Útlendingastofnun: Gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu minni en í öðrum Evrópuríkjum Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2015 17:32 Alls voru 27 einstaklingar fluttir af landi brott á fimmtudagsmorgun í samstarfi ríkislögreglustjóra og Frontex Landamærastofnun Evrópu. Vísir/GVA Útlendingastofnun telur að gæði heilbrigðisþjónustunnar í Albaníu séu minni, borin saman við heilbrigðisþjónustur í öðrum þróuðum löndum innan Evrópu. Heilbrigðisþjónustan hafi þó tekið miklum framförum á undangengnum árum auk þess sem sérhæfing er að aukast og sé albönskum borgurum tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu og nauðsynlegum lyfjum þar í landi. Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu eftir að albönskum hælisleitendum var vísað úr landi fyrr í vikunni. Alls voru 27 einstaklingar fluttir af landi brott á fimmtudagsmorgun í samstarfi ríkislögreglustjóra og Frontex Landamærastofnun Evrópu. Þar af hafi verið fimm fjölskyldur; þrjár frá Makedóníu og tvær frá Albaníu.Fall kommúnismans hafði áhrif Í samantekt Útlendingastofnunar kemur fram að fall kommúnistans hafi haft mikil áhrif á heilbrigðiskerfið í Albaníu og hafi framfarir í átt til betri vegar tekið langan tíma. „Heilbrigðisþjónustan í landinu er að mestu í höndum hins opinbera og eru allir íbúar landsins skyldugir til að hafa sjúkratryggingu en foreldrar albanskra barna eru ekki krafðir um greiðslu vegna heilbrigðisþjónustu fyrir börn sín. Slík sjúkratrygging veitir aðgang að allri grundvallar heilbrigðisþjónustu ásamt því að lyf eru greidd niður af ríkinu. Gæði heilbrigðisþjónustunnar eru minni sé hún borin saman við heilbrigðisþjónustur í öðrum þróuðum löndum innan Evrópu en þó hefur hún tekið miklum framförum á undangengnum árum auk þess sem sérhæfing er að aukast. Í landinu eru yfir fjörutíu almenningssjúkrahús og fjögur háskólasjúkrahús.“42 sjúkrahúsapótek Stofnunin segir að lyfjasala og framleiðsla á lyfjum í Albaníu fari að mestu fram fyrir tilstilli einkaaðila og séu 42 sjúkrahúsapótek eru rekin í landinu. Sjúkrahúsapótekin veiti opinbera þjónustu en þjónustan í heild sinni, hjá hinu opinbera sem og hjá einkaaðilum, stefni að góðu almennu aðgengi borgara að öruggum lyfjum sem standast ríkustu kröfur án þess að verð sé óeðlilega hátt. „Þrátt fyrir að þjónustan fari að mestu leyti fram fyrir tilstilli einkaaðila viðhefur heilbrigðis- og lyfjaráðuneyti Albaníu strangt eftirlit með þjónustunni. Eins og að framan greinir eru allir borgarar Albaníu skyldugir til að hafa sjúkratryggingu en slík trygging greiðir t.a.m. 50-100% af verði lyfja þess tryggða. Auk þess hafa borgarar landsins möguleika á að kaupa viðbótartryggingu sem t.d. greiðir hluta sjúklings af lyfjakostnaði auk þess að greiddar eru nauðsynlegar ferðir þess tryggða til annarra landa sé honum það nauðsynlegt vegna sjúkdóms síns. Líkt og að framan greinir er öllum albönskum borgurum tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu og nauðsynlegum lyfjum þar í landi. Undanfarin tvö ár hefur albanska ríkið í samvinnu við alþjóðlega endurreisnar- og þróunarbankann (e. World Bank) unnið að endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins í Albaníu og hefur alþjóðlegi endurreisnar- og þróunarbankinn lagt til 32,1 milljón evra til verkefnisins til móts við þær 4 milljónir evra sem albanska ríkið leggur til. Ætlunin með hinu aukna fjármagni er að draga úr greiðslum af hendi albanskra borgara fyrir heilbrigðisþjónustu og mun hin skyldubundna sjúkratrygging greiða í það minnsta 65% af hlut sjúklings að lokinni endurskipulagningu auk þess sem lyfjakostnaður mun í heild sinni lækka.“ Að lokum vísar Útlendingastofnun í að í Albaníu séu starftækt góðgerðasamtök sem sérhæfi sig í aðstoð til handa albönskum börnum sem vegna einhverra ástæðna geta ekki sótt aðstoð til yfirvalda vegna veikinda sinna. „Í yfirlýstum markmiðum sínum segir m.a. að stofnunin aðstoði fjölskyldur veikra barna í Albaníu fjárhagslega til að nálgast nauðsynleg lyf og greiði jafnvel nauðsynlegan ferðakostnað fjölskyldumeðlima til útlanda svo viðkomandi barn geti átt kost á viðunandi heilbrigðisaðstoð utan Albaníu.“ Flóttamenn Tengdar fréttir „Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21 Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Komið verði á fót embætti umboðsmanns flóttamanna Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. 11. desember 2015 11:40 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Útlendingastofnun telur að gæði heilbrigðisþjónustunnar í Albaníu séu minni, borin saman við heilbrigðisþjónustur í öðrum þróuðum löndum innan Evrópu. Heilbrigðisþjónustan hafi þó tekið miklum framförum á undangengnum árum auk þess sem sérhæfing er að aukast og sé albönskum borgurum tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu og nauðsynlegum lyfjum þar í landi. Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu eftir að albönskum hælisleitendum var vísað úr landi fyrr í vikunni. Alls voru 27 einstaklingar fluttir af landi brott á fimmtudagsmorgun í samstarfi ríkislögreglustjóra og Frontex Landamærastofnun Evrópu. Þar af hafi verið fimm fjölskyldur; þrjár frá Makedóníu og tvær frá Albaníu.Fall kommúnismans hafði áhrif Í samantekt Útlendingastofnunar kemur fram að fall kommúnistans hafi haft mikil áhrif á heilbrigðiskerfið í Albaníu og hafi framfarir í átt til betri vegar tekið langan tíma. „Heilbrigðisþjónustan í landinu er að mestu í höndum hins opinbera og eru allir íbúar landsins skyldugir til að hafa sjúkratryggingu en foreldrar albanskra barna eru ekki krafðir um greiðslu vegna heilbrigðisþjónustu fyrir börn sín. Slík sjúkratrygging veitir aðgang að allri grundvallar heilbrigðisþjónustu ásamt því að lyf eru greidd niður af ríkinu. Gæði heilbrigðisþjónustunnar eru minni sé hún borin saman við heilbrigðisþjónustur í öðrum þróuðum löndum innan Evrópu en þó hefur hún tekið miklum framförum á undangengnum árum auk þess sem sérhæfing er að aukast. Í landinu eru yfir fjörutíu almenningssjúkrahús og fjögur háskólasjúkrahús.“42 sjúkrahúsapótek Stofnunin segir að lyfjasala og framleiðsla á lyfjum í Albaníu fari að mestu fram fyrir tilstilli einkaaðila og séu 42 sjúkrahúsapótek eru rekin í landinu. Sjúkrahúsapótekin veiti opinbera þjónustu en þjónustan í heild sinni, hjá hinu opinbera sem og hjá einkaaðilum, stefni að góðu almennu aðgengi borgara að öruggum lyfjum sem standast ríkustu kröfur án þess að verð sé óeðlilega hátt. „Þrátt fyrir að þjónustan fari að mestu leyti fram fyrir tilstilli einkaaðila viðhefur heilbrigðis- og lyfjaráðuneyti Albaníu strangt eftirlit með þjónustunni. Eins og að framan greinir eru allir borgarar Albaníu skyldugir til að hafa sjúkratryggingu en slík trygging greiðir t.a.m. 50-100% af verði lyfja þess tryggða. Auk þess hafa borgarar landsins möguleika á að kaupa viðbótartryggingu sem t.d. greiðir hluta sjúklings af lyfjakostnaði auk þess að greiddar eru nauðsynlegar ferðir þess tryggða til annarra landa sé honum það nauðsynlegt vegna sjúkdóms síns. Líkt og að framan greinir er öllum albönskum borgurum tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu og nauðsynlegum lyfjum þar í landi. Undanfarin tvö ár hefur albanska ríkið í samvinnu við alþjóðlega endurreisnar- og þróunarbankann (e. World Bank) unnið að endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins í Albaníu og hefur alþjóðlegi endurreisnar- og þróunarbankinn lagt til 32,1 milljón evra til verkefnisins til móts við þær 4 milljónir evra sem albanska ríkið leggur til. Ætlunin með hinu aukna fjármagni er að draga úr greiðslum af hendi albanskra borgara fyrir heilbrigðisþjónustu og mun hin skyldubundna sjúkratrygging greiða í það minnsta 65% af hlut sjúklings að lokinni endurskipulagningu auk þess sem lyfjakostnaður mun í heild sinni lækka.“ Að lokum vísar Útlendingastofnun í að í Albaníu séu starftækt góðgerðasamtök sem sérhæfi sig í aðstoð til handa albönskum börnum sem vegna einhverra ástæðna geta ekki sótt aðstoð til yfirvalda vegna veikinda sinna. „Í yfirlýstum markmiðum sínum segir m.a. að stofnunin aðstoði fjölskyldur veikra barna í Albaníu fjárhagslega til að nálgast nauðsynleg lyf og greiði jafnvel nauðsynlegan ferðakostnað fjölskyldumeðlima til útlanda svo viðkomandi barn geti átt kost á viðunandi heilbrigðisaðstoð utan Albaníu.“
Flóttamenn Tengdar fréttir „Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21 Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Komið verði á fót embætti umboðsmanns flóttamanna Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. 11. desember 2015 11:40 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
„Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21
Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00
Komið verði á fót embætti umboðsmanns flóttamanna Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. 11. desember 2015 11:40