Alcan sagt vilja losna við raforkukaup Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Lokun álversins hefst á miðnætti að öllu óbreyttu. Miklar líkur eru taldar á því að Alcan hætti starfsemi fyrir fullt og allt í Straumsvík. Hafist verður handa á miðnætti við að loka álverinu í Straumsvík. Samningafundi var slitið í gær án árangurs og ekki boðað til nýs fundar í deilu starfsmanna. Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna, segir engan vilja fyrirtækisins til að semja við starfsfólk sitt. „Það er enginn vilji hjá Alcan til að ganga til samninga, það er á hreinu. Því er vilji þeirra einhver annar. Nú mun brátt fara í hönd lokunarferli álversins. Það er greinilega það sem forsvarsmenn fyrirtækisins vilja. Við munum í samninganefnd starfsmanna halda fund í fyrramálið (dag) til að fara yfir stöðuna,“ segir Gylfi.Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna Alcanvísir/vilhelmHann segir evrópska blaðamenn hafa haft samband við sig vegna málsins þar sem orðrómur er um að Alcan sé með þessu móti að koma sér hjá kaupskyldu á rafmagni frá Landsvirkjun. Komið hefur fram að núverandi samningur Landsvirkjunar við eigendur álversins sé á þá leið að Alcan skuldbindi sig til þess að kaupa raforku til ársins 2036. Í samningum um álver í Straumsvík við íslenska ríkið hefur einnig verið ákvæði um óviðráðanleg öfl. Í upprunalega samningnum milli stjórnvalda og AluSuisse var kveðið á um að vinnudeilur og verkföll væru hluti af svokölluðum óviðráðanlegum öflum ásamt styrjöldum, náttúruhamförum og öðrum þáttum. Yrði þetta ákvæði virkjað losnaði fyrirtækið undan kaupskyldu á rafmagni. Gylfi segist óttast að eitthvað slíkt sé uppi á teningnum. „Þetta hafa erlendir blaðamenn allavega viljað ræða við mig og telja áhugaleysi Alcan til að semja við okkur vera hluta af stærri sögu,“ segir Gylfi.Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi AlcanHvorki Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, né Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, vildu staðfesta hvort umrætt ákvæði væri í núgildandi samningi sem undirritaður var í fyrra. Samningurinn væri að öllu leyti trúnaðarmál. „Staðan er alvarleg, því er ekki að neita en markmið okkar er að semja, það er alveg ljóst,“ segir Ólafur Teitur. „Kostnaðurinn við að endurræsa álverið eftir lokun sem þessa gæti numið hundruðum milljóna króna.“ Fram kemur í minnisblaði Hafnarfjarðarbæjar að viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði nemi allt að tveimur milljörðum á ári. Að sama skapi eru beinar tekjur Hafnarfjarðarbæjar af álverinu í Straumsvík 1,7 milljarðar á ári. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Við vonum að það verði hægt að finna lausn á þessari deilu. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla aðila að samningar náist,“ sagði Haraldur. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, veiti ekki viðtal þegar eftir því var leitað. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Hafist verður handa á miðnætti við að loka álverinu í Straumsvík. Samningafundi var slitið í gær án árangurs og ekki boðað til nýs fundar í deilu starfsmanna. Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna, segir engan vilja fyrirtækisins til að semja við starfsfólk sitt. „Það er enginn vilji hjá Alcan til að ganga til samninga, það er á hreinu. Því er vilji þeirra einhver annar. Nú mun brátt fara í hönd lokunarferli álversins. Það er greinilega það sem forsvarsmenn fyrirtækisins vilja. Við munum í samninganefnd starfsmanna halda fund í fyrramálið (dag) til að fara yfir stöðuna,“ segir Gylfi.Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna Alcanvísir/vilhelmHann segir evrópska blaðamenn hafa haft samband við sig vegna málsins þar sem orðrómur er um að Alcan sé með þessu móti að koma sér hjá kaupskyldu á rafmagni frá Landsvirkjun. Komið hefur fram að núverandi samningur Landsvirkjunar við eigendur álversins sé á þá leið að Alcan skuldbindi sig til þess að kaupa raforku til ársins 2036. Í samningum um álver í Straumsvík við íslenska ríkið hefur einnig verið ákvæði um óviðráðanleg öfl. Í upprunalega samningnum milli stjórnvalda og AluSuisse var kveðið á um að vinnudeilur og verkföll væru hluti af svokölluðum óviðráðanlegum öflum ásamt styrjöldum, náttúruhamförum og öðrum þáttum. Yrði þetta ákvæði virkjað losnaði fyrirtækið undan kaupskyldu á rafmagni. Gylfi segist óttast að eitthvað slíkt sé uppi á teningnum. „Þetta hafa erlendir blaðamenn allavega viljað ræða við mig og telja áhugaleysi Alcan til að semja við okkur vera hluta af stærri sögu,“ segir Gylfi.Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi AlcanHvorki Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, né Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, vildu staðfesta hvort umrætt ákvæði væri í núgildandi samningi sem undirritaður var í fyrra. Samningurinn væri að öllu leyti trúnaðarmál. „Staðan er alvarleg, því er ekki að neita en markmið okkar er að semja, það er alveg ljóst,“ segir Ólafur Teitur. „Kostnaðurinn við að endurræsa álverið eftir lokun sem þessa gæti numið hundruðum milljóna króna.“ Fram kemur í minnisblaði Hafnarfjarðarbæjar að viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði nemi allt að tveimur milljörðum á ári. Að sama skapi eru beinar tekjur Hafnarfjarðarbæjar af álverinu í Straumsvík 1,7 milljarðar á ári. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Við vonum að það verði hægt að finna lausn á þessari deilu. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla aðila að samningar náist,“ sagði Haraldur. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, veiti ekki viðtal þegar eftir því var leitað.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira