Sumt gott og annað skrítið Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. desember 2015 09:30 Fáum virðist vel við stofnanir ef marka má viðbrögð við tillögum Viðskiptaráðs sem kynntar voru í gær um að fækka ríkisstofnunum um meira en helming. Flestar snúa tillögurnar að sameiningu stofnana, eða að því að safna þeim undir einn hatt, en í fimm tilvikum er lagt til að leggja stofnanir niður án þess að verkefnin færist annað hjá ríkinu. Ýmislegt virðist skynsamlegt í tillögunum og verðskulda frekari skoðun, sér í lagi hvað varðar sameiningu eða samrekstur stofnana. Þá er réttilega bent á í skýrslu Viðskiptaráðs að þótt í henni sé bara fjallað um ríkisstofnanir þá séu víðar sóknarfæri í sameiningum. Sveitarfélög landsins séu 75. „Viðskiptaráð hefur áður bent á hærri stjórnunarkostnað og óhagræði í formi lakari þjónustu sem íbúar fámennra sveitarfélaga þurfa að búa við. Að mati ráðsins ætti að fækka sveitarfélögum í tólf,“ segir þar og um leið stungið upp á að eftirlitsstarfsemi ætti að færa frá sveitarfélögum undir einn hatt, bæði til hagræðingar og aukinnar samræmingar í vinnubrögðum. Annað í samantekt ráðsins virðist hins vegar enga skoðun standast. Þannig má velta fyrir sér gildi fullyrðinga um kostnað „örríkisins“ Íslands af því að halda úti stofnanakerfi sem er sambærilegt við það sem í öðrum löndum gerist. Á vef Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) má til dæmis fletta upp kostnaði hins opinbera og bera saman á milli landa. Hér var hann árið 2013 44,1 prósent af vergri landsframleiðslu, sem er undir meðaltali OECD upp á 45,9 prósent. Við erum á pari við Norðmenn (44,0 prósent) og eyðum miklu minna en Finnar (57,6 prósent), Danir (56,6 prósent) og Svíar (52,4 prósent). Krónutölusamanburður sýnir svo að á mann eru opinber útgjöld Norðmanna 56,5 prósentum meiri en hér og útgjöld Finna, Svía og Dana 24,7 til 35,4 prósentum meiri. Þá eru hugmyndirnar misvel ígrundaðar. Í það minnsta er erfitt að sjá möguleika á miklum sparnaði við að safna framhaldsskólum hvers landshluta í sérstofnun, svo sem stofnunina Framhaldsskólarnir á höfuðborgarsvæðinu. Vandséð er að þar sé verið að gera mikið annað en búa til nýja yfirmannsstöðu. Skólarnir þurfa áfram sinn skólameistara og starfsfólk. Eins er vandséð að sátt náist um aflagningu ÁTVR, en landsmenn hafa verið ánægðir bæði með þjónustu fyrirtækisins og árangur sem hér hefur náðst í að draga úr unglingadrykkju. Óljóst er hvað á að vinnast með niðurlagningu þeirrar stofnunar annað en að uppfylla blauta drauma þeirra sem vilja hlut ríkisins sem minnstan á öllum sviðum. Skoðun Viðskiptaráðs er ágætis innlegg í umræðu um hvernig hagræða má í ríkisrekstri, að því gefnu að vanhugsaðri þættir hennar verði ekki til þess að fólk ýti henni til hliðar sem einhverri frjálshyggjufantasíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Vigdís Hauks vill fækka ríkisstofnunum Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, tekur undir með Viðskiptaráði að fækka þurfi ríkisstofnunum. 17. desember 2015 10:31 Vilja fækkun stofnana Meðlimir stjórnarflokkanna fagna umræðunni um fækkun stofnana. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja góð rök geta verið fyrir sameiningu. 18. desember 2015 06:00 Leggja til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70 Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. 17. desember 2015 07:00 "Ég myndi ekki treysta mér til að reka fyrirtæki hér“ Brynjar Níelsson gagnrýndi á eftirlitsstofnanir á fundi Viðskiptaráðs í morgun. 17. desember 2015 12:13 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Fáum virðist vel við stofnanir ef marka má viðbrögð við tillögum Viðskiptaráðs sem kynntar voru í gær um að fækka ríkisstofnunum um meira en helming. Flestar snúa tillögurnar að sameiningu stofnana, eða að því að safna þeim undir einn hatt, en í fimm tilvikum er lagt til að leggja stofnanir niður án þess að verkefnin færist annað hjá ríkinu. Ýmislegt virðist skynsamlegt í tillögunum og verðskulda frekari skoðun, sér í lagi hvað varðar sameiningu eða samrekstur stofnana. Þá er réttilega bent á í skýrslu Viðskiptaráðs að þótt í henni sé bara fjallað um ríkisstofnanir þá séu víðar sóknarfæri í sameiningum. Sveitarfélög landsins séu 75. „Viðskiptaráð hefur áður bent á hærri stjórnunarkostnað og óhagræði í formi lakari þjónustu sem íbúar fámennra sveitarfélaga þurfa að búa við. Að mati ráðsins ætti að fækka sveitarfélögum í tólf,“ segir þar og um leið stungið upp á að eftirlitsstarfsemi ætti að færa frá sveitarfélögum undir einn hatt, bæði til hagræðingar og aukinnar samræmingar í vinnubrögðum. Annað í samantekt ráðsins virðist hins vegar enga skoðun standast. Þannig má velta fyrir sér gildi fullyrðinga um kostnað „örríkisins“ Íslands af því að halda úti stofnanakerfi sem er sambærilegt við það sem í öðrum löndum gerist. Á vef Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) má til dæmis fletta upp kostnaði hins opinbera og bera saman á milli landa. Hér var hann árið 2013 44,1 prósent af vergri landsframleiðslu, sem er undir meðaltali OECD upp á 45,9 prósent. Við erum á pari við Norðmenn (44,0 prósent) og eyðum miklu minna en Finnar (57,6 prósent), Danir (56,6 prósent) og Svíar (52,4 prósent). Krónutölusamanburður sýnir svo að á mann eru opinber útgjöld Norðmanna 56,5 prósentum meiri en hér og útgjöld Finna, Svía og Dana 24,7 til 35,4 prósentum meiri. Þá eru hugmyndirnar misvel ígrundaðar. Í það minnsta er erfitt að sjá möguleika á miklum sparnaði við að safna framhaldsskólum hvers landshluta í sérstofnun, svo sem stofnunina Framhaldsskólarnir á höfuðborgarsvæðinu. Vandséð er að þar sé verið að gera mikið annað en búa til nýja yfirmannsstöðu. Skólarnir þurfa áfram sinn skólameistara og starfsfólk. Eins er vandséð að sátt náist um aflagningu ÁTVR, en landsmenn hafa verið ánægðir bæði með þjónustu fyrirtækisins og árangur sem hér hefur náðst í að draga úr unglingadrykkju. Óljóst er hvað á að vinnast með niðurlagningu þeirrar stofnunar annað en að uppfylla blauta drauma þeirra sem vilja hlut ríkisins sem minnstan á öllum sviðum. Skoðun Viðskiptaráðs er ágætis innlegg í umræðu um hvernig hagræða má í ríkisrekstri, að því gefnu að vanhugsaðri þættir hennar verði ekki til þess að fólk ýti henni til hliðar sem einhverri frjálshyggjufantasíu.
Vigdís Hauks vill fækka ríkisstofnunum Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, tekur undir með Viðskiptaráði að fækka þurfi ríkisstofnunum. 17. desember 2015 10:31
Vilja fækkun stofnana Meðlimir stjórnarflokkanna fagna umræðunni um fækkun stofnana. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja góð rök geta verið fyrir sameiningu. 18. desember 2015 06:00
Leggja til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70 Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. 17. desember 2015 07:00
"Ég myndi ekki treysta mér til að reka fyrirtæki hér“ Brynjar Níelsson gagnrýndi á eftirlitsstofnanir á fundi Viðskiptaráðs í morgun. 17. desember 2015 12:13