Porsche Boxster og Cayman fá 2,0 og 2,5 lítra vélar Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 10:20 Porsche 718 Boxster og Cayman sitthvoru megin við gamla 718 bílinn. worldcarfans Porsche hefur þegar tilkynnt að næsta kynslóð Boxster og Cayman muni fá 4 strokka vélar með forþjöppum í stað þeirra 6 strokka véla sem hafa verið í bílunum frá upphafi. Ekki var þó ljóst hversu stórar vélar um ræðir, þar til nú. Þær verða 2,0 lítra í hefðbundnum Boxter og Cayman og 2,5 lítra í Boxster S og Cayman S. Sú minni skilar 300 hestöflum og sú stærri 360 hestöflum og tog þeirra er 349 Nm og 400 Nm. Með þessari nýju kynslóð fá bílarnir nöfnin Porsche 718 Boxster og Porsche 718 Cayman. Þrátt fyrir að strokkunum fækki um tvo þá verður vélbúnaður bílanna þyngri með tilkomu forþjöppunnar. Nýir Boxster og Cayman verða 5,5 sekúndur í 100 km hraða og Boxster S og Cayman S verða 5,0 sekúndur. Eyðsla þeirra beggja verður um 1 lítra minni en forvera þeirra. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent
Porsche hefur þegar tilkynnt að næsta kynslóð Boxster og Cayman muni fá 4 strokka vélar með forþjöppum í stað þeirra 6 strokka véla sem hafa verið í bílunum frá upphafi. Ekki var þó ljóst hversu stórar vélar um ræðir, þar til nú. Þær verða 2,0 lítra í hefðbundnum Boxter og Cayman og 2,5 lítra í Boxster S og Cayman S. Sú minni skilar 300 hestöflum og sú stærri 360 hestöflum og tog þeirra er 349 Nm og 400 Nm. Með þessari nýju kynslóð fá bílarnir nöfnin Porsche 718 Boxster og Porsche 718 Cayman. Þrátt fyrir að strokkunum fækki um tvo þá verður vélbúnaður bílanna þyngri með tilkomu forþjöppunnar. Nýir Boxster og Cayman verða 5,5 sekúndur í 100 km hraða og Boxster S og Cayman S verða 5,0 sekúndur. Eyðsla þeirra beggja verður um 1 lítra minni en forvera þeirra.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent