Skíðamaður á fullri ferð varð næstum því fyrir dróna | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2015 09:00 Marcel Hirscher. Vísir/Getty Austurríski skíðamaðurinn Marcel Hirscher, sem er fjórfaldur heimsbikarmeistari á skíðum, slapp með skrekkinn í gær þegar hann var að keppa í Heimsbikarnum á skíðum á Ítalíu. Marcel Hirscher var búinn að vera í tíu sekúndum í brautinni þegar myndavéladróni hrapaði rétt fyrir aftan hann. Marcel Hirscher er frábær skíðamaður og hefur unnið heimsbikarinn undanfarin fjögur ár. Hann hélt áfram og kláraði brautina í öðru sæti. Það er ljóst að ef aðeins slakari skíðamaður hefði verið í brautinni þá hefði hann líklega fengið drónann í sig. Marcel Hirscher var ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. "Ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað hafði gerst. Þetta er svívirðilegt. Ég get ekki hugsað mér það sem hefði getað gerst," sagði Marcel Hirscher. Forráðamenn keppninnar þökkuðu líka fyrir að ekki fór verr. Myndavéladróninn átti aldrei að vera yfir brautinni heldur átti hann að taka yfirlitsmyndir. Stjórnandinn virðist hinsvegar hafa freistast til að fara með hann nær og nær sem hafði síðan þessar afleiðingar. Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen vann svigkeppnina en sigur hans féll í skugga atviksins með Marcel Hirscher. Það má nú búast við því að myndavéladrónar verði bannaðir á keppnum sem þessum. Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Marcel Hirscher á twitter sem og myndbönd frá atvikinu. Heavy air traffic in Italy ?? #crazy #drone #crash #luckyme A photo posted by Marcel Hirscher (@marcel__hirscher) on Dec 22, 2015 at 12:42pm PST Íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Austurríski skíðamaðurinn Marcel Hirscher, sem er fjórfaldur heimsbikarmeistari á skíðum, slapp með skrekkinn í gær þegar hann var að keppa í Heimsbikarnum á skíðum á Ítalíu. Marcel Hirscher var búinn að vera í tíu sekúndum í brautinni þegar myndavéladróni hrapaði rétt fyrir aftan hann. Marcel Hirscher er frábær skíðamaður og hefur unnið heimsbikarinn undanfarin fjögur ár. Hann hélt áfram og kláraði brautina í öðru sæti. Það er ljóst að ef aðeins slakari skíðamaður hefði verið í brautinni þá hefði hann líklega fengið drónann í sig. Marcel Hirscher var ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. "Ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað hafði gerst. Þetta er svívirðilegt. Ég get ekki hugsað mér það sem hefði getað gerst," sagði Marcel Hirscher. Forráðamenn keppninnar þökkuðu líka fyrir að ekki fór verr. Myndavéladróninn átti aldrei að vera yfir brautinni heldur átti hann að taka yfirlitsmyndir. Stjórnandinn virðist hinsvegar hafa freistast til að fara með hann nær og nær sem hafði síðan þessar afleiðingar. Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen vann svigkeppnina en sigur hans féll í skugga atviksins með Marcel Hirscher. Það má nú búast við því að myndavéladrónar verði bannaðir á keppnum sem þessum. Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Marcel Hirscher á twitter sem og myndbönd frá atvikinu. Heavy air traffic in Italy ?? #crazy #drone #crash #luckyme A photo posted by Marcel Hirscher (@marcel__hirscher) on Dec 22, 2015 at 12:42pm PST
Íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira