529 hestafla Vauxhall pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 10:22 Vauxhall Maloo LSA. Autoblog Í Bretlandi má fá þennan Vauxhall Maloo LSA pallbíll með 529 hestafla vél og er hann eðlilega öflugasti pallbíll sem kaupa má þar í landi. Þessi bíll er upprunninn hjá Holden í Ástralíu, en Holden er undirmerki General Motors þar í landi, en Vauxhall og Opel tilheyra einnig General Motors. Vélin í bílnum er 6,2 lítra V8 með keflablásara og með henni er bíllinn 4,6 sekúndur í hundraðið. Hann getur tekið 540 kíló á pallinn og þá er hann kannski ekki eins fljótur upp og hætt er við því að farmurinn hyrfi af bílnum ef allt afl bílsins yrði virkjað. Vauxhall bauð áður þennan bíl með 425 hestafla V8 vél, en mun með tilkomu þeirrar 6,2 lítra hætta framleiðslu hans. Allt þetta afl er ekki ókeypis því bíllinn kostar 54.500 pund í Bretlandi, eða 10,6 milljónir króna. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent
Í Bretlandi má fá þennan Vauxhall Maloo LSA pallbíll með 529 hestafla vél og er hann eðlilega öflugasti pallbíll sem kaupa má þar í landi. Þessi bíll er upprunninn hjá Holden í Ástralíu, en Holden er undirmerki General Motors þar í landi, en Vauxhall og Opel tilheyra einnig General Motors. Vélin í bílnum er 6,2 lítra V8 með keflablásara og með henni er bíllinn 4,6 sekúndur í hundraðið. Hann getur tekið 540 kíló á pallinn og þá er hann kannski ekki eins fljótur upp og hætt er við því að farmurinn hyrfi af bílnum ef allt afl bílsins yrði virkjað. Vauxhall bauð áður þennan bíl með 425 hestafla V8 vél, en mun með tilkomu þeirrar 6,2 lítra hætta framleiðslu hans. Allt þetta afl er ekki ókeypis því bíllinn kostar 54.500 pund í Bretlandi, eða 10,6 milljónir króna.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent