Innlent

Aðstoða ungmenni í hestamennsku

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Félagið Sprettur mun bjóða ungu hestafólki upp á aðstöðu í félagshesthúsi sínu á niðurgreiddu verði.
Félagið Sprettur mun bjóða ungu hestafólki upp á aðstöðu í félagshesthúsi sínu á niðurgreiddu verði. MYND/HRAFNHILDUR HELGA
Hestamannafélagið Sprettur í Kópavogi og Garðabæ mun eftir áramót byrja að bjóða ungu hestafólki upp á aðstöðu í félagshesthúsi Spretts á niðurgreiddu verði í því skyni að styðja við þá sem ekki hafa bakland til að hefja hestamennsku, en eiga sinn eigin hest. Í hesthúsi félagsins í vetur verða þannig pláss í boði fyrir ungmenni á aldrinum tólf til tuttugu ára á verulega niðurgreiddu verði.

„Það er ungt fólk sem hefur ekki aðstöðu né aðstoð til að stunda sína hestamennsku og við viljum hjálpa því. Það er ekki ódýrt að vera í hestamennsku og viljum við leggja þeim krökkum lið sem þurfa á því að halda,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Spretts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×