„Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2015 15:35 Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á samstöðufund fyrir Kevi og Arjan sem hin fimmtán ára gamla Una María boðaði til. Vísir/Aðsend „Ég vil ítreka að þetta mál er ekki frágengið. Það þarf að halda áfram að pressa á stjórnvöld,“ segir Una María Óðinsdóttir, fimmtán ára gamall grunnskólanemi í Reykjavík, sem hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli fyrir albönsku drengina Kevi og Arjan. Drengirnir glíma við sjúkdóma sem fjölskyldur þeirra vonuðust eftir að fá meðferð við hér á landi en þeim var vísað úr landi síðastliðinn fimmtudag.Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og hefst hún klukkan 17. Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og segir Una María viðbrögðin hafa farið fram úr væntingum hennar þegar hún stofnaði boðaði til fundarins á Facebook síðastliðinn föstudag. „Þetta er náttúrlega bara út í hött, hvernig þetta mál fór. Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað. Í fyrsta lagi er þetta brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mér finnst mjög hæpið að stjórnvöld geti notað þau rök sem þeim hentar hverju sinni. Það á bara ekki að líðast,“ segir Una María í samtali við Vísi. Umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar barst allsherjarnefnd Alþingis í gærkvöldi en formaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir, sagði í samtali við Vísi í gær að ef umsóknirnar myndu berast nefndinni yrðu þær teknar fyrir. Una María segir það vera frábærar fréttir að málið sé komið í þann farveg en finnst á móti að það ætti ekki að þurfa svo mikla pressu frá almenningi svo fólk fái skjól hér á landi. „Mér finnst algjörlega út í hött að það þurfi hálf þjóðin að pressa á yfirvöld að veita þessu fólki skjól á Íslandi,“ segir Una María sem ítrekar að þetta mál sé ekki frágengið. Hún mun flytja erindi á samstöðufundinum sem hefst klukkan fimm í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bergur Þór Ingólfsson leikari, Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Auður Jónsdóttir rithöfundur munu einnig flytja erindi á fundinum. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Ég vil ítreka að þetta mál er ekki frágengið. Það þarf að halda áfram að pressa á stjórnvöld,“ segir Una María Óðinsdóttir, fimmtán ára gamall grunnskólanemi í Reykjavík, sem hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli fyrir albönsku drengina Kevi og Arjan. Drengirnir glíma við sjúkdóma sem fjölskyldur þeirra vonuðust eftir að fá meðferð við hér á landi en þeim var vísað úr landi síðastliðinn fimmtudag.Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og hefst hún klukkan 17. Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og segir Una María viðbrögðin hafa farið fram úr væntingum hennar þegar hún stofnaði boðaði til fundarins á Facebook síðastliðinn föstudag. „Þetta er náttúrlega bara út í hött, hvernig þetta mál fór. Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað. Í fyrsta lagi er þetta brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mér finnst mjög hæpið að stjórnvöld geti notað þau rök sem þeim hentar hverju sinni. Það á bara ekki að líðast,“ segir Una María í samtali við Vísi. Umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar barst allsherjarnefnd Alþingis í gærkvöldi en formaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir, sagði í samtali við Vísi í gær að ef umsóknirnar myndu berast nefndinni yrðu þær teknar fyrir. Una María segir það vera frábærar fréttir að málið sé komið í þann farveg en finnst á móti að það ætti ekki að þurfa svo mikla pressu frá almenningi svo fólk fái skjól hér á landi. „Mér finnst algjörlega út í hött að það þurfi hálf þjóðin að pressa á yfirvöld að veita þessu fólki skjól á Íslandi,“ segir Una María sem ítrekar að þetta mál sé ekki frágengið. Hún mun flytja erindi á samstöðufundinum sem hefst klukkan fimm í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bergur Þór Ingólfsson leikari, Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Auður Jónsdóttir rithöfundur munu einnig flytja erindi á fundinum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00
Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00
Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19