Tekst LeBron og félögum að stöðva Golden State á heimavelli? Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. desember 2015 18:00 Tekst LeBron og félögum að leggja Golden State í Oracle Arena? Vísir/getty LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers mæta Golden State Warriors í stórleik dagsins í NBA-deildinni í kvöld en þetta verður í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan í úrslitunum í vor. Aðeins sex mánuðir eru síðan leikmenn Golden State voru krýndir NBA-meistarar eftir að hafa sigrað einvígið gegn löskuðu liði Cleveland Cavaliers 4-2. Gengi Golden State í upphafi tímabilsins hefur einfaldlega verið ótrúlegt þrátt fyrir að þjálfari liðsins, Steve Kerr, sé ekki með liðinu en hann er að ná sér eftir að hafa gengist undir aðgerð í sumar vegna bakmeiðsla. Hefur Golden State unnið alla 13 heimaleiki sína á tímabilinu og aðeins tapað einum leik af fyrstu 27 leikjum tímabilsins. Hóf liðið tímabilið á því að vinna fyrstu 24 leikina.Verðmætasti leikmaður deildarinnar.Vísir/gettyÞað er ljóst að verkefnið verður erfitt fyrir leikmenn Cleveland Cavaliers en Golden State hefur unnið 31 leiki í röð á heimavelli í deildarkeppninni. Það skyldi hinsvegar enginn útiloka Cleveland Cavaliers sem endurheimti á dögunum leikstjórnandann Kyrie Irving úr meiðslum. Cleveland hefur byrjað tímabilið af krafti og unnið 19 af fyrstu 26 leikjum tímabilsins og situr í efsta sæti Austurdeildarinnar.Leikurinn hefst klukkan 22:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.Stórstjörnurnar tvær í herbúðum Oklahoma, Westbrook og Durant.Vísir/gettyAlls fara fimm leikir fram í NBA-deildinni í dag en klukkan 19:30 tekur Oklahoma City Thunder á móti Chicago Bulls í Chesapeake Energy Arena og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Oklahoma hefur unnið fjóra leiki í röð og alls unnið 20 leiki af 29 en Kevin Durant hefur leikið mjög vel með liðinu eftir að hafa náð sér af meiðslum í sumar. Leikmenn Chicago Bulls mega hinsvegar ekki við fleiri tapleikjum í baráttunni í Austurdeildinni en Chicago hefur tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins.Leikir kvöldsins: 17:00 New Orleans Pelicans - Miami Heat 19:30 Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls, í beinni á Stöð 2 Sport. 22:00 Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers, í beinni á Stöð 2 Sport. 01:00 San Antonio Spurs - Houston Rockets 03:30 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers mæta Golden State Warriors í stórleik dagsins í NBA-deildinni í kvöld en þetta verður í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan í úrslitunum í vor. Aðeins sex mánuðir eru síðan leikmenn Golden State voru krýndir NBA-meistarar eftir að hafa sigrað einvígið gegn löskuðu liði Cleveland Cavaliers 4-2. Gengi Golden State í upphafi tímabilsins hefur einfaldlega verið ótrúlegt þrátt fyrir að þjálfari liðsins, Steve Kerr, sé ekki með liðinu en hann er að ná sér eftir að hafa gengist undir aðgerð í sumar vegna bakmeiðsla. Hefur Golden State unnið alla 13 heimaleiki sína á tímabilinu og aðeins tapað einum leik af fyrstu 27 leikjum tímabilsins. Hóf liðið tímabilið á því að vinna fyrstu 24 leikina.Verðmætasti leikmaður deildarinnar.Vísir/gettyÞað er ljóst að verkefnið verður erfitt fyrir leikmenn Cleveland Cavaliers en Golden State hefur unnið 31 leiki í röð á heimavelli í deildarkeppninni. Það skyldi hinsvegar enginn útiloka Cleveland Cavaliers sem endurheimti á dögunum leikstjórnandann Kyrie Irving úr meiðslum. Cleveland hefur byrjað tímabilið af krafti og unnið 19 af fyrstu 26 leikjum tímabilsins og situr í efsta sæti Austurdeildarinnar.Leikurinn hefst klukkan 22:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.Stórstjörnurnar tvær í herbúðum Oklahoma, Westbrook og Durant.Vísir/gettyAlls fara fimm leikir fram í NBA-deildinni í dag en klukkan 19:30 tekur Oklahoma City Thunder á móti Chicago Bulls í Chesapeake Energy Arena og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Oklahoma hefur unnið fjóra leiki í röð og alls unnið 20 leiki af 29 en Kevin Durant hefur leikið mjög vel með liðinu eftir að hafa náð sér af meiðslum í sumar. Leikmenn Chicago Bulls mega hinsvegar ekki við fleiri tapleikjum í baráttunni í Austurdeildinni en Chicago hefur tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins.Leikir kvöldsins: 17:00 New Orleans Pelicans - Miami Heat 19:30 Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls, í beinni á Stöð 2 Sport. 22:00 Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers, í beinni á Stöð 2 Sport. 01:00 San Antonio Spurs - Houston Rockets 03:30 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum