Flóttamenn stíga á svið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2015 07:00 Tvær fjölskyldur frá Sýrlandi, ein frá Kenýa og ein frá Írak munu segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. fréttablaðið/Jón Guðmundsson Á laugardag munu fjórar fjölskyldur flóttamanna segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. Sumar fjölskyldurnar eru komnar með landvistarleyfi, aðrar bíða eftir svari. Fjölskyldurnar eru misstórar, sumir eru einir í fjölskyldu og aðrir með mörg börn. Fjölskyldurnar munu standa á stóra sviðinu og segja frá sínu lífi, frá hverju þær eru að flýja og að hverju þær eru að leita. „Hugmyndin með þessu er fyrst og fremst að opna fyrir samtal og rými þar sem við getum talað saman. Yfirskriftin er „Opnum okkur“ og er þetta unnið í samstarfi við Rauða krossinn. Fyrst og fremst á þetta að vera einlæg samverustund,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, borgarleikhússtjóri. Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson leikarar munu halda utan um samtalið. Einnig verða fluttir stuttir fyrirlestrar, meðal annars hjálparstarfsmenn sem hafa verið á Lesbos. Að lokum verða umræður. „Við erum alltaf að skoða í leikhúsinu hvernig við getum brugðist við því sem er að gerast í samfélaginu. Við viljum gjarnan rækta samfélagslegt hlutverk leikhússins. Mörg leikhús erlendis hafa brugðist við flóttamannavandanum með því að opna dyrnar og bjóða gistingu og tungumálakennslu. Þetta er okkar skerfur, að gefa flóttamönnum rödd,“ segir Kristín en allir sem koma að viðburðinum gefa vinnu sína og verður aðgangur ókeypis. Kristín segist finna fyrir að leikhúsgestir séu að þroskast og þetta sé eitthvað sem fólk vilji taka þátt í. „Kortasala okkar hefur aldrei verið meiri en í ár þrátt fyrir að margar af sýningum okkar séu framsæknari en áður. Leikhús er í blóma núna og á að taka á svona málum.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn á facebook Flóttamenn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Á laugardag munu fjórar fjölskyldur flóttamanna segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. Sumar fjölskyldurnar eru komnar með landvistarleyfi, aðrar bíða eftir svari. Fjölskyldurnar eru misstórar, sumir eru einir í fjölskyldu og aðrir með mörg börn. Fjölskyldurnar munu standa á stóra sviðinu og segja frá sínu lífi, frá hverju þær eru að flýja og að hverju þær eru að leita. „Hugmyndin með þessu er fyrst og fremst að opna fyrir samtal og rými þar sem við getum talað saman. Yfirskriftin er „Opnum okkur“ og er þetta unnið í samstarfi við Rauða krossinn. Fyrst og fremst á þetta að vera einlæg samverustund,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, borgarleikhússtjóri. Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson leikarar munu halda utan um samtalið. Einnig verða fluttir stuttir fyrirlestrar, meðal annars hjálparstarfsmenn sem hafa verið á Lesbos. Að lokum verða umræður. „Við erum alltaf að skoða í leikhúsinu hvernig við getum brugðist við því sem er að gerast í samfélaginu. Við viljum gjarnan rækta samfélagslegt hlutverk leikhússins. Mörg leikhús erlendis hafa brugðist við flóttamannavandanum með því að opna dyrnar og bjóða gistingu og tungumálakennslu. Þetta er okkar skerfur, að gefa flóttamönnum rödd,“ segir Kristín en allir sem koma að viðburðinum gefa vinnu sína og verður aðgangur ókeypis. Kristín segist finna fyrir að leikhúsgestir séu að þroskast og þetta sé eitthvað sem fólk vilji taka þátt í. „Kortasala okkar hefur aldrei verið meiri en í ár þrátt fyrir að margar af sýningum okkar séu framsæknari en áður. Leikhús er í blóma núna og á að taka á svona málum.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn á facebook
Flóttamenn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira