Senda hælisleitendur til Ítalíu þrátt fyrir viðvaranir Rauða krossins Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 8. desember 2015 20:30 Innanríkisráðuneytið leggur til að meginreglan verðu sú að hælisleitendur verði endursendir til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Innanríkisráðherra sagði á þinginu í fyrravor að Ítalía, Grikkland og Ungverjaland væru ótryggir staðir fyrir hælisleitendur. Arndís A.K Gunnarsdóttir lögfræðingur hjá Rauða Krossinum segir að þetta hafi verið gert gegn tilmælum Rauða Krossins. Í umsögn Rauða krossins um málið sem send var innanríkisráðuneytinu kemur fram að ekki sé óraunhæft að álykta að flóttafólk standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð á Ítalíu verði það sent aftur þangað og því sé nauðsynlegt að skoða mál þeirra sem hingað leita sérstaklega í því ljósi. Mannréttindaskrifstofa Íslands hvetur stjórnvöld til að láta allan vafa falla hælisleitendum í hag.Við getum boðið betur Í greinargerð innanráðuneytisins kemur fram að með tilliti til fyrirliggjandi gagna sé það mat ráðuneytisins að ágallar á aðbúnaði og móttökuskilyrðum hælisleitenda á Ítalíu verði ekki taldir slíkir að þeir gefi ástæðu til að ætla að endursendingar þangað muni almennt brjóta gegn alþjóðlegum skuldbindingum íslenskra stjórnvalda. Hún segir að Útlendingastofnun hafi reyndar sent hælisleitendur allan tímann til Ítalíu en haldið að sér höndum varðandi Grikkland og Ungverjaland. Hún segir að þótt flóttamönnum hafi fjölgað hér sé staðan engan veginn sú að við ráðum ekki við þetta. Það sé vissulega vafasamt að senda fólk á staði þar sem vitað sé að það lendi á götunni, þegar við vitum að við getum boðið betur. Flóttamenn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Innanríkisráðuneytið leggur til að meginreglan verðu sú að hælisleitendur verði endursendir til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Innanríkisráðherra sagði á þinginu í fyrravor að Ítalía, Grikkland og Ungverjaland væru ótryggir staðir fyrir hælisleitendur. Arndís A.K Gunnarsdóttir lögfræðingur hjá Rauða Krossinum segir að þetta hafi verið gert gegn tilmælum Rauða Krossins. Í umsögn Rauða krossins um málið sem send var innanríkisráðuneytinu kemur fram að ekki sé óraunhæft að álykta að flóttafólk standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð á Ítalíu verði það sent aftur þangað og því sé nauðsynlegt að skoða mál þeirra sem hingað leita sérstaklega í því ljósi. Mannréttindaskrifstofa Íslands hvetur stjórnvöld til að láta allan vafa falla hælisleitendum í hag.Við getum boðið betur Í greinargerð innanráðuneytisins kemur fram að með tilliti til fyrirliggjandi gagna sé það mat ráðuneytisins að ágallar á aðbúnaði og móttökuskilyrðum hælisleitenda á Ítalíu verði ekki taldir slíkir að þeir gefi ástæðu til að ætla að endursendingar þangað muni almennt brjóta gegn alþjóðlegum skuldbindingum íslenskra stjórnvalda. Hún segir að Útlendingastofnun hafi reyndar sent hælisleitendur allan tímann til Ítalíu en haldið að sér höndum varðandi Grikkland og Ungverjaland. Hún segir að þótt flóttamönnum hafi fjölgað hér sé staðan engan veginn sú að við ráðum ekki við þetta. Það sé vissulega vafasamt að senda fólk á staði þar sem vitað sé að það lendi á götunni, þegar við vitum að við getum boðið betur.
Flóttamenn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira