Flóttamenn stíga á svið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2015 07:00 Tvær fjölskyldur frá Sýrlandi, ein frá Kenýa og ein frá Írak munu segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. fréttablaðið/Jón Guðmundsson Á laugardag munu fjórar fjölskyldur flóttamanna segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. Sumar fjölskyldurnar eru komnar með landvistarleyfi, aðrar bíða eftir svari. Fjölskyldurnar eru misstórar, sumir eru einir í fjölskyldu og aðrir með mörg börn. Fjölskyldurnar munu standa á stóra sviðinu og segja frá sínu lífi, frá hverju þær eru að flýja og að hverju þær eru að leita. „Hugmyndin með þessu er fyrst og fremst að opna fyrir samtal og rými þar sem við getum talað saman. Yfirskriftin er „Opnum okkur“ og er þetta unnið í samstarfi við Rauða krossinn. Fyrst og fremst á þetta að vera einlæg samverustund,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, borgarleikhússtjóri. Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson leikarar munu halda utan um samtalið. Einnig verða fluttir stuttir fyrirlestrar, meðal annars hjálparstarfsmenn sem hafa verið á Lesbos. Að lokum verða umræður. „Við erum alltaf að skoða í leikhúsinu hvernig við getum brugðist við því sem er að gerast í samfélaginu. Við viljum gjarnan rækta samfélagslegt hlutverk leikhússins. Mörg leikhús erlendis hafa brugðist við flóttamannavandanum með því að opna dyrnar og bjóða gistingu og tungumálakennslu. Þetta er okkar skerfur, að gefa flóttamönnum rödd,“ segir Kristín en allir sem koma að viðburðinum gefa vinnu sína og verður aðgangur ókeypis. Kristín segist finna fyrir að leikhúsgestir séu að þroskast og þetta sé eitthvað sem fólk vilji taka þátt í. „Kortasala okkar hefur aldrei verið meiri en í ár þrátt fyrir að margar af sýningum okkar séu framsæknari en áður. Leikhús er í blóma núna og á að taka á svona málum.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn á facebook Flóttamenn Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
Á laugardag munu fjórar fjölskyldur flóttamanna segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. Sumar fjölskyldurnar eru komnar með landvistarleyfi, aðrar bíða eftir svari. Fjölskyldurnar eru misstórar, sumir eru einir í fjölskyldu og aðrir með mörg börn. Fjölskyldurnar munu standa á stóra sviðinu og segja frá sínu lífi, frá hverju þær eru að flýja og að hverju þær eru að leita. „Hugmyndin með þessu er fyrst og fremst að opna fyrir samtal og rými þar sem við getum talað saman. Yfirskriftin er „Opnum okkur“ og er þetta unnið í samstarfi við Rauða krossinn. Fyrst og fremst á þetta að vera einlæg samverustund,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, borgarleikhússtjóri. Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson leikarar munu halda utan um samtalið. Einnig verða fluttir stuttir fyrirlestrar, meðal annars hjálparstarfsmenn sem hafa verið á Lesbos. Að lokum verða umræður. „Við erum alltaf að skoða í leikhúsinu hvernig við getum brugðist við því sem er að gerast í samfélaginu. Við viljum gjarnan rækta samfélagslegt hlutverk leikhússins. Mörg leikhús erlendis hafa brugðist við flóttamannavandanum með því að opna dyrnar og bjóða gistingu og tungumálakennslu. Þetta er okkar skerfur, að gefa flóttamönnum rödd,“ segir Kristín en allir sem koma að viðburðinum gefa vinnu sína og verður aðgangur ókeypis. Kristín segist finna fyrir að leikhúsgestir séu að þroskast og þetta sé eitthvað sem fólk vilji taka þátt í. „Kortasala okkar hefur aldrei verið meiri en í ár þrátt fyrir að margar af sýningum okkar séu framsæknari en áður. Leikhús er í blóma núna og á að taka á svona málum.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn á facebook
Flóttamenn Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira