Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. desember 2015 13:44 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í afar sterkri stöðu eftir að hafa spilað vel á lokadegi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótið í golfi. Ólafía Þórunn spilaði á fjórum höggum undir pari í dag og var í 24.-26. sæti þegar hún kom í hús. Hún sýndi magnaða spilamennsku í dag og kom í hús á 69 höggum. Hún fékk fjóra fugla og einn skolla en fjórði fuglinn kom á síðustu holunni, sem gæti hafa endanlega tryggt henni sæti á Evrópumótaröðinni. Efstu 30 kylfingarnir vinna sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári en hinir sem komust í gegnum niðurskurðinn í gær fá skertan þátttökurétt. Nokkrir kylfingar hafa enn ekki lokið keppni og þarf því Ólafía Þórunn að bíða eitthvað enn þar til að lokaniðurstaðan á mótinu verður staðfest. Valdís Þór Jónsdóttir var einnig meðal þátttakenda á mótinu en hún hafnaði í 93. sæti og komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær. Ólöf María Jónsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að keppa á Evrópumótaröðinni árið 2005 og nær Ólafía Þórunn að fylgja í fótspor hennar. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í afar sterkri stöðu eftir að hafa spilað vel á lokadegi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótið í golfi. Ólafía Þórunn spilaði á fjórum höggum undir pari í dag og var í 24.-26. sæti þegar hún kom í hús. Hún sýndi magnaða spilamennsku í dag og kom í hús á 69 höggum. Hún fékk fjóra fugla og einn skolla en fjórði fuglinn kom á síðustu holunni, sem gæti hafa endanlega tryggt henni sæti á Evrópumótaröðinni. Efstu 30 kylfingarnir vinna sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári en hinir sem komust í gegnum niðurskurðinn í gær fá skertan þátttökurétt. Nokkrir kylfingar hafa enn ekki lokið keppni og þarf því Ólafía Þórunn að bíða eitthvað enn þar til að lokaniðurstaðan á mótinu verður staðfest. Valdís Þór Jónsdóttir var einnig meðal þátttakenda á mótinu en hún hafnaði í 93. sæti og komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær. Ólöf María Jónsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að keppa á Evrópumótaröðinni árið 2005 og nær Ólafía Þórunn að fylgja í fótspor hennar.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira