Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2015 15:15 Vigdís Hauksdóttir vísir/ernir Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var tekið úr fjárlaganefnd eftir fund nefndarinnar fyrir hádegi í dag og er það því tilbúið til annarrar umræðu með breytingartillögum og nefndaráliti. Með nýjustu breytingartillögunum er gert ráð fyrir að afgangur á rekstri ríkissjóðs verði 10.7 milljarðar en ekki 15.3 milljarðar eins og áður var reiknað með. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að ástæðan fyrir því sé að til komi stórir útgjaldaliðir á borð við 800 milljóna króna framlag til að vinna á biðlistum sem sköpuðust á heilbrigðisstofnunum í verkfallahrinu ársins. Einnig er gert ráð fyrir auknu framlag vegna hælisleitenda og flóttamanna líkt og áður hefur verið greint frá.RÚV fær 60 milljónir aukalega vegna þess að fleiri greiða útvarpsgjaldið en í fyrstu var gert ráð fyrir.Vísir/GVAFramlag til Þjóðkirkjunnar og RÚV hækkar Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu er gert ráð fyrir að þjóðkirkjan fái 370 milljónir til að virða samning kirkju og ríkis sem gerður var á tíunda áratug síðustu aldar þegar ríkið tók yfir kirkjujarðir gegn því að það myndi taka yfir launagreiðslur presta. Þá fær RÚV 60 milljónir króna meira en upphaflega var gert ráð fyrir en við athugun á útvarpsgjaldi kom í ljós að fleiri einstaklingar greiða það en áætlanir gerðu ráð fyrir. Útvarpsgjaldið verður 16.400 krónur og leggst á einstaklinga 16-70 ára, sem eru með tekjuskattsstofn yfir tekjumörkum. Gert er ráð fyrir að gjaldið renni óskipt til Ríkisútvarpsins.Formaður fjárlaganefndar segir breytingartilögunnar til marks um áherslur ríkistjórnarinnar Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, er ánægð með þær breytingartillögur sem meirihluti fjárlaganefndar gerði. Hún segir þær vera gerðar til þess að styrkja innviði samfélagsins og að þar komi fram áherslur í stefnu ríkistjórnarinnar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti önnur umræða um fjárlagafrumvarpið að hefjast 26. nóvember en vinnan hefur dregist og segir Vigdís tvær ástæður fyrir því. „Tillögur ríkisstjórnarinnar komu seinna en venjulega auk þess sem að það hefur verið talsverð aukavinna í fjárlaganefnd síðustu tvö árin vegna vinnu við frumvarpið um opinber fjármál,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi.Leggja á 400 milljónir í að bæta flugvelli.Vísir/Óskar FriðrikssonAukið fé til Háskólanna, í rekstur fangelsa og til að bæta hafnir og flugvelliGert er ráð fyrir að um 230 milljónir bætist við framlag til háskólanna hér á landi. Háskóli Íslands fær 80 milljón króna framlag í aldarafmælissjóð sinn og Háskólinn í Reykjavík fær 30 milljónir til styrkingar námsbraut í efnisverkfræði. Háskólarnir úti á landi fá einnig sinn skerf en framlag til þeirra mun aukast um 115 milljónir. Háskólinn á Akureyri fær 40 milljónir, Háskólinn á Hólum fær 25 milljónir og Háskólinn við Bifröst fær 50 milljónir. Þá er aukið fé lagt til við rekstur fangelsa hér á landi en 45 milljónur framlag verður bætt við til að efla rekstur fangelsanna. Um 400 milljónir króna verða lagðar til þess að bæta flugvelli á landsbyggðinni en ástand þeirra hefur verið gagnrýnt. Hafnarbótasjóður fær 400 milljónir til þess fyrir viðhald hafna hér á landi auk þess sem að leggja á 200 milljónir aukalega í Fjarskiptasjóð til þess að flýta fyrir ljósleiðaravæðingu landsins. Einnig er gert ráð fyrir að 400 milljónir fari í að efla löggæslu í landinu líkt og áður hefur verið boðað. Fjárlög Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19 Efnahags- og viðskiptanefnd vill fella niður tolla á dömubindi og snakk Ef meirihluti nefndarinn fær sínu framgengt má búast við því að tollar á tíðatappa, dömubindi og snakk verði 0 prósent á næsta ári. Þá lækka um 72% allra vörunúmera í Vínbúðunum. 3. desember 2015 22:36 Heildarútgjöldin námu 320 milljörðum Af fimmtán stærstu útgjaldaliðunum fara þrír liðir samtals 4,7 milljarða króna fram úr fjárheimildum. 15. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var tekið úr fjárlaganefnd eftir fund nefndarinnar fyrir hádegi í dag og er það því tilbúið til annarrar umræðu með breytingartillögum og nefndaráliti. Með nýjustu breytingartillögunum er gert ráð fyrir að afgangur á rekstri ríkissjóðs verði 10.7 milljarðar en ekki 15.3 milljarðar eins og áður var reiknað með. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að ástæðan fyrir því sé að til komi stórir útgjaldaliðir á borð við 800 milljóna króna framlag til að vinna á biðlistum sem sköpuðust á heilbrigðisstofnunum í verkfallahrinu ársins. Einnig er gert ráð fyrir auknu framlag vegna hælisleitenda og flóttamanna líkt og áður hefur verið greint frá.RÚV fær 60 milljónir aukalega vegna þess að fleiri greiða útvarpsgjaldið en í fyrstu var gert ráð fyrir.Vísir/GVAFramlag til Þjóðkirkjunnar og RÚV hækkar Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu er gert ráð fyrir að þjóðkirkjan fái 370 milljónir til að virða samning kirkju og ríkis sem gerður var á tíunda áratug síðustu aldar þegar ríkið tók yfir kirkjujarðir gegn því að það myndi taka yfir launagreiðslur presta. Þá fær RÚV 60 milljónir króna meira en upphaflega var gert ráð fyrir en við athugun á útvarpsgjaldi kom í ljós að fleiri einstaklingar greiða það en áætlanir gerðu ráð fyrir. Útvarpsgjaldið verður 16.400 krónur og leggst á einstaklinga 16-70 ára, sem eru með tekjuskattsstofn yfir tekjumörkum. Gert er ráð fyrir að gjaldið renni óskipt til Ríkisútvarpsins.Formaður fjárlaganefndar segir breytingartilögunnar til marks um áherslur ríkistjórnarinnar Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, er ánægð með þær breytingartillögur sem meirihluti fjárlaganefndar gerði. Hún segir þær vera gerðar til þess að styrkja innviði samfélagsins og að þar komi fram áherslur í stefnu ríkistjórnarinnar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti önnur umræða um fjárlagafrumvarpið að hefjast 26. nóvember en vinnan hefur dregist og segir Vigdís tvær ástæður fyrir því. „Tillögur ríkisstjórnarinnar komu seinna en venjulega auk þess sem að það hefur verið talsverð aukavinna í fjárlaganefnd síðustu tvö árin vegna vinnu við frumvarpið um opinber fjármál,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi.Leggja á 400 milljónir í að bæta flugvelli.Vísir/Óskar FriðrikssonAukið fé til Háskólanna, í rekstur fangelsa og til að bæta hafnir og flugvelliGert er ráð fyrir að um 230 milljónir bætist við framlag til háskólanna hér á landi. Háskóli Íslands fær 80 milljón króna framlag í aldarafmælissjóð sinn og Háskólinn í Reykjavík fær 30 milljónir til styrkingar námsbraut í efnisverkfræði. Háskólarnir úti á landi fá einnig sinn skerf en framlag til þeirra mun aukast um 115 milljónir. Háskólinn á Akureyri fær 40 milljónir, Háskólinn á Hólum fær 25 milljónir og Háskólinn við Bifröst fær 50 milljónir. Þá er aukið fé lagt til við rekstur fangelsa hér á landi en 45 milljónur framlag verður bætt við til að efla rekstur fangelsanna. Um 400 milljónir króna verða lagðar til þess að bæta flugvelli á landsbyggðinni en ástand þeirra hefur verið gagnrýnt. Hafnarbótasjóður fær 400 milljónir til þess fyrir viðhald hafna hér á landi auk þess sem að leggja á 200 milljónir aukalega í Fjarskiptasjóð til þess að flýta fyrir ljósleiðaravæðingu landsins. Einnig er gert ráð fyrir að 400 milljónir fari í að efla löggæslu í landinu líkt og áður hefur verið boðað.
Fjárlög Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19 Efnahags- og viðskiptanefnd vill fella niður tolla á dömubindi og snakk Ef meirihluti nefndarinn fær sínu framgengt má búast við því að tollar á tíðatappa, dömubindi og snakk verði 0 prósent á næsta ári. Þá lækka um 72% allra vörunúmera í Vínbúðunum. 3. desember 2015 22:36 Heildarútgjöldin námu 320 milljörðum Af fimmtán stærstu útgjaldaliðunum fara þrír liðir samtals 4,7 milljarða króna fram úr fjárheimildum. 15. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19
Efnahags- og viðskiptanefnd vill fella niður tolla á dömubindi og snakk Ef meirihluti nefndarinn fær sínu framgengt má búast við því að tollar á tíðatappa, dömubindi og snakk verði 0 prósent á næsta ári. Þá lækka um 72% allra vörunúmera í Vínbúðunum. 3. desember 2015 22:36
Heildarútgjöldin námu 320 milljörðum Af fimmtán stærstu útgjaldaliðunum fara þrír liðir samtals 4,7 milljarða króna fram úr fjárheimildum. 15. ágúst 2015 07:00