Dirk fór fögrum orðum um Porzingis | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2015 08:42 Nowitzki reynir að verjast Porzingis í Madison Square Garden í nótt. vísir/getty Það fór vel á Dirk Nowitzki og Kristpas Porzingis þegar Dallas Mavericks og New York Knicks mættust í Madison Square Garden í nótt. Hinn tvítugi Porzingis hefur komið eins og stormsveipur inn í NBA-deildina og margir hafa borið hann saman við Nowitzki sem kom, líkt og Porzingis, ungur að árum inn í NBA frá Evrópu. Þrátt fyrir tap New York, 97-104, spilaði Porzingis vel í nótt en Lettinn stóri skoraði 28 stig og hitti úr 13 af 18 skotum sínum. Eftir leikinn fór Nowitzki fögrum orðum um Porzingis og sagði að hann væri betri en hann sjálfum var á sama aldri. „Það er fullkomlega sanngjarnt að bera okkur saman. Þegar ég var hérna tvítugur var ég skjálfandi á beinunum. Samanburðurinn er mér sennilega í óhag,“ sagði Nowitzki sem skoraði 25 stig og tók sex fráköst í leiknum í nótt.Sjá einnig: Dirk fékk að dansa yfir skrefaregluna í NBA-deildinni | Myndband Nowitzki, sem er á sínu 18. tímabili í NBA, segir að Porzingis hafi allt að bera til að ná langt. „Hann er alvöru leikmaður og harðari af sér en hann lítur út fyrir að vera. Hann er hávaxinn, mikill íþróttamaður og fer vel með boltann. Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð,“ sagði Nowitzki um Porzingis sem hefur heldur betur unnið stuðningsmenn New York á sitt band. Það voru ekki allir hrifnir af því þegar Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu í sumar en stuðningsmenn félagsins bauluðu á hann þegar ákvörðunin lá fyrir. Nú er annað uppi á teningnum en Porzingis hefur spilað stórvel í vetur og er með 14,6 stig, 8,9 fráköst og 1,9 varin skot að meðaltali í leik. Til samanburðar var Nowitzki með 8,2 stig og 3,4 fráköst á sínu fyrsta tímabili í NBA. NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira
Það fór vel á Dirk Nowitzki og Kristpas Porzingis þegar Dallas Mavericks og New York Knicks mættust í Madison Square Garden í nótt. Hinn tvítugi Porzingis hefur komið eins og stormsveipur inn í NBA-deildina og margir hafa borið hann saman við Nowitzki sem kom, líkt og Porzingis, ungur að árum inn í NBA frá Evrópu. Þrátt fyrir tap New York, 97-104, spilaði Porzingis vel í nótt en Lettinn stóri skoraði 28 stig og hitti úr 13 af 18 skotum sínum. Eftir leikinn fór Nowitzki fögrum orðum um Porzingis og sagði að hann væri betri en hann sjálfum var á sama aldri. „Það er fullkomlega sanngjarnt að bera okkur saman. Þegar ég var hérna tvítugur var ég skjálfandi á beinunum. Samanburðurinn er mér sennilega í óhag,“ sagði Nowitzki sem skoraði 25 stig og tók sex fráköst í leiknum í nótt.Sjá einnig: Dirk fékk að dansa yfir skrefaregluna í NBA-deildinni | Myndband Nowitzki, sem er á sínu 18. tímabili í NBA, segir að Porzingis hafi allt að bera til að ná langt. „Hann er alvöru leikmaður og harðari af sér en hann lítur út fyrir að vera. Hann er hávaxinn, mikill íþróttamaður og fer vel með boltann. Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð,“ sagði Nowitzki um Porzingis sem hefur heldur betur unnið stuðningsmenn New York á sitt band. Það voru ekki allir hrifnir af því þegar Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu í sumar en stuðningsmenn félagsins bauluðu á hann þegar ákvörðunin lá fyrir. Nú er annað uppi á teningnum en Porzingis hefur spilað stórvel í vetur og er með 14,6 stig, 8,9 fráköst og 1,9 varin skot að meðaltali í leik. Til samanburðar var Nowitzki með 8,2 stig og 3,4 fráköst á sínu fyrsta tímabili í NBA.
NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira