Skíðamaður á fullri ferð varð næstum því fyrir dróna | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2015 09:00 Marcel Hirscher. Vísir/Getty Austurríski skíðamaðurinn Marcel Hirscher, sem er fjórfaldur heimsbikarmeistari á skíðum, slapp með skrekkinn í gær þegar hann var að keppa í Heimsbikarnum á skíðum á Ítalíu. Marcel Hirscher var búinn að vera í tíu sekúndum í brautinni þegar myndavéladróni hrapaði rétt fyrir aftan hann. Marcel Hirscher er frábær skíðamaður og hefur unnið heimsbikarinn undanfarin fjögur ár. Hann hélt áfram og kláraði brautina í öðru sæti. Það er ljóst að ef aðeins slakari skíðamaður hefði verið í brautinni þá hefði hann líklega fengið drónann í sig. Marcel Hirscher var ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. "Ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað hafði gerst. Þetta er svívirðilegt. Ég get ekki hugsað mér það sem hefði getað gerst," sagði Marcel Hirscher. Forráðamenn keppninnar þökkuðu líka fyrir að ekki fór verr. Myndavéladróninn átti aldrei að vera yfir brautinni heldur átti hann að taka yfirlitsmyndir. Stjórnandinn virðist hinsvegar hafa freistast til að fara með hann nær og nær sem hafði síðan þessar afleiðingar. Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen vann svigkeppnina en sigur hans féll í skugga atviksins með Marcel Hirscher. Það má nú búast við því að myndavéladrónar verði bannaðir á keppnum sem þessum. Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Marcel Hirscher á twitter sem og myndbönd frá atvikinu. Heavy air traffic in Italy ?? #crazy #drone #crash #luckyme A photo posted by Marcel Hirscher (@marcel__hirscher) on Dec 22, 2015 at 12:42pm PST Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Sjá meira
Austurríski skíðamaðurinn Marcel Hirscher, sem er fjórfaldur heimsbikarmeistari á skíðum, slapp með skrekkinn í gær þegar hann var að keppa í Heimsbikarnum á skíðum á Ítalíu. Marcel Hirscher var búinn að vera í tíu sekúndum í brautinni þegar myndavéladróni hrapaði rétt fyrir aftan hann. Marcel Hirscher er frábær skíðamaður og hefur unnið heimsbikarinn undanfarin fjögur ár. Hann hélt áfram og kláraði brautina í öðru sæti. Það er ljóst að ef aðeins slakari skíðamaður hefði verið í brautinni þá hefði hann líklega fengið drónann í sig. Marcel Hirscher var ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. "Ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað hafði gerst. Þetta er svívirðilegt. Ég get ekki hugsað mér það sem hefði getað gerst," sagði Marcel Hirscher. Forráðamenn keppninnar þökkuðu líka fyrir að ekki fór verr. Myndavéladróninn átti aldrei að vera yfir brautinni heldur átti hann að taka yfirlitsmyndir. Stjórnandinn virðist hinsvegar hafa freistast til að fara með hann nær og nær sem hafði síðan þessar afleiðingar. Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen vann svigkeppnina en sigur hans féll í skugga atviksins með Marcel Hirscher. Það má nú búast við því að myndavéladrónar verði bannaðir á keppnum sem þessum. Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Marcel Hirscher á twitter sem og myndbönd frá atvikinu. Heavy air traffic in Italy ?? #crazy #drone #crash #luckyme A photo posted by Marcel Hirscher (@marcel__hirscher) on Dec 22, 2015 at 12:42pm PST
Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Sjá meira