Ný Opel Astra GSI er 250 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2015 13:35 Opel Astra GSI. worldcarfans Enn eykst fjöldi útgáfa af Opel Astra bílnum og sú næsta mun bera stafina GSI. Þar fer öflug gerð bílsins ágæta, sem mærður hefur verið mjög frá kynningu nýrrar kynslóðar hans. Opel Astra GSI verður með 2,0 lítra og 250 forþjöppuvél og því ári öflugur bíll. Hann verður þó ekki öflugasta útgáfa Astra því Astra OPC er ennþá öflugri gerð með 280 hestafla vél. Þessi nýi Astra GSI á að keppa við bílana Ford Focus ST og Volkswagen Golf GTI og ekki er því að neita að hann ber ekki mjög ólíkan svip. Grillið á Astra GSI er stærra en á hefðbundnum Astra og hann er með tvöfalt púst í stíl við afl hans. Hann verður einnig með sportstýri og sportsæti og öðruvísi skiptihnúð. Opel Astra GSI kemur á markað á næsta ári og líklegt þykir að hann verði kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Genf. Opel Astra GSI er skotið á milli grunngerða Astra og Astra OPC, enda var ansi mikið hestaflabil á milli þeirra. Opel vinnur einnig að næstu gerð OPCútgáfunnar og er hennar að vænta árið 2017 og verður hann meira en 300 hestöfl og er hugsaður sem samkeppnisbíll Volkswagen Golf R, sem einmitt er slétt 300 hestöfl. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent
Enn eykst fjöldi útgáfa af Opel Astra bílnum og sú næsta mun bera stafina GSI. Þar fer öflug gerð bílsins ágæta, sem mærður hefur verið mjög frá kynningu nýrrar kynslóðar hans. Opel Astra GSI verður með 2,0 lítra og 250 forþjöppuvél og því ári öflugur bíll. Hann verður þó ekki öflugasta útgáfa Astra því Astra OPC er ennþá öflugri gerð með 280 hestafla vél. Þessi nýi Astra GSI á að keppa við bílana Ford Focus ST og Volkswagen Golf GTI og ekki er því að neita að hann ber ekki mjög ólíkan svip. Grillið á Astra GSI er stærra en á hefðbundnum Astra og hann er með tvöfalt púst í stíl við afl hans. Hann verður einnig með sportstýri og sportsæti og öðruvísi skiptihnúð. Opel Astra GSI kemur á markað á næsta ári og líklegt þykir að hann verði kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Genf. Opel Astra GSI er skotið á milli grunngerða Astra og Astra OPC, enda var ansi mikið hestaflabil á milli þeirra. Opel vinnur einnig að næstu gerð OPCútgáfunnar og er hennar að vænta árið 2017 og verður hann meira en 300 hestöfl og er hugsaður sem samkeppnisbíll Volkswagen Golf R, sem einmitt er slétt 300 hestöfl.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent