Tekið að hvessa á Suðausturlandi - fylgstu með lægðinni Birgir Olgeirsson skrifar 29. desember 2015 21:45 Veðurstofa varar við ofsaveðri og jafnvel fárviðri í nótt. Byrjað er að hvessa á Suðausturlandi býst Veðurstofa Íslands ekki við öðru en að það rætist úr óveðurspá hennar frá því fyrr í dag. Veðurstofan gaf út viðvörun vegna ofsaveðurs eða fárviðris austan til í nótt og í fyrramálið. Er fólk hvatt til að festa lausamuni og eigendur báta hvattir til að tryggja báta sína. Fyrir þá sem ekki vita hvað felst í fárviðri hefur Veðurstofa Íslands gefið þessa skýringu: Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri. Var von á austanstormi í kvöld en suðlægari átt þegar líður á nóttina og gæti vindur náð fárviðri, eða allt að 33 metrum á sekúndu á Austfjörðum. Talsvert hægari norðaustan og síðar norðaustan og síðar norðanátt um landið vestanvert. Úrkoma verður í formi rigningar og á köflum talsverð rigning suðaustan- og austan til. Rigning eða slydda á köflum annars staðar. Í fyrramálið snýst suðvestan 18 til 25 með skúrum og síðar éljum en dregur síðan smám saman úr vindi og kólnar.Vegagerðin boðaði lokanir á eftirtöldum vegum í kvöld vegna óveðurs:Kl. 19.00 frá Freysnesi að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.Kl. 22.00 frá Höfn að Reyðarfirði.Kl. 22.00 Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.Kl. 22.00 Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Ólafsfjarðarmúli verður lokaður frá miðnætti.Sjá textaspá Veðurstofu Íslands hér fyrir neðan: Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða rigningu í kvöld, víða 18-23 m/s upp úr miðnætti, en 23-28 og mikil úrkoma á SA- og A-landi. Sunnan 25-33 A-til á landinu seint í nótt og fyrramálið, hvassast austast. Suðvestan 18-25 þegar kemur fram á morguninn og áfram rigning eða slydda um landið S- og V-vert. Heldur hægari og skúrir eða él seint á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á fimmtudag (gamlársdagur) og föstudag (nýársdagur):Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og él, en hægari og þurrt á N- og NA-landi. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.Á laugardag:Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Kólnandi veður.Á sunnudag:Gengur í austan 8-15 með slyddu eða snjókomu sunnan- og austan til og hlýnar heldur. Annars hægari og úrkomulítið.Á mánudag og þriðjudag:Austlæg átt og úrkomulítið, en dálítil él suðaustan til. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina. Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22 Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23 Ofsaveðri spáð á morgun Fólk hvatt til að festa lausamuni. 29. desember 2015 11:17 Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Byrjað er að hvessa á Suðausturlandi býst Veðurstofa Íslands ekki við öðru en að það rætist úr óveðurspá hennar frá því fyrr í dag. Veðurstofan gaf út viðvörun vegna ofsaveðurs eða fárviðris austan til í nótt og í fyrramálið. Er fólk hvatt til að festa lausamuni og eigendur báta hvattir til að tryggja báta sína. Fyrir þá sem ekki vita hvað felst í fárviðri hefur Veðurstofa Íslands gefið þessa skýringu: Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri. Var von á austanstormi í kvöld en suðlægari átt þegar líður á nóttina og gæti vindur náð fárviðri, eða allt að 33 metrum á sekúndu á Austfjörðum. Talsvert hægari norðaustan og síðar norðaustan og síðar norðanátt um landið vestanvert. Úrkoma verður í formi rigningar og á köflum talsverð rigning suðaustan- og austan til. Rigning eða slydda á köflum annars staðar. Í fyrramálið snýst suðvestan 18 til 25 með skúrum og síðar éljum en dregur síðan smám saman úr vindi og kólnar.Vegagerðin boðaði lokanir á eftirtöldum vegum í kvöld vegna óveðurs:Kl. 19.00 frá Freysnesi að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.Kl. 22.00 frá Höfn að Reyðarfirði.Kl. 22.00 Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.Kl. 22.00 Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Ólafsfjarðarmúli verður lokaður frá miðnætti.Sjá textaspá Veðurstofu Íslands hér fyrir neðan: Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða rigningu í kvöld, víða 18-23 m/s upp úr miðnætti, en 23-28 og mikil úrkoma á SA- og A-landi. Sunnan 25-33 A-til á landinu seint í nótt og fyrramálið, hvassast austast. Suðvestan 18-25 þegar kemur fram á morguninn og áfram rigning eða slydda um landið S- og V-vert. Heldur hægari og skúrir eða él seint á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á fimmtudag (gamlársdagur) og föstudag (nýársdagur):Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og él, en hægari og þurrt á N- og NA-landi. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.Á laugardag:Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Kólnandi veður.Á sunnudag:Gengur í austan 8-15 með slyddu eða snjókomu sunnan- og austan til og hlýnar heldur. Annars hægari og úrkomulítið.Á mánudag og þriðjudag:Austlæg átt og úrkomulítið, en dálítil él suðaustan til. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina.
Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22 Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23 Ofsaveðri spáð á morgun Fólk hvatt til að festa lausamuni. 29. desember 2015 11:17 Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22
Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23
Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04
Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40