Skíðamaður á fullri ferð varð næstum því fyrir dróna | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2015 09:00 Marcel Hirscher. Vísir/Getty Austurríski skíðamaðurinn Marcel Hirscher, sem er fjórfaldur heimsbikarmeistari á skíðum, slapp með skrekkinn í gær þegar hann var að keppa í Heimsbikarnum á skíðum á Ítalíu. Marcel Hirscher var búinn að vera í tíu sekúndum í brautinni þegar myndavéladróni hrapaði rétt fyrir aftan hann. Marcel Hirscher er frábær skíðamaður og hefur unnið heimsbikarinn undanfarin fjögur ár. Hann hélt áfram og kláraði brautina í öðru sæti. Það er ljóst að ef aðeins slakari skíðamaður hefði verið í brautinni þá hefði hann líklega fengið drónann í sig. Marcel Hirscher var ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. "Ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað hafði gerst. Þetta er svívirðilegt. Ég get ekki hugsað mér það sem hefði getað gerst," sagði Marcel Hirscher. Forráðamenn keppninnar þökkuðu líka fyrir að ekki fór verr. Myndavéladróninn átti aldrei að vera yfir brautinni heldur átti hann að taka yfirlitsmyndir. Stjórnandinn virðist hinsvegar hafa freistast til að fara með hann nær og nær sem hafði síðan þessar afleiðingar. Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen vann svigkeppnina en sigur hans féll í skugga atviksins með Marcel Hirscher. Það má nú búast við því að myndavéladrónar verði bannaðir á keppnum sem þessum. Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Marcel Hirscher á twitter sem og myndbönd frá atvikinu. Heavy air traffic in Italy ?? #crazy #drone #crash #luckyme A photo posted by Marcel Hirscher (@marcel__hirscher) on Dec 22, 2015 at 12:42pm PST Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Austurríski skíðamaðurinn Marcel Hirscher, sem er fjórfaldur heimsbikarmeistari á skíðum, slapp með skrekkinn í gær þegar hann var að keppa í Heimsbikarnum á skíðum á Ítalíu. Marcel Hirscher var búinn að vera í tíu sekúndum í brautinni þegar myndavéladróni hrapaði rétt fyrir aftan hann. Marcel Hirscher er frábær skíðamaður og hefur unnið heimsbikarinn undanfarin fjögur ár. Hann hélt áfram og kláraði brautina í öðru sæti. Það er ljóst að ef aðeins slakari skíðamaður hefði verið í brautinni þá hefði hann líklega fengið drónann í sig. Marcel Hirscher var ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. "Ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað hafði gerst. Þetta er svívirðilegt. Ég get ekki hugsað mér það sem hefði getað gerst," sagði Marcel Hirscher. Forráðamenn keppninnar þökkuðu líka fyrir að ekki fór verr. Myndavéladróninn átti aldrei að vera yfir brautinni heldur átti hann að taka yfirlitsmyndir. Stjórnandinn virðist hinsvegar hafa freistast til að fara með hann nær og nær sem hafði síðan þessar afleiðingar. Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen vann svigkeppnina en sigur hans féll í skugga atviksins með Marcel Hirscher. Það má nú búast við því að myndavéladrónar verði bannaðir á keppnum sem þessum. Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Marcel Hirscher á twitter sem og myndbönd frá atvikinu. Heavy air traffic in Italy ?? #crazy #drone #crash #luckyme A photo posted by Marcel Hirscher (@marcel__hirscher) on Dec 22, 2015 at 12:42pm PST
Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira