynna það að hann muni hætta í febrúar á næsta ári. Það benti allt til þess að hinn sextugi Michel Platini yrði framtíðarleiðtogi fótboltans og hafði sjálfur stefnt á það að taka við forsetastólnum af Blatter. Platini var þrisvar sinnum valinn besti knattspyrnumaður Evrópu á sínum tíma og var fyrirliði Evrópumeistaraliðs Frakka frá 1984. Hann hefur verið forseti UEFA frá árinu 2007. Þeir félagar eru dæmdir fyrir það að Blatter greiddi Platini 1,3 milljón punda eingreiðslu árið 2011 rétt áður en Blatter var endurkjörinn sem forseti FIFA í þriðja sinn. Báðir héldu því fram að Blatter hafi þarna verið að efna samkomulag þeirra félaganna frá 1998 og greiða fyrir vinnu Michel Platini frá 1998 til 2002 þegar Frakkinn starfaði sem tæknilegur ráðgjafi Sepp Blatter. Samningurinn var hvergi til skriflegur en Blatter og Platini nefndu báðir munnlegt samkomulag þeirra í milli. Slíkur samningur er tekinn gildur í Sviss en siðanefndin tók þessa málsvörn Blatter og Platini ekki gilda. Blatter og Platini eru meðal annars dæmdir fyrir hagsmunarárekstur, falskt bókhald og ósamvinnuþýði á meðan rannsókninni stóð. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM. 7. desember 2015 10:15 Risatap á rekstri FIFA Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum. 3. desember 2015 09:15 Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA Svo gæti farið að Michel Platini verði dæmdur í lífstíðarbann á föstudaginn. 16. desember 2015 16:45 Blatter neitaði sök Sepp Blatter varðist ásökunum um spillingu fyrir siðanefnd FIFA í gær. 18. desember 2015 11:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og var endurkjörinn í maí en var búinn að tilkynna það að hann muni hætta í febrúar á næsta ári. Það benti allt til þess að hinn sextugi Michel Platini yrði framtíðarleiðtogi fótboltans og hafði sjálfur stefnt á það að taka við forsetastólnum af Blatter. Platini var þrisvar sinnum valinn besti knattspyrnumaður Evrópu á sínum tíma og var fyrirliði Evrópumeistaraliðs Frakka frá 1984. Hann hefur verið forseti UEFA frá árinu 2007. Þeir félagar eru dæmdir fyrir það að Blatter greiddi Platini 1,3 milljón punda eingreiðslu árið 2011 rétt áður en Blatter var endurkjörinn sem forseti FIFA í þriðja sinn. Báðir héldu því fram að Blatter hafi þarna verið að efna samkomulag þeirra félaganna frá 1998 og greiða fyrir vinnu Michel Platini frá 1998 til 2002 þegar Frakkinn starfaði sem tæknilegur ráðgjafi Sepp Blatter. Samningurinn var hvergi til skriflegur en Blatter og Platini nefndu báðir munnlegt samkomulag þeirra í milli. Slíkur samningur er tekinn gildur í Sviss en siðanefndin tók þessa málsvörn Blatter og Platini ekki gilda. Blatter og Platini eru meðal annars dæmdir fyrir hagsmunarárekstur, falskt bókhald og ósamvinnuþýði á meðan rannsókninni stóð.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM. 7. desember 2015 10:15 Risatap á rekstri FIFA Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum. 3. desember 2015 09:15 Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA Svo gæti farið að Michel Platini verði dæmdur í lífstíðarbann á föstudaginn. 16. desember 2015 16:45 Blatter neitaði sök Sepp Blatter varðist ásökunum um spillingu fyrir siðanefnd FIFA í gær. 18. desember 2015 11:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Sjá meira
FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM. 7. desember 2015 10:15
Risatap á rekstri FIFA Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum. 3. desember 2015 09:15
Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA Svo gæti farið að Michel Platini verði dæmdur í lífstíðarbann á föstudaginn. 16. desember 2015 16:45
Blatter neitaði sök Sepp Blatter varðist ásökunum um spillingu fyrir siðanefnd FIFA í gær. 18. desember 2015 11:00