Eygló: Langt fram úr mínum væntingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2015 17:46 Eygló Ósk er tveimur bronsmedalíum ríkari eftir EM. vísir/vilhelm Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, var skiljanlega hin kátasta þegar Vísir heyrði í henni hljóðið fyrir skemmstu; skömmu eftir úrslitasundið í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem nú stendur yfir í Netanya í Ísrael. Eygló kom þriðja í mark og nældi sér þar með í sín önnur bronsverðlaun á jafnmörgum dögum en í gær vann hún brons í 100 metra baksundi. „Mér líður smá eins og ég sé ekki á jörðinni,“ sagði Eygló þegar hún var búin að fá bronsmedalíuna. „Mér líður eins og sé að dreyma og þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ bætti sundkonan öfluga við. Hún viðurkenndi að það hefði verið erfitt að ná sér niður eftir gærdaginn en árangurinn þá kom henni sjálfri á óvart. „Það var það en þetta kom þegar ég náði að sofna. Ég vaknaði svo bara tilbúin fyrir næsta sund í morgun,“ sagði Eygló sem synti á 2:03,53 mínútum í úrslitunum og bætti þar með Íslandsmetið sem hún setti í undanrásunum í morgun.Sjá einnig: Ég barðist við tárin á pallinum Hún segist hafa sett stefnuna á að enda í efstu fimm sætunum í 200 m baksundinu, sem er hennar aðalgrein. „Markmiðið var að vera í topp fimm í 200 m baksundinu og komast í úrslit í 100 m baksundinu, þannig að ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ sagði Eygló lýkur leik á EM þegar hún keppir í 50 m baksundi á morgun.Nánar verður rætt við Eygló í Fréttablaðinu á morgun. Sund Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, var skiljanlega hin kátasta þegar Vísir heyrði í henni hljóðið fyrir skemmstu; skömmu eftir úrslitasundið í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem nú stendur yfir í Netanya í Ísrael. Eygló kom þriðja í mark og nældi sér þar með í sín önnur bronsverðlaun á jafnmörgum dögum en í gær vann hún brons í 100 metra baksundi. „Mér líður smá eins og ég sé ekki á jörðinni,“ sagði Eygló þegar hún var búin að fá bronsmedalíuna. „Mér líður eins og sé að dreyma og þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ bætti sundkonan öfluga við. Hún viðurkenndi að það hefði verið erfitt að ná sér niður eftir gærdaginn en árangurinn þá kom henni sjálfri á óvart. „Það var það en þetta kom þegar ég náði að sofna. Ég vaknaði svo bara tilbúin fyrir næsta sund í morgun,“ sagði Eygló sem synti á 2:03,53 mínútum í úrslitunum og bætti þar með Íslandsmetið sem hún setti í undanrásunum í morgun.Sjá einnig: Ég barðist við tárin á pallinum Hún segist hafa sett stefnuna á að enda í efstu fimm sætunum í 200 m baksundinu, sem er hennar aðalgrein. „Markmiðið var að vera í topp fimm í 200 m baksundinu og komast í úrslit í 100 m baksundinu, þannig að ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ sagði Eygló lýkur leik á EM þegar hún keppir í 50 m baksundi á morgun.Nánar verður rætt við Eygló í Fréttablaðinu á morgun.
Sund Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Sjá meira