Enski boltinn

Real Madrid hent úr bikarnum?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cheryshev skorar mark sitt í kvöld.
Cheryshev skorar mark sitt í kvöld. Vísir/Getty
Líklegt er að Real Madrid verði dæmt úr keppni í spænska konungsbikarnum fyrir að tefla fram leikmanni sem er í banni.

Denys Cheryshev, sem var í láni hjá Villarreal á síðustu leiktíð, fékk þrjár áminningar í bikarnum á síðustu leiktíð sem þýðir að hann var dæmdur í eins leiks bann.

Hann átti hins vegar eftir að taka út bannið en það virðist hafa farið fram hjá forráðamönnum Real Madrid. Rafael Benitez, stjóri Madrídinga, setti hann í byrjunarliðið í kvöld en það gætu hafa reynst dýrkeypt mistök.

Fyrri viðureign Cadiz og Real Madrid í 32-liða úrslitum bikarsins stendur nú yfir og hefur Real 2-0 forystu. Téður Cheryshev skoraði strax á þriðju mínútu en Isco bætti öðru við á 66. mínútu.

Sjá frétt Sky Sports News um málið hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×