Ekki miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2015 14:24 "Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið,“ segir Birta Líf. Vísir/Veðurlíf Ekki eru miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag líkt og fyrstu spár gáfu til kynna. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur fjallar um þetta á bloggsíðu sinni Veðurlíf í dag þar sem hún segir stefna í talsvert frost á jóladag en segir þó litlar líkur á 23 stiga frosti. „Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið og eru veðurfræðingar sífellt að reyna að leiðrétta þetta. Ástæðan fyrir þessum spám um fimbulkulda á Reykjanesi er villa í líkaninu sem hefur reynst erfitt að leiðrétta. Líkanið gerir ráð fyrir meiri útgeislun en eðlilegt getur talist, en það ruglast þegar spáð er hægum vindi og snjó á jörðu, líkt og á jóladag. Þetta á eingöngu við um spár sem eru lengra en ca. 3 daga fram í tímann,“ segir Birta. Hún biður þó fólk um að efast ekki um að það verði kalt á landinu. Líkur eru á að frostið verði um 25 stig á hálendinu og Mývatni, jafnvel 20 stig í uppsveitum Sunnanlands og í Borgarfirði og innsveitir norðantil gætu séð yfir 20 stiga frost.Á jóladag stefnir í talsvert frost á öllu landinu, en þó er MJÖG ótrúverðugt að það verði 23 stiga frost í Reykjavík. Þ...Posted by Veðurlíf on Monday, December 21, 2015Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag (Þorláksmessa): Norðan 8-15 m/s, en vestlægari syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Norðaustlæg átt 8-13 m/s og él, en að mestu þurrt á V-landi. Kólnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él við NA-ströndina og einnig syðst á landinu. Talsvert eða mikið frost. Á laugardag (annar í jólum): Suðaustlæg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 12 stig, kaldast N-lands. Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt og úrkomu um allt land. Hlýnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Ekki eru miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag líkt og fyrstu spár gáfu til kynna. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur fjallar um þetta á bloggsíðu sinni Veðurlíf í dag þar sem hún segir stefna í talsvert frost á jóladag en segir þó litlar líkur á 23 stiga frosti. „Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið og eru veðurfræðingar sífellt að reyna að leiðrétta þetta. Ástæðan fyrir þessum spám um fimbulkulda á Reykjanesi er villa í líkaninu sem hefur reynst erfitt að leiðrétta. Líkanið gerir ráð fyrir meiri útgeislun en eðlilegt getur talist, en það ruglast þegar spáð er hægum vindi og snjó á jörðu, líkt og á jóladag. Þetta á eingöngu við um spár sem eru lengra en ca. 3 daga fram í tímann,“ segir Birta. Hún biður þó fólk um að efast ekki um að það verði kalt á landinu. Líkur eru á að frostið verði um 25 stig á hálendinu og Mývatni, jafnvel 20 stig í uppsveitum Sunnanlands og í Borgarfirði og innsveitir norðantil gætu séð yfir 20 stiga frost.Á jóladag stefnir í talsvert frost á öllu landinu, en þó er MJÖG ótrúverðugt að það verði 23 stiga frost í Reykjavík. Þ...Posted by Veðurlíf on Monday, December 21, 2015Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag (Þorláksmessa): Norðan 8-15 m/s, en vestlægari syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Norðaustlæg átt 8-13 m/s og él, en að mestu þurrt á V-landi. Kólnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él við NA-ströndina og einnig syðst á landinu. Talsvert eða mikið frost. Á laugardag (annar í jólum): Suðaustlæg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 12 stig, kaldast N-lands. Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt og úrkomu um allt land. Hlýnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35