Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. desember 2015 19:13 Fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, var vísað á brott í vikunni. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að nefndin muni skoða hvort tvær albanskar fjölskyldur hafi fengið rangar upplýsingar, sem leitt hafi til þess að þær hafi dregið kærur sína til baka áður en úrskurðarnefndin fjallaði um þær. Í viðtali í fréttum RÚV í kvöld sagði annar fjölskyldufaðirinn að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. Þúsundir hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu ÚtlendingastofnunarKomið hefur fram að fjölskyldunum var synjað um hæli. Þær kærðu synjunina til úrskurðarnefndar en drógu kæruna til baka áður en úrskurður gekk. Í fréttum RÚV í kvöld sagði faðir Kevi að lögmaður fjölskyldunnar hefði ráðlagt þeim að draga kæruna til baka því litlar líkur væru á að niðurstaðan yrði jákvæð.Viljum að fólk noti úrskurðarnefndinaUnnur Brá segir ráðherra ekki hafa vald til að blanda sér i málið eftir að lögum var breytt. Allsherjarnefnd Alþingis beri ábyrgð á því að hafa komið lagabreytingu varðandi sjálfstæði úrskurðarnefndarinnar í gegnum þingið. „Við þurfum að fara í gegnum það hvort það er eitthvað í kerfinu sem gerir það að verkum að fólk lætur ekki reyna á réttindi sín,” segir hún.Sjá einnig: Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnaHún bendir á að þingið hafi ekki verið að búa til sjálfstæða úrskurðarnefnd nema til þess að fólk gæti notað hana og látið reyna á réttindi sín. Það sé nauðsynlegt að fá málin inn á borð nefndarinnar svo hún getii túlkað löggjöfina enn dýpra og látið reyna á til dæmis mannúðarástæður. Hún segist ætla að ræða við forseta þingsins strax á mánudag, varðandi fundartíma en einungis eru fáeinir dagar til stefnu eigi að ná að koma málinu að fyrir jól. En hafi mistök verið gerð í kerfinu eða gefnar rangar upplýsingar, kemur til greina að hennar mati að fara fram á stofnunin láti sækja fjölskyldurnar til Albaníu? „Það er erfitt fyrir mig að segja hvort það hafi verið gerð mistök, án þess að ég hafi nein gögn í málinu. Við skulum bara sjá hvað setur og sjá hvað við getum gert,” segir Unnur Brá Konráðsdóttir.Mann langar að fara að grenja. Faðir Kevis upplýsir í viðtali á Ríkisútvarpinu að það hafi verið svokallaður lögmaður þ...Posted by Illugi Jökulsson on 13. desember 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að nefndin muni skoða hvort tvær albanskar fjölskyldur hafi fengið rangar upplýsingar, sem leitt hafi til þess að þær hafi dregið kærur sína til baka áður en úrskurðarnefndin fjallaði um þær. Í viðtali í fréttum RÚV í kvöld sagði annar fjölskyldufaðirinn að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. Þúsundir hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu ÚtlendingastofnunarKomið hefur fram að fjölskyldunum var synjað um hæli. Þær kærðu synjunina til úrskurðarnefndar en drógu kæruna til baka áður en úrskurður gekk. Í fréttum RÚV í kvöld sagði faðir Kevi að lögmaður fjölskyldunnar hefði ráðlagt þeim að draga kæruna til baka því litlar líkur væru á að niðurstaðan yrði jákvæð.Viljum að fólk noti úrskurðarnefndinaUnnur Brá segir ráðherra ekki hafa vald til að blanda sér i málið eftir að lögum var breytt. Allsherjarnefnd Alþingis beri ábyrgð á því að hafa komið lagabreytingu varðandi sjálfstæði úrskurðarnefndarinnar í gegnum þingið. „Við þurfum að fara í gegnum það hvort það er eitthvað í kerfinu sem gerir það að verkum að fólk lætur ekki reyna á réttindi sín,” segir hún.Sjá einnig: Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnaHún bendir á að þingið hafi ekki verið að búa til sjálfstæða úrskurðarnefnd nema til þess að fólk gæti notað hana og látið reyna á réttindi sín. Það sé nauðsynlegt að fá málin inn á borð nefndarinnar svo hún getii túlkað löggjöfina enn dýpra og látið reyna á til dæmis mannúðarástæður. Hún segist ætla að ræða við forseta þingsins strax á mánudag, varðandi fundartíma en einungis eru fáeinir dagar til stefnu eigi að ná að koma málinu að fyrir jól. En hafi mistök verið gerð í kerfinu eða gefnar rangar upplýsingar, kemur til greina að hennar mati að fara fram á stofnunin láti sækja fjölskyldurnar til Albaníu? „Það er erfitt fyrir mig að segja hvort það hafi verið gerð mistök, án þess að ég hafi nein gögn í málinu. Við skulum bara sjá hvað setur og sjá hvað við getum gert,” segir Unnur Brá Konráðsdóttir.Mann langar að fara að grenja. Faðir Kevis upplýsir í viðtali á Ríkisútvarpinu að það hafi verið svokallaður lögmaður þ...Posted by Illugi Jökulsson on 13. desember 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00