Beckham vill að HM 2022 fari fram í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2015 23:00 David Beckham barðist fyrir því að Englendingar fengju HM 2018. Vísir/Getty David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United, Real Madrid og enska landsliðsins, er á því að heimsmeistarakeppnin í fótbolta eigi að fara fram í Katar eftir tæp sjö ár. Saksóknarar í Sviss og Bandaríkjunum eru á fullu að rannsaka ásakanir um spillingu í tengslum við það að Katar og Rússar fengu úthlutað keppnunum á sínum tíma. Rússar fengu keppnina 2018 og Katarbúar keppnina fjórum árum síðar. Englendingar sátu eftir með sárt ennið en þeir vildu fá heimsmeistarakeppnina 2018. „Hvort sem að það hafi verið mútur eða ekki þá hafa þessi tvö lönd verið valin til að halda keppnina. Fólk verður bara að sætta sig við það," sagði David Beckham í jólaútgáfu Radio Times en BBC skrifar um viðtalið í dag. „Þetta snýst um að koma með fótboltann til nýrra landa. Við eigum bara að styðja við bakið á þessum tveimur löndum og þau munu bæði láta þetta ganga upp," sagði Beckham ennfremur. Háttsettur maður frá FIFA lét hafa það eftir sér í júní að Rússar og Katarbúar ættu að missa 2018- og 2022-keppnirnar ef sannanir fyrir mútunum koma fram í dagsljósið. Bæði Rússland og Katar halda frammi sakleysi sínu og það hafa ekki enn komið fram hreinar sannanir um mútur þegar löndin tvö fengu úthlutað heimsmeistarakeppnunum. David Beckham er ekki með þessu að styðja við bakið á spillingunni sem hefur verið innan FIFA og vill eins og allir sjá sambandið fara í gegnum allsherjar hreinsun. „Það er svo mikil vitleysa búin að vera í gangi að það mun taka langan tíma að laga þarna til. Það er yfirþyrmandi og ógeðslegt að sjá hvernig hefur verið hugsað um leikinn okkar," sagði Beckham. Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United, Real Madrid og enska landsliðsins, er á því að heimsmeistarakeppnin í fótbolta eigi að fara fram í Katar eftir tæp sjö ár. Saksóknarar í Sviss og Bandaríkjunum eru á fullu að rannsaka ásakanir um spillingu í tengslum við það að Katar og Rússar fengu úthlutað keppnunum á sínum tíma. Rússar fengu keppnina 2018 og Katarbúar keppnina fjórum árum síðar. Englendingar sátu eftir með sárt ennið en þeir vildu fá heimsmeistarakeppnina 2018. „Hvort sem að það hafi verið mútur eða ekki þá hafa þessi tvö lönd verið valin til að halda keppnina. Fólk verður bara að sætta sig við það," sagði David Beckham í jólaútgáfu Radio Times en BBC skrifar um viðtalið í dag. „Þetta snýst um að koma með fótboltann til nýrra landa. Við eigum bara að styðja við bakið á þessum tveimur löndum og þau munu bæði láta þetta ganga upp," sagði Beckham ennfremur. Háttsettur maður frá FIFA lét hafa það eftir sér í júní að Rússar og Katarbúar ættu að missa 2018- og 2022-keppnirnar ef sannanir fyrir mútunum koma fram í dagsljósið. Bæði Rússland og Katar halda frammi sakleysi sínu og það hafa ekki enn komið fram hreinar sannanir um mútur þegar löndin tvö fengu úthlutað heimsmeistarakeppnunum. David Beckham er ekki með þessu að styðja við bakið á spillingunni sem hefur verið innan FIFA og vill eins og allir sjá sambandið fara í gegnum allsherjar hreinsun. „Það er svo mikil vitleysa búin að vera í gangi að það mun taka langan tíma að laga þarna til. Það er yfirþyrmandi og ógeðslegt að sjá hvernig hefur verið hugsað um leikinn okkar," sagði Beckham.
Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira