Dæmdur en ekki gerð refsing fyrir að framvísa fölsuðu albönsku vegabréfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2015 17:55 Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir sýrlenskum karlmanni sem framvísaði við komu sína til landsins í apríl albönsku vegabréfi sem reyndist falsað. Þó var tekin ákvörðun um að honum yrði ekki gerð refsing, líkt og Héraðsdómur Reykjaness hafði ákveðið í lok apríl, þegar maðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en krafðist sýknu með vísan til alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, sem Ísland er aðili að, en hefur ekki lagagildi hér á landi. Því var ekki hægt að sýkna manninn, að því er segir í dómnum. Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið dregið í efa að hann teldist til flóttamanna, svo og að lífi hans eða frelsi hefði verið ógnað í Sýrlandi.Sjá einnig: Sextíu milljónir í tilgangslaus passamálÆtlaði að hitta systur sína Maðurinn, sem er 43 ára, sagðist ekki hafa framvísað vegabréfinu í blekkingarskyni og kvaðst hafa ætlað sér að sækja um hæli hér á landi sem flóttamaður. Hann kom hingað til lands frá París hinn 19. apríl síðastliðinn en var stöðvaður í tollgæslu í Leifsstöð. Gerð var leit í farangri hans og fundust „ýmis gögn á arabísku með öðru nafni sem bentu til að aðilinn væri ekki sá sem hann sagðist vera,“ segir í dómnum. Þegar gengið hafi verið á ákærða hafi hann tekið úr jakkavasa sínum sýrlenskt vegabréf með sínu nafni og hafi lögregla þá verið kvödd til. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn eiga systur hér á landi sem hafi komið hingað fyrir nokkrum árum. Hafi hann ætlað að koma inn í landið, hitta systur sína og gefa sig svo fram við lögreglu. Hann var í kjölfarið dæmdur í gæsluvarðhald og var ákæra í málinu gefin út áður en gæsluvarðhaldstíma lauk. Honum var þá gert í héraðsdómi að sæta þrjátíu daga fangelsi og greiða 320 þúsund krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Hæstiréttur sneri því við og greiðist allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði. Flóttamenn Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir sýrlenskum karlmanni sem framvísaði við komu sína til landsins í apríl albönsku vegabréfi sem reyndist falsað. Þó var tekin ákvörðun um að honum yrði ekki gerð refsing, líkt og Héraðsdómur Reykjaness hafði ákveðið í lok apríl, þegar maðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en krafðist sýknu með vísan til alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, sem Ísland er aðili að, en hefur ekki lagagildi hér á landi. Því var ekki hægt að sýkna manninn, að því er segir í dómnum. Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið dregið í efa að hann teldist til flóttamanna, svo og að lífi hans eða frelsi hefði verið ógnað í Sýrlandi.Sjá einnig: Sextíu milljónir í tilgangslaus passamálÆtlaði að hitta systur sína Maðurinn, sem er 43 ára, sagðist ekki hafa framvísað vegabréfinu í blekkingarskyni og kvaðst hafa ætlað sér að sækja um hæli hér á landi sem flóttamaður. Hann kom hingað til lands frá París hinn 19. apríl síðastliðinn en var stöðvaður í tollgæslu í Leifsstöð. Gerð var leit í farangri hans og fundust „ýmis gögn á arabísku með öðru nafni sem bentu til að aðilinn væri ekki sá sem hann sagðist vera,“ segir í dómnum. Þegar gengið hafi verið á ákærða hafi hann tekið úr jakkavasa sínum sýrlenskt vegabréf með sínu nafni og hafi lögregla þá verið kvödd til. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn eiga systur hér á landi sem hafi komið hingað fyrir nokkrum árum. Hafi hann ætlað að koma inn í landið, hitta systur sína og gefa sig svo fram við lögreglu. Hann var í kjölfarið dæmdur í gæsluvarðhald og var ákæra í málinu gefin út áður en gæsluvarðhaldstíma lauk. Honum var þá gert í héraðsdómi að sæta þrjátíu daga fangelsi og greiða 320 þúsund krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Hæstiréttur sneri því við og greiðist allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði.
Flóttamenn Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira