Illugi var búinn að lofa Magnúsi Geir óbreyttu útvarpsgjaldi Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2015 12:49 Sigmundur og Bjarni voru búnir að lofa Illuga stuðningi við óbreytt útvarpsgjald, en nú hins vegar bregður svo við að frumvarpið situr fast í ríkisstjórninni. visir/stefán Ólína Kerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í ræðustól þingsins, hvar málefni RUV ohf. voru til umræðu, í andsvari við Össur Skarphéðinsson, að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi komið þeim skilaboðum til stjórnar Ríkisútvarpsins í apríl að horfið yrði frá því að lækka útvarpsgjaldið í tveimur áföngum; þau yrðu óbreytt. Og nyti Illugi stuðnings bæði forsætis- og fjármálaráðherra í þeim efnum. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hefur talað um þetta sem eina frumforsendu þess að hægt sé að reka stofnunina; að gjaldið verði óbreytt. Nú virðist sem hann hafi ávallt staðið í þeirri meiningu að svo yrði og talað í fullvissu þess. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf., staðfestir þetta í samtali við Vísi.Þó umræðan hafi gengið út frá því að útvarpsgjald yrði lækkað hafði Magnús Geir sjónvarpsstjóri verið fullvissaður um það af Illuga að til þess myndi ekki koma.visir/gva„Já, þetta er sannarlega rétt hjá Ólínu. Á stjórnarfundi í apríl upplýsti þáverandi formaður, Ingvi Hrafn Óskarsson, að hann hefði talað við menntamálaráðherra sem tjáði honum að hann ætlaði að flytja þetta umrædda frumvarp og þá í þessa veru. Og, að hann nyti stuðnings forsætisráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Mörður. Og bætir því við að það hafi komið stjórninni ánægjulega á óvart að Bjarni og Sigmundur Davíðs styddu málið. „Hún hefur síðan staðið í þeirri trú að þar með væri björninn unninn og fjármögnun tryggð að þessu leyti.“ Flestir höfðu búist við því að frumvarpið yrði lagt fram miklu fyrr en málið situr fast í ríkisstjórninni sem þýðir þá það að verulegur ágreiningur er um það innan stjórnarflokkanna. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson höfðu ætlað sér að styðja Illuga í þessum efnum. Þeir tveir ættu að hafa til þess styrk að keyra málið í gegnum flokkana og þingið, en nú hefur komið bakslag í það samkomulag, en málið er umdeilt innan þingflokka Sjálfstæðisflokksins og þá ekki síður innan Framsóknarflokksins þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar hefur gagnrýnt RUV ohf. harðlega um leið og hún talar fyrir aðhaldi í ríkisrekstri. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Ólína Kerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í ræðustól þingsins, hvar málefni RUV ohf. voru til umræðu, í andsvari við Össur Skarphéðinsson, að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi komið þeim skilaboðum til stjórnar Ríkisútvarpsins í apríl að horfið yrði frá því að lækka útvarpsgjaldið í tveimur áföngum; þau yrðu óbreytt. Og nyti Illugi stuðnings bæði forsætis- og fjármálaráðherra í þeim efnum. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hefur talað um þetta sem eina frumforsendu þess að hægt sé að reka stofnunina; að gjaldið verði óbreytt. Nú virðist sem hann hafi ávallt staðið í þeirri meiningu að svo yrði og talað í fullvissu þess. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf., staðfestir þetta í samtali við Vísi.Þó umræðan hafi gengið út frá því að útvarpsgjald yrði lækkað hafði Magnús Geir sjónvarpsstjóri verið fullvissaður um það af Illuga að til þess myndi ekki koma.visir/gva„Já, þetta er sannarlega rétt hjá Ólínu. Á stjórnarfundi í apríl upplýsti þáverandi formaður, Ingvi Hrafn Óskarsson, að hann hefði talað við menntamálaráðherra sem tjáði honum að hann ætlaði að flytja þetta umrædda frumvarp og þá í þessa veru. Og, að hann nyti stuðnings forsætisráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Mörður. Og bætir því við að það hafi komið stjórninni ánægjulega á óvart að Bjarni og Sigmundur Davíðs styddu málið. „Hún hefur síðan staðið í þeirri trú að þar með væri björninn unninn og fjármögnun tryggð að þessu leyti.“ Flestir höfðu búist við því að frumvarpið yrði lagt fram miklu fyrr en málið situr fast í ríkisstjórninni sem þýðir þá það að verulegur ágreiningur er um það innan stjórnarflokkanna. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson höfðu ætlað sér að styðja Illuga í þessum efnum. Þeir tveir ættu að hafa til þess styrk að keyra málið í gegnum flokkana og þingið, en nú hefur komið bakslag í það samkomulag, en málið er umdeilt innan þingflokka Sjálfstæðisflokksins og þá ekki síður innan Framsóknarflokksins þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar hefur gagnrýnt RUV ohf. harðlega um leið og hún talar fyrir aðhaldi í ríkisrekstri.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira