Beckham vill að HM 2022 fari fram í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2015 23:00 David Beckham barðist fyrir því að Englendingar fengju HM 2018. Vísir/Getty David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United, Real Madrid og enska landsliðsins, er á því að heimsmeistarakeppnin í fótbolta eigi að fara fram í Katar eftir tæp sjö ár. Saksóknarar í Sviss og Bandaríkjunum eru á fullu að rannsaka ásakanir um spillingu í tengslum við það að Katar og Rússar fengu úthlutað keppnunum á sínum tíma. Rússar fengu keppnina 2018 og Katarbúar keppnina fjórum árum síðar. Englendingar sátu eftir með sárt ennið en þeir vildu fá heimsmeistarakeppnina 2018. „Hvort sem að það hafi verið mútur eða ekki þá hafa þessi tvö lönd verið valin til að halda keppnina. Fólk verður bara að sætta sig við það," sagði David Beckham í jólaútgáfu Radio Times en BBC skrifar um viðtalið í dag. „Þetta snýst um að koma með fótboltann til nýrra landa. Við eigum bara að styðja við bakið á þessum tveimur löndum og þau munu bæði láta þetta ganga upp," sagði Beckham ennfremur. Háttsettur maður frá FIFA lét hafa það eftir sér í júní að Rússar og Katarbúar ættu að missa 2018- og 2022-keppnirnar ef sannanir fyrir mútunum koma fram í dagsljósið. Bæði Rússland og Katar halda frammi sakleysi sínu og það hafa ekki enn komið fram hreinar sannanir um mútur þegar löndin tvö fengu úthlutað heimsmeistarakeppnunum. David Beckham er ekki með þessu að styðja við bakið á spillingunni sem hefur verið innan FIFA og vill eins og allir sjá sambandið fara í gegnum allsherjar hreinsun. „Það er svo mikil vitleysa búin að vera í gangi að það mun taka langan tíma að laga þarna til. Það er yfirþyrmandi og ógeðslegt að sjá hvernig hefur verið hugsað um leikinn okkar," sagði Beckham. Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United, Real Madrid og enska landsliðsins, er á því að heimsmeistarakeppnin í fótbolta eigi að fara fram í Katar eftir tæp sjö ár. Saksóknarar í Sviss og Bandaríkjunum eru á fullu að rannsaka ásakanir um spillingu í tengslum við það að Katar og Rússar fengu úthlutað keppnunum á sínum tíma. Rússar fengu keppnina 2018 og Katarbúar keppnina fjórum árum síðar. Englendingar sátu eftir með sárt ennið en þeir vildu fá heimsmeistarakeppnina 2018. „Hvort sem að það hafi verið mútur eða ekki þá hafa þessi tvö lönd verið valin til að halda keppnina. Fólk verður bara að sætta sig við það," sagði David Beckham í jólaútgáfu Radio Times en BBC skrifar um viðtalið í dag. „Þetta snýst um að koma með fótboltann til nýrra landa. Við eigum bara að styðja við bakið á þessum tveimur löndum og þau munu bæði láta þetta ganga upp," sagði Beckham ennfremur. Háttsettur maður frá FIFA lét hafa það eftir sér í júní að Rússar og Katarbúar ættu að missa 2018- og 2022-keppnirnar ef sannanir fyrir mútunum koma fram í dagsljósið. Bæði Rússland og Katar halda frammi sakleysi sínu og það hafa ekki enn komið fram hreinar sannanir um mútur þegar löndin tvö fengu úthlutað heimsmeistarakeppnunum. David Beckham er ekki með þessu að styðja við bakið á spillingunni sem hefur verið innan FIFA og vill eins og allir sjá sambandið fara í gegnum allsherjar hreinsun. „Það er svo mikil vitleysa búin að vera í gangi að það mun taka langan tíma að laga þarna til. Það er yfirþyrmandi og ógeðslegt að sjá hvernig hefur verið hugsað um leikinn okkar," sagði Beckham.
Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira