Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2015 11:04 Rannveig Rist. VÍSIR/GVA Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir „ánægjulegt að ekki hafi þurft að byrja að slökkva á kerum álversins í Straumsvík í dag eins og stefndi í vegna yfirvofandi verkfalls sem nú hefur verið aflýst.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rannveigu sem send var á fjölmiðla nú áðan. Í yfirlýsingunni segir að það verði áfram verkefnið að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar sem Rannveig segir að sé löngu orðið tímabært: „Fulltrúar viðsemjenda okkar hafa ítrekað sagt að deilan strandi ekki á ágreiningi um launakjör. Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varðar eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og það er skýr krafa að þær verði rýmkaðar eins og við höfum farið fram á. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafa ekki almennt á Íslandi,“ segir Rannveig í yfirlýsingunni. Eins og greint hefur verið frá var verkfallinu aflýst í gærkvöldi en það átti að skella á á miðnætti. Rætt var við Gylfa Ingvarsson, talsmann starfsmanna álversins í Straumsvík, í Bítinu í morgun. Hann sagði stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að hans mati að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur Gylfi hugsanlegt að stjórnendur álversins hyggist loka því alfarið. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir „ánægjulegt að ekki hafi þurft að byrja að slökkva á kerum álversins í Straumsvík í dag eins og stefndi í vegna yfirvofandi verkfalls sem nú hefur verið aflýst.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rannveigu sem send var á fjölmiðla nú áðan. Í yfirlýsingunni segir að það verði áfram verkefnið að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar sem Rannveig segir að sé löngu orðið tímabært: „Fulltrúar viðsemjenda okkar hafa ítrekað sagt að deilan strandi ekki á ágreiningi um launakjör. Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varðar eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og það er skýr krafa að þær verði rýmkaðar eins og við höfum farið fram á. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafa ekki almennt á Íslandi,“ segir Rannveig í yfirlýsingunni. Eins og greint hefur verið frá var verkfallinu aflýst í gærkvöldi en það átti að skella á á miðnætti. Rætt var við Gylfa Ingvarsson, talsmann starfsmanna álversins í Straumsvík, í Bítinu í morgun. Hann sagði stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að hans mati að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur Gylfi hugsanlegt að stjórnendur álversins hyggist loka því alfarið.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00
„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09