RÚV frumvarpið á síðasta snúningi í ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2015 12:52 Líkur eru á að menntamálaráðherra fái frumvarp um Ríkisútvarpið afgreitt út úr ríkisstjórn í dag. Fjármálaráðherra segir að staðið hafi á nákvæmari upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki fengið frumvarp sitt um breytingar á útvarpsgjaldi vegna Ríkisútvarpsins afgreitt í ríkisstjórn í um þrjár vikur en ef takast á að afgreiða málið á Alþingi þarf ríkisstjórnin að samþykkja frumvarpið í dag. Það var ekki gert á ríkisstjórnarfundi í morgun en hlé var gert á fundinum upp úr klukkan tíu til að ráðherrar gætu mætt í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fundarhléi að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar síðar í dag.Heldur þú að niðurstaða fáist á þeim fundi? „Ég bíð eftir að heyra tillögu hans fyrir fundinn. Þannig að við skulum bara sjá,” sagði Bjarni.En hvar hefur hnífurinn staðið í kúnni? „Eigum við ekki bara að segja að þessi skoðun á málefnum RÚV, þar á meðal fjárhagsmálefnunum hafi tekið full langan tíma. Það eigi eftir að botna það sem kom út úr skýrslunni. Við ætlum að ræða þetta hér á fundinum á eftir,” sagði Bjarni.Er nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þetta áður en þing fer heim í jólaleyfi? „Það er mikilvægt að það komi skýr svör að minnsta kosti já,” sagði Bjarni. Illugi Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu eftir hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eftir að hlé var gert á ríkisstjórnarfundinum í morgun. En fullyrt hefur verið að andstaðan við frumvarp menntamálaráðherra um óbreytt útvarpsgjald á næsta ári sé aðallega hjá forsætisráðherra og þá hefur verið þrýst á aukin framlög til Landsspítalans. Hvort eftirseta ráðherranna tveggja er til marks um að breytingar verði gerðar á þessum tveimur málaflokkum fyrir jól skal ósagt látið og menntamálaráðherra var spar á yfirlýsingar í fundarhléi á hlaupum í atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Ég er alltaf vongóður,” sagði Illugi á hlaupum í fundarhléi á leið í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Ríkisstjórnin settist aftur á fund um klukkan half eitt og því ætti niðurstaða að fast í málefni RÚV fyrir kvöldið. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Líkur eru á að menntamálaráðherra fái frumvarp um Ríkisútvarpið afgreitt út úr ríkisstjórn í dag. Fjármálaráðherra segir að staðið hafi á nákvæmari upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki fengið frumvarp sitt um breytingar á útvarpsgjaldi vegna Ríkisútvarpsins afgreitt í ríkisstjórn í um þrjár vikur en ef takast á að afgreiða málið á Alþingi þarf ríkisstjórnin að samþykkja frumvarpið í dag. Það var ekki gert á ríkisstjórnarfundi í morgun en hlé var gert á fundinum upp úr klukkan tíu til að ráðherrar gætu mætt í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fundarhléi að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar síðar í dag.Heldur þú að niðurstaða fáist á þeim fundi? „Ég bíð eftir að heyra tillögu hans fyrir fundinn. Þannig að við skulum bara sjá,” sagði Bjarni.En hvar hefur hnífurinn staðið í kúnni? „Eigum við ekki bara að segja að þessi skoðun á málefnum RÚV, þar á meðal fjárhagsmálefnunum hafi tekið full langan tíma. Það eigi eftir að botna það sem kom út úr skýrslunni. Við ætlum að ræða þetta hér á fundinum á eftir,” sagði Bjarni.Er nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þetta áður en þing fer heim í jólaleyfi? „Það er mikilvægt að það komi skýr svör að minnsta kosti já,” sagði Bjarni. Illugi Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu eftir hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eftir að hlé var gert á ríkisstjórnarfundinum í morgun. En fullyrt hefur verið að andstaðan við frumvarp menntamálaráðherra um óbreytt útvarpsgjald á næsta ári sé aðallega hjá forsætisráðherra og þá hefur verið þrýst á aukin framlög til Landsspítalans. Hvort eftirseta ráðherranna tveggja er til marks um að breytingar verði gerðar á þessum tveimur málaflokkum fyrir jól skal ósagt látið og menntamálaráðherra var spar á yfirlýsingar í fundarhléi á hlaupum í atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Ég er alltaf vongóður,” sagði Illugi á hlaupum í fundarhléi á leið í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Ríkisstjórnin settist aftur á fund um klukkan half eitt og því ætti niðurstaða að fast í málefni RÚV fyrir kvöldið.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira