Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2015 17:24 Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir í pistli á heimasíðu félagsins að ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. Þá segir hann ýmislegt hafa komið fram í deilunni „sem við sem samfélag verðum að skoða mjög alvarlega.“ Að mati Guðmundar snýst málið ekki bara um kaup og störf þeirra sem starfa hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi heldur telur hann að fyrirtækið geti hugsanlega valdið efnahagslegum skaða fyrir samfélagið allt. „Við stóðum frammi fyrir alþjóðlegum auðhring þar sem álverið í Straumsvík og málefni þess eru vasapeningar fyrir þessa aðila sem reka og stjórna Rio Tinto og horfa aðeins á ársfjórðungsuppgjör fyrir hluthafa og bónusana sína. Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur. Þetta er líka nýr veruleiki fyrir okkur sem samfélag, sem hefur verið að þróast mjög hratt vegna stöðu efnahagsmála heimsins. Þessi alþjóðafyrirtæki hugsa eingöngu í gróða og inn í þeim hugsunum rúmast ekki afleiðingar gjörða þeirra á samfélög og einstaklinga.“ Guðmundur segir þetta ekki hafa verið spurningu um að fara í verkfall, sjá svo fyrir að það yrði samið og fyrirtækið færi aftur í rekstur. Þvert á móti hafi menn staðið frammi fyrir því að fyrirtækinu yrði lokað, en pistil Guðmundar má lesa í heild sinni hér. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir í pistli á heimasíðu félagsins að ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. Þá segir hann ýmislegt hafa komið fram í deilunni „sem við sem samfélag verðum að skoða mjög alvarlega.“ Að mati Guðmundar snýst málið ekki bara um kaup og störf þeirra sem starfa hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi heldur telur hann að fyrirtækið geti hugsanlega valdið efnahagslegum skaða fyrir samfélagið allt. „Við stóðum frammi fyrir alþjóðlegum auðhring þar sem álverið í Straumsvík og málefni þess eru vasapeningar fyrir þessa aðila sem reka og stjórna Rio Tinto og horfa aðeins á ársfjórðungsuppgjör fyrir hluthafa og bónusana sína. Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur. Þetta er líka nýr veruleiki fyrir okkur sem samfélag, sem hefur verið að þróast mjög hratt vegna stöðu efnahagsmála heimsins. Þessi alþjóðafyrirtæki hugsa eingöngu í gróða og inn í þeim hugsunum rúmast ekki afleiðingar gjörða þeirra á samfélög og einstaklinga.“ Guðmundur segir þetta ekki hafa verið spurningu um að fara í verkfall, sjá svo fyrir að það yrði samið og fyrirtækið færi aftur í rekstur. Þvert á móti hafi menn staðið frammi fyrir því að fyrirtækinu yrði lokað, en pistil Guðmundar má lesa í heild sinni hér.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04
Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27
„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09