Grunur er um tuttugu þolendur mansals hjá lögreglu á árinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Í Kvennaathvarfinu er unnið gott starf, en það hentar alls ekki öllum þolendum mansals. Fréttablaðið/Anton Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint um tuttugu einstaklinga sem þolendur mansals í viðræðum og athugunum þar sem grunur hefur vaknað á liðnu ári. Þar af leituðu tveir einstaklingar sjálfir til lögreglunnar vegna meints vinnumansals. „Núna á þessu ári höfum við á höfuðborgarsvæðinu fengið til okkar tvo einstaklinga sem hafa óskað eftir aðstoð sem þolendur mansals, en svo þegar liðið hefur á rannsóknina þá drógu þeir ósk sína til baka,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að ræða við um tuttugu manns sem við skilgreinum sem þolendur mansals á árinu vegna þess að þeir sýna öll einkenni þess en hafa ekki óskað eftir aðstoð. Slíkt er algengt og í sumum tilfellum gera þolendur sér ekki grein fyrir stöðu sinni.“ Snorri segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af fjölgun mansalsmála. „Hér á landi er það fyrst og fremst aukinn fjöldi ferðamanna og erlendra verkamanna hingað til lands sem vekur áhyggjur. Hælisleitendur eru líka hópur í viðkvæmri stöðu og því þarf að hafa augun opin gagnvart slíku hér á landi.“ Skortur er á úrræðum handa þolendum mansals. Kvennaathvarfið tekur á móti kvenkyns þolendum. Snorri bendir á að það henti ekki í þeim tilvikum sem þolandi þarf ríka vernd. „Kvennaathvarfið er virkilega góður staður og þar vinnur traust fagfólk, en athvarfið hentar ekki alltaf. Í sumum tilfellum þarf að færa einstaklinga út fyrir höfuðborgarsvæðið, það þarf jafnvel að færa þá út fyrir landsteinana. Við þurfum strax föst úrræði fyrir karlkynsþolendur og börn og þurfum að þróa verklag, leiðir og úrræði þegar Kvennaathvarfið hentar ekki. Þá þurfum við gott þverfaglegt náið samstarf við fagaðila í þessum málum og ég hef trú á því að það verði í náinni framtíð.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint um tuttugu einstaklinga sem þolendur mansals í viðræðum og athugunum þar sem grunur hefur vaknað á liðnu ári. Þar af leituðu tveir einstaklingar sjálfir til lögreglunnar vegna meints vinnumansals. „Núna á þessu ári höfum við á höfuðborgarsvæðinu fengið til okkar tvo einstaklinga sem hafa óskað eftir aðstoð sem þolendur mansals, en svo þegar liðið hefur á rannsóknina þá drógu þeir ósk sína til baka,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að ræða við um tuttugu manns sem við skilgreinum sem þolendur mansals á árinu vegna þess að þeir sýna öll einkenni þess en hafa ekki óskað eftir aðstoð. Slíkt er algengt og í sumum tilfellum gera þolendur sér ekki grein fyrir stöðu sinni.“ Snorri segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af fjölgun mansalsmála. „Hér á landi er það fyrst og fremst aukinn fjöldi ferðamanna og erlendra verkamanna hingað til lands sem vekur áhyggjur. Hælisleitendur eru líka hópur í viðkvæmri stöðu og því þarf að hafa augun opin gagnvart slíku hér á landi.“ Skortur er á úrræðum handa þolendum mansals. Kvennaathvarfið tekur á móti kvenkyns þolendum. Snorri bendir á að það henti ekki í þeim tilvikum sem þolandi þarf ríka vernd. „Kvennaathvarfið er virkilega góður staður og þar vinnur traust fagfólk, en athvarfið hentar ekki alltaf. Í sumum tilfellum þarf að færa einstaklinga út fyrir höfuðborgarsvæðið, það þarf jafnvel að færa þá út fyrir landsteinana. Við þurfum strax föst úrræði fyrir karlkynsþolendur og börn og þurfum að þróa verklag, leiðir og úrræði þegar Kvennaathvarfið hentar ekki. Þá þurfum við gott þverfaglegt náið samstarf við fagaðila í þessum málum og ég hef trú á því að það verði í náinni framtíð.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00