Hermennirnir munu til að byrja með vinna að því að verja landamæri Írak og að þjálfa heimamenn.
Sjá einnig: Bandarískir hermenn sendir til Sýrlands
Carter sagði að seinna meir væri þessum sérsveitarmönnum ætlað að gera árásir gegn ISIS, bjarga gíslum, safna upplýsingum og handsama leiðtoga samtakanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði hann einnig að vera þeirra myndi bæta upplýsingaöflun og fjölga skotmörkum sem hægt væri að gera árásir á úr lofti.
Hann sagði þó ekki hve margir sérsveitarmenn yrðu sendir til viðbótar við þá sem þegar eru staðsettir í Írak, en það verður gert með samstarfi við stjórnvöld í Bagdad. Þá verði mennirnir staðsettir svo þær gætu einnig gert árásir í Sýrlandi.