Allir út að ýta Haukur Viðar Alfreðssonar skrifar 14. desember 2015 10:00 Um daginn snjóaði mikið. Það var eins og Vatnajökull hefði farið á djammið, ákveðið að labba heim en drepist svo áfengisdauða á miðri leið, ofan á öllu höfuðborgarsvæðinu. Og viti menn, á einu augabragði varð algjör sundrung að fullkominni samstöðu. Við sem reynum yfirleitt að forðast augnsamband við nágranna okkar heilsuðum þeim hátt og snjallt. „Þetta er bara eins og fyrir norðan,“ göluðu grobbnir menn og ýttu bílum annarra úr djúpum fellingum hins áfengisdauða. „Þetta er bara eins og á Hoth,“ muldruðu aðeins lúðalegri menn og flissuðu með sjálfum sér. Það er eins og svona yfirgengilegt magn af snjó dragi fram það besta í okkur. Öll jafn pikkföst, bankastjórar jafnt sem bakarar, ýtandi, mokandi, spjallandi, blaut í fæturna, allt of sein í vinnuna og alveg sama. Enginn nær að aka á meira en 30 kílómetra hraða og sumir skilja bílinn jafnvel eftir heima. Ég sá meira að segja Björn Bjarnason í strætó ¬ mann sem mig grunaði ekki að ferðaðist öðruvísi um en í hestvagni úr fílabeini og mannshúð. Og hann virtist bara kátur. Á internetinu var hlé gert á gamla, þreytta þrasinu til að dást að snjóþunganum og skiptast á hetjusögum morgunsins. Harðsvíruðustu barnahatarar lækuðu myndir af horugum og hamingjusömum andlitum að leika sér í snjónum. Í dágóða stund velti ég því fyrir mér hvort við yrðum smám saman betra fólk ef snjórinn yrði alltaf svona, allan veturinn. Hvort við yrðum opnari, hjálpsamari og hamingjusamari manneskjur. Hvort við myndum hætta að eyða tíma og púðri í þras og stress og fara að líta svo á að við værum öll í sama liðinu. En þá mundi ég eftir því að það býr ekkert betra fólk á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun
Um daginn snjóaði mikið. Það var eins og Vatnajökull hefði farið á djammið, ákveðið að labba heim en drepist svo áfengisdauða á miðri leið, ofan á öllu höfuðborgarsvæðinu. Og viti menn, á einu augabragði varð algjör sundrung að fullkominni samstöðu. Við sem reynum yfirleitt að forðast augnsamband við nágranna okkar heilsuðum þeim hátt og snjallt. „Þetta er bara eins og fyrir norðan,“ göluðu grobbnir menn og ýttu bílum annarra úr djúpum fellingum hins áfengisdauða. „Þetta er bara eins og á Hoth,“ muldruðu aðeins lúðalegri menn og flissuðu með sjálfum sér. Það er eins og svona yfirgengilegt magn af snjó dragi fram það besta í okkur. Öll jafn pikkföst, bankastjórar jafnt sem bakarar, ýtandi, mokandi, spjallandi, blaut í fæturna, allt of sein í vinnuna og alveg sama. Enginn nær að aka á meira en 30 kílómetra hraða og sumir skilja bílinn jafnvel eftir heima. Ég sá meira að segja Björn Bjarnason í strætó ¬ mann sem mig grunaði ekki að ferðaðist öðruvísi um en í hestvagni úr fílabeini og mannshúð. Og hann virtist bara kátur. Á internetinu var hlé gert á gamla, þreytta þrasinu til að dást að snjóþunganum og skiptast á hetjusögum morgunsins. Harðsvíruðustu barnahatarar lækuðu myndir af horugum og hamingjusömum andlitum að leika sér í snjónum. Í dágóða stund velti ég því fyrir mér hvort við yrðum smám saman betra fólk ef snjórinn yrði alltaf svona, allan veturinn. Hvort við yrðum opnari, hjálpsamari og hamingjusamari manneskjur. Hvort við myndum hætta að eyða tíma og púðri í þras og stress og fara að líta svo á að við værum öll í sama liðinu. En þá mundi ég eftir því að það býr ekkert betra fólk á Akureyri.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun