Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2015 20:30 Búast má við hrinu eldgosa úr Bárðabungu næsta áratuginn, að mati jarðvísindamanna. Þeir sjá líkindi með goshrinum sem urðu í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld en einnig með Kröflueldum. Það var strax á upphafsdögum Holuhraunselda fyrir sextán mánuðum sem jarðvísindamenn, þeirra á meðal Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, vörpuðu fram þeirri kenningu að þetta væri aðeins byrjunin á langri goshrinu úr eldstöðinni Bárðarbungu. Hún myndi vara í mörg ár, jafnvel áratug. Margt þótti minna á Kröfluelda en Kröflusvæðið á það sammerkt með Bárðarbungu að vera megineldstöð á flekaskilum. Fyrsta Kröflugosið varð í desember 1975, fyrir réttum 40 árum. Sextán mánaða goshlé varð svo þar til jarðeldur braust upp næst í apríl 1977. Þéttust urðu Kröflugosin á árunum 1980 til 1981 þegar aðeins liðu þrír til fjórir mánuðir á milli gosa en Kröflueldum lauk haustið 1984. Þrettán mánuðir liðu að jafnaði á milli Kröflugosanna, sem urðu alls níu talsins á níu árum. Auk þeirra urðu fimmtán kvikuhlaup sem ekki enduðu með gosi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að jarðskjálftar í Bárðarbungu að undanförnu væru talin merki þess að kvika streymdi nú inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson kvaðst klárlega túlka þetta svo að Bárðarbunga væri að búa sig undir nýtt gos, sem hann spáði að gæti orðið á næsta eða þarnæsta ári. Ármann segir að þegar eldstöðvar á flekaskilum fari af stað megi búast við goshrinu sem taki áratug. Hann rifjar upp að slík goshrina hafi orðið í Bárðarbungu fyrir 150 árum og nokkru síðar í Öskju, sem lauk með stórgosi árið 1875. Það varð mikið sprengigos og olli miklum búsifjum á Norðaustur- og Austurlandi og er talið hafa ýtt undir fólksflutninga til Vesturheims. Saga Kröfluelda var rifjuð upp í þættinum "Um land allt" sem sjá má hér á Sjónvarpsvísi. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Búast má við hrinu eldgosa úr Bárðabungu næsta áratuginn, að mati jarðvísindamanna. Þeir sjá líkindi með goshrinum sem urðu í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld en einnig með Kröflueldum. Það var strax á upphafsdögum Holuhraunselda fyrir sextán mánuðum sem jarðvísindamenn, þeirra á meðal Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, vörpuðu fram þeirri kenningu að þetta væri aðeins byrjunin á langri goshrinu úr eldstöðinni Bárðarbungu. Hún myndi vara í mörg ár, jafnvel áratug. Margt þótti minna á Kröfluelda en Kröflusvæðið á það sammerkt með Bárðarbungu að vera megineldstöð á flekaskilum. Fyrsta Kröflugosið varð í desember 1975, fyrir réttum 40 árum. Sextán mánaða goshlé varð svo þar til jarðeldur braust upp næst í apríl 1977. Þéttust urðu Kröflugosin á árunum 1980 til 1981 þegar aðeins liðu þrír til fjórir mánuðir á milli gosa en Kröflueldum lauk haustið 1984. Þrettán mánuðir liðu að jafnaði á milli Kröflugosanna, sem urðu alls níu talsins á níu árum. Auk þeirra urðu fimmtán kvikuhlaup sem ekki enduðu með gosi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að jarðskjálftar í Bárðarbungu að undanförnu væru talin merki þess að kvika streymdi nú inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson kvaðst klárlega túlka þetta svo að Bárðarbunga væri að búa sig undir nýtt gos, sem hann spáði að gæti orðið á næsta eða þarnæsta ári. Ármann segir að þegar eldstöðvar á flekaskilum fari af stað megi búast við goshrinu sem taki áratug. Hann rifjar upp að slík goshrina hafi orðið í Bárðarbungu fyrir 150 árum og nokkru síðar í Öskju, sem lauk með stórgosi árið 1875. Það varð mikið sprengigos og olli miklum búsifjum á Norðaustur- og Austurlandi og er talið hafa ýtt undir fólksflutninga til Vesturheims. Saga Kröfluelda var rifjuð upp í þættinum "Um land allt" sem sjá má hér á Sjónvarpsvísi.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52