Volkswagen söluhæsta bílamerkið í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 16:13 Volkswagen Golf er mest seldi bíll á Íslandi. Það dregur ekkert úr sölu Volkswagen bíla þó svo margir hefðu haldið að dísilvélasvindlið myndi hafa áhrif á söluna. Í nýliðnum nóvember var Volkswagen söluhæsta bílamerkið á Íslandi og var Volkswagen með hvorki meira né minna en 15,8% heildarsölunnar í mánuðinum. Auk þess var Hekla söluhæsta umboðið á landinu í nóvember með 222 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í mánuðinum seldust 126 fólksbílar og 18 sendibílar af Volkswagen gerð og það er sama hvort litið er til sölu fólksbíla eingöngu eða fólks- og sendibíla, þá er Volkswagen langsöluhæsta merkið. Þar á eftir kemur Toyota með 92 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í ár stefnir í 1.200 bíla sölu Volkswagen á Íslandi. Volkswagen Golf er að auki mest selda bílgerð landsins með 632 selda bíla, en þar á eftir kemur Skoda Octavia með 613 selda bíla. Volkswagen e-Golf er mest seldi rafbíllinn á árinu, 92 bílar eru seldir og gætu þeir náð 100 bíla markinu á árinu. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent
Það dregur ekkert úr sölu Volkswagen bíla þó svo margir hefðu haldið að dísilvélasvindlið myndi hafa áhrif á söluna. Í nýliðnum nóvember var Volkswagen söluhæsta bílamerkið á Íslandi og var Volkswagen með hvorki meira né minna en 15,8% heildarsölunnar í mánuðinum. Auk þess var Hekla söluhæsta umboðið á landinu í nóvember með 222 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í mánuðinum seldust 126 fólksbílar og 18 sendibílar af Volkswagen gerð og það er sama hvort litið er til sölu fólksbíla eingöngu eða fólks- og sendibíla, þá er Volkswagen langsöluhæsta merkið. Þar á eftir kemur Toyota með 92 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í ár stefnir í 1.200 bíla sölu Volkswagen á Íslandi. Volkswagen Golf er að auki mest selda bílgerð landsins með 632 selda bíla, en þar á eftir kemur Skoda Octavia með 613 selda bíla. Volkswagen e-Golf er mest seldi rafbíllinn á árinu, 92 bílar eru seldir og gætu þeir náð 100 bíla markinu á árinu.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent