Staðreyndir um vopnaburð lögreglu Vilhjálmur Árnason skrifar 1. desember 2015 11:52 Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakössum í sex bílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunar er ekki um mikla breytingu að ræða og enga stefnubreytingu. Í umræðunni í fyrra kom fram að nokkrir lögreglubílar um land allt væru útbúnir skotvopnum og hafa verið til margra ára. Sú breyting sem hér um ræðir snýst um geymslustað sem miðar að því að stytta viðbragðstíma. Þá er rétt að taka fram að ekki er verið að fjölga vopnum, heldur einungis verið að færa þau milli staða. Einnig er rétt að benda á að þessi ákvörðun tengist á engan hátt hryðjuverkunum í París og/eða aðgerðum þjóða í Evrópu gegn Íslamska ríkinu (IS). Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2012 gert áhættu- og veikleikagreiningu árlega á öllu landinu sem kynnt er ráðuneytinu og Alþingi. Sú áhættumatsgreining hefur ekki skilað ásættanlegri niðurstöðu og telur ríkisslögreglustjóri brýna ástæðu til viðbragða. Þess vegna hefur staðið yfir undirbúningur hjá lögreglunni sem miðar að því að lögreglumenn séu undir það búnir að nota skotvopn á sem öruggastan hátt, sem er algjört lykilatriði. Ef eitthvað óvænt kemur upp, sem krefst vopnaðra viðbragða, þá verður lögreglan að hafa aðgang að þeim búnaði sem þarf til að tryggja öryggi bæði borgara og sitt eigið.Vilja almennt ekki bera skotvopn við dagleg störf Eðli málsins samkvæmt verða margir uggandi þegar talað er um skotvopnaburð lögreglunnar. Sjálfur er ég engin undantekning. Staðreyndin er sú að lögreglumenn vilja almennt ekki vera vopnaðir eða bera skotvopn við dagleg störf. Enda felur umrædd breyting ekki í sér almennan skotvopnaburð lögreglunnar né auknar heimildir til nýtingar skotvopna.Framkvæmdin hert Því til stuðnings er rétt að taka fram að hérlendis eru í gildi Vopnareglur (nr. 16/1999) sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur nýlega opinberað. Samkvæmt þeim fær engin lögreglumaður vopn í hendur nema að varðstjóri afhendi það að undangengnum ákveðnum viðmiðum. Með sérstökum vopnakössum er því verið að tryggja að Vopnalögum sé fylgt. Þannig þurfa lögreglumenn að óska eftir heimild til að fá aðgang að vopni í ökutæki. Fái þeir heimild, sendir varðstjóri öryggiskóða til þess að unnt sé að opna kassana. Eins og fyrirkomulagið hefur verið, þar sem að vopn eru í ökutækjum, hefur hingað til verið möguleiki á að komast í vopnið án heimildar varðstjóra, en nú hefur framkvæmdin verið hert til þess að efla öryggi í meðferð skotvopna.Aukið eftirlit? Skiljanlega hefur mörgum orðið tíðrætt um aukið eftirlit samhliða þessari umræðu og er sú umræða fagnaðarefni. Lögreglan hefur það hlutverk að verja réttindi borgaranna með störfum sínum. Lögreglan sjálf fagnar því að hafa gott eftirlit. Ef eftirlitið er gegnsætt og almennt traust ríkir til þess, þá er fagmennska innan lögreglunnar sönnuð og erfitt að sá tortryggni í garð hennar.Allt vald skal tempra með eftirliti Þau sjónarmið hafa heyrst að ekkert eftirlit sé haft með lögreglunni. Á slíkt er ekki hægt að fallast. Nýverið hafa lögreglumenn verið dæmdir fyrir brot í starfi og ég fullyrði að enginn lögreglumaður vill hafa skemmt epli sér við hlið, enda dregur slíkt úr trúverðugleika þeirra sjálfra. Þá er engin ástæða til þess að ætla að það 90% traust sem borið er til lögreglunnar sé byggt á sandi. Það er innistæða fyrir því mikla trausti. Standi lögreglan hins vegar ekki undir því trausti ber tafarlaust að endurskoða eftirlit og kemur þar sjálfstætt eftirlit einna helst til álita. Ég vil að lokum lýsa þeirri skoðun minni að vald skuli tempra með eftirliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakössum í sex bílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunar er ekki um mikla breytingu að ræða og enga stefnubreytingu. Í umræðunni í fyrra kom fram að nokkrir lögreglubílar um land allt væru útbúnir skotvopnum og hafa verið til margra ára. Sú breyting sem hér um ræðir snýst um geymslustað sem miðar að því að stytta viðbragðstíma. Þá er rétt að taka fram að ekki er verið að fjölga vopnum, heldur einungis verið að færa þau milli staða. Einnig er rétt að benda á að þessi ákvörðun tengist á engan hátt hryðjuverkunum í París og/eða aðgerðum þjóða í Evrópu gegn Íslamska ríkinu (IS). Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2012 gert áhættu- og veikleikagreiningu árlega á öllu landinu sem kynnt er ráðuneytinu og Alþingi. Sú áhættumatsgreining hefur ekki skilað ásættanlegri niðurstöðu og telur ríkisslögreglustjóri brýna ástæðu til viðbragða. Þess vegna hefur staðið yfir undirbúningur hjá lögreglunni sem miðar að því að lögreglumenn séu undir það búnir að nota skotvopn á sem öruggastan hátt, sem er algjört lykilatriði. Ef eitthvað óvænt kemur upp, sem krefst vopnaðra viðbragða, þá verður lögreglan að hafa aðgang að þeim búnaði sem þarf til að tryggja öryggi bæði borgara og sitt eigið.Vilja almennt ekki bera skotvopn við dagleg störf Eðli málsins samkvæmt verða margir uggandi þegar talað er um skotvopnaburð lögreglunnar. Sjálfur er ég engin undantekning. Staðreyndin er sú að lögreglumenn vilja almennt ekki vera vopnaðir eða bera skotvopn við dagleg störf. Enda felur umrædd breyting ekki í sér almennan skotvopnaburð lögreglunnar né auknar heimildir til nýtingar skotvopna.Framkvæmdin hert Því til stuðnings er rétt að taka fram að hérlendis eru í gildi Vopnareglur (nr. 16/1999) sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur nýlega opinberað. Samkvæmt þeim fær engin lögreglumaður vopn í hendur nema að varðstjóri afhendi það að undangengnum ákveðnum viðmiðum. Með sérstökum vopnakössum er því verið að tryggja að Vopnalögum sé fylgt. Þannig þurfa lögreglumenn að óska eftir heimild til að fá aðgang að vopni í ökutæki. Fái þeir heimild, sendir varðstjóri öryggiskóða til þess að unnt sé að opna kassana. Eins og fyrirkomulagið hefur verið, þar sem að vopn eru í ökutækjum, hefur hingað til verið möguleiki á að komast í vopnið án heimildar varðstjóra, en nú hefur framkvæmdin verið hert til þess að efla öryggi í meðferð skotvopna.Aukið eftirlit? Skiljanlega hefur mörgum orðið tíðrætt um aukið eftirlit samhliða þessari umræðu og er sú umræða fagnaðarefni. Lögreglan hefur það hlutverk að verja réttindi borgaranna með störfum sínum. Lögreglan sjálf fagnar því að hafa gott eftirlit. Ef eftirlitið er gegnsætt og almennt traust ríkir til þess, þá er fagmennska innan lögreglunnar sönnuð og erfitt að sá tortryggni í garð hennar.Allt vald skal tempra með eftirliti Þau sjónarmið hafa heyrst að ekkert eftirlit sé haft með lögreglunni. Á slíkt er ekki hægt að fallast. Nýverið hafa lögreglumenn verið dæmdir fyrir brot í starfi og ég fullyrði að enginn lögreglumaður vill hafa skemmt epli sér við hlið, enda dregur slíkt úr trúverðugleika þeirra sjálfra. Þá er engin ástæða til þess að ætla að það 90% traust sem borið er til lögreglunnar sé byggt á sandi. Það er innistæða fyrir því mikla trausti. Standi lögreglan hins vegar ekki undir því trausti ber tafarlaust að endurskoða eftirlit og kemur þar sjálfstætt eftirlit einna helst til álita. Ég vil að lokum lýsa þeirri skoðun minni að vald skuli tempra með eftirliti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar