Glimmervæddi kærastann á tíu mínútum Guðrún Ansnes skrifar 10. desember 2015 09:30 Útkoman er stórglæsileg. Birna hvetur sem flesta til að skella í glimmerskegg fyrir hátíðarnar. Ég var búin að sjá mynd af karlmanni með bleikt glimmerskegg hér og þar á samfélagsmiðlum og gat bara ekki stillt mig um að prófa,“ segir Birna Jódís Magnúsdóttir förðunarfræðingur sem brá á það ráð að jólavæða kærastann, Þorgrím Tjörva Hallgrímsson, svo um munaði. Birna lét hendur standa fram úr ermum og bjó til sitt eigið efni til glimmergerðarinnar, en hún hefur verið iðin við að prófa sig áfram þegar kemur að snyrtivörum, og sýnt afraksturinn við góðan orðstír á YouTube-rásinni sinni, þar sem hún gengur undir nafninu birnamagg. Hefur glimmerskeggið vakið heilmikla athygli og greinilega þörf á upplyftingu fyrir skeggjaða. Þó svo að útkoman hafi verið stórbrotin er vinnan að baki dýrðinni mun minni en menn gætu ímyndað sér og því á svo gott sem allra færi.Glimmerskegg í vinnslu.„Þetta tók ekki nema kannski 10 mínútur í allt, en ég setti augnskugga undir glimmerið til að „lita“ skeggið,“ bendir Birna á og segir Þorgrím alsælan með með nýja útlitið. „Hann fílaði sig mjög vel með skeggið. Hann hafði orð á því að hann saknaði þess þegar hann vaknaði í morgun. Þetta er án efa eitthvað sem við skellum í aftur, en ég held að við verðum að fá okkur nýja ryksugu fyrst,“ útskýrir hún og skellir upp úr, en samhliða sindrandi skeggi var gólfið undirlagt. Birna segist hafa fengið fjölda fyrirspurna varðandi uppátækið. „Já, fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga og hefur mjög gaman af þessu. Toggi hefur meira að segja fengið nýjar vinabeiðnir á Facebook út á glimmerskeggið. Svo virðist fólk líka vera mjög áhugasamt um hvernig húsið mitt líti út, en ég er auðvitað löngu búin að moppa.“ Skyldi ekki hafa verið bölvað vesen að ná þessu úr skegginu? „Nei, alls ekki, ein góð sturtuferð og smá sjampó,“ svarar Birna að lokum og hvetur aðra skeggvaxna og glimmersinnaða til að láta slag standa. „Þó ekki nema til að eiga bara af sér mynd með glimmerskegg.“ Hér má fylgjast með Birnu glimmerskreyta skegg Togga: Tíska og hönnun Tengdar fréttir Glimmer-skegg næsti man-bun? Nú setjum við fótinn fyrir dyrnar þegar glimmerið er komið í skeggið 27. nóvember 2015 17:30 Skemmtilegar leiðir til að jólaskreyta skeggið - Myndir Það er heldur betur komið í tísku að vera vel skeggjaður og er oft hægt að leika sér með skeggið. 9. desember 2015 11:30 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira
Ég var búin að sjá mynd af karlmanni með bleikt glimmerskegg hér og þar á samfélagsmiðlum og gat bara ekki stillt mig um að prófa,“ segir Birna Jódís Magnúsdóttir förðunarfræðingur sem brá á það ráð að jólavæða kærastann, Þorgrím Tjörva Hallgrímsson, svo um munaði. Birna lét hendur standa fram úr ermum og bjó til sitt eigið efni til glimmergerðarinnar, en hún hefur verið iðin við að prófa sig áfram þegar kemur að snyrtivörum, og sýnt afraksturinn við góðan orðstír á YouTube-rásinni sinni, þar sem hún gengur undir nafninu birnamagg. Hefur glimmerskeggið vakið heilmikla athygli og greinilega þörf á upplyftingu fyrir skeggjaða. Þó svo að útkoman hafi verið stórbrotin er vinnan að baki dýrðinni mun minni en menn gætu ímyndað sér og því á svo gott sem allra færi.Glimmerskegg í vinnslu.„Þetta tók ekki nema kannski 10 mínútur í allt, en ég setti augnskugga undir glimmerið til að „lita“ skeggið,“ bendir Birna á og segir Þorgrím alsælan með með nýja útlitið. „Hann fílaði sig mjög vel með skeggið. Hann hafði orð á því að hann saknaði þess þegar hann vaknaði í morgun. Þetta er án efa eitthvað sem við skellum í aftur, en ég held að við verðum að fá okkur nýja ryksugu fyrst,“ útskýrir hún og skellir upp úr, en samhliða sindrandi skeggi var gólfið undirlagt. Birna segist hafa fengið fjölda fyrirspurna varðandi uppátækið. „Já, fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga og hefur mjög gaman af þessu. Toggi hefur meira að segja fengið nýjar vinabeiðnir á Facebook út á glimmerskeggið. Svo virðist fólk líka vera mjög áhugasamt um hvernig húsið mitt líti út, en ég er auðvitað löngu búin að moppa.“ Skyldi ekki hafa verið bölvað vesen að ná þessu úr skegginu? „Nei, alls ekki, ein góð sturtuferð og smá sjampó,“ svarar Birna að lokum og hvetur aðra skeggvaxna og glimmersinnaða til að láta slag standa. „Þó ekki nema til að eiga bara af sér mynd með glimmerskegg.“ Hér má fylgjast með Birnu glimmerskreyta skegg Togga:
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Glimmer-skegg næsti man-bun? Nú setjum við fótinn fyrir dyrnar þegar glimmerið er komið í skeggið 27. nóvember 2015 17:30 Skemmtilegar leiðir til að jólaskreyta skeggið - Myndir Það er heldur betur komið í tísku að vera vel skeggjaður og er oft hægt að leika sér með skeggið. 9. desember 2015 11:30 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira
Glimmer-skegg næsti man-bun? Nú setjum við fótinn fyrir dyrnar þegar glimmerið er komið í skeggið 27. nóvember 2015 17:30
Skemmtilegar leiðir til að jólaskreyta skeggið - Myndir Það er heldur betur komið í tísku að vera vel skeggjaður og er oft hægt að leika sér með skeggið. 9. desember 2015 11:30